Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 8
dómar eru ólíkir mörgum öðrum sjúkdómum að því leyti að við vitum hvað veldur þeim og af því að við vitum nákvæmlega hvað veldur, getum við oftast lagað ástandið. Svo eru til margir sjúkdómar eins og til dæmis hjartasjúkdómar sem menn vita ekki nákvæm- lega hvað veldur eða halda jafnvel að ástæðurnar sé margþættar. En smitsjúkómar eru þannig að þegar er búið að finna „pödduna“ sem veldur þá er oftast hægt að gera eitthvað. Reyndar rók þetta langan tíma með hiv og því miður þá getum við ekki enn losað fólk við veiruna, þannig að þetta er ekki búið enn.“ Að sögn Haraldar gerðu lœknar þœr vœntingar til nýju lyjjanna í byrjun að þau gætu „slökkt “ d veirunni það lengi að hún hyrfi úr líkamanum. Þetta reyndist þó ekki raunin. „Það kom svo í ljós að hiv-veiran finnur sér frumur sem hafa mjög langan líftíma í líkama okkar og þar liggur hún og bíður síns tíma. Þettar gerir að verkum að kannski náum við aldrei að uppræta hana.“ Enginn „hulduher" þarna úti Hver er staðan á Islandi í dag? Hverjir eru helst að greinast smitaðir? „Frá byrjun hafa rúmlega 170 einstaklingar greinst hér á landi og hefur meðaltalið verið 10-12 manns á ári. Reyndar hafa bara greinst fjögur tilfelli það sem af er þessu ári. En þetta eru ekki allt Islendingar, þetta eru líka útlendingar sem tengjast Islandi með einum eða öðrum hætti, fólk sem hefur búið hér og haft sam- skipti við íslenska heilbrigðisþjónustu. Margt af þessu fólki er nú farið út aftur.“ Ofi hefur því heyrst fleygt að enginn viti hversu margir eru í raun og veru smitaðir á Islandi og að þeir sem greinst hafa hingað til séujafnvel bara toppurinn á ísjak- anum. Haraldur er ekki sammála þessu. „I Blóðbankanum erum við með 10-15 þúsund prófkeyrslur á ári og þar greinist aldrei neitt. Síðan var það gert á Borgarspítalanum gamla á nokkurra ára fresti að taka stikkpróf. Þetta var gert með því að fjar- lægja nöfn af sýnum 1000 einstaklinga sem höfðu komið í blóðprufur og mæla þau síðan en það kom aldrei neitt út úr því. Þetta segir okkur að það er sennilega enginn „hulduher“ þarna úti eins og óttast var, það er sem sagt ekki stór hópur smitaðra einstak- linga sem við vitum ekki um. Eg myndi giska á að við hefðum á skrá um 90% allra smitaðra. Það sem við erum mest hræddir við í dag er að fá sprengingu inn í hóp fíkniefnaneytenda. Finnar voru eins og við, með litla útbreiðslu meðal sprautufíkla, svo fór hiv-veiran allt í einu að dreifast mjög hratt meðal þeirra.“ Eru útlendingar sem hingað koma skyldaðir til að fara í mótefnamælingu? „Nei, þeim sem sækja hér um dvalarleyfi er boðið að fara í blóðpróf og þannig hafa þeir greinst. Það er eng- in skylda lögum samkvæmt en við bjóðum upp á þessa þjónustu og fólk tekur henni oft.“ Nú eru einhver lönd í heiminum sem neita fólki um inngöngu í landið greinist það hiv-jákvætt, kom það ein- hvern tímann til tals hér? „Nei, við höfum ekki tekið þá stefnu. Utlendinga- stofnun fer bara fram á að viðkomandi sjúklingur fái þjónustu og að tilfellið sé skráð í kerfið hjá okkur. En við höfum aldrei vísað neinum úr landi fyrir það að greinast með þennan sjúkdóm og menn fá alltaf dval- arleyfi hver svo sem niðurstaðan er. Þetta eru upplýs- ingar sem fara aldrei yfir til Utlendingastofnunar, við bara vottum að viðkomandi hafi komið til okkar. En tilgangurinn með því að bjóða upp á læknisskoðun er tvíþættur: I fyrsta lagi getum við verndað okkur fyrir sjúkdómum, eins og til dæmis berklum, og í öðru lagi snýst þetta um að ná til þeirra sem eru að koma til landsins og geta veitt þjónustu og læknisaðstoð þar sem við á.“ Forvarnarstarf áfram mikilvægt Ur því að svo vel hefúr gengið að hefta útbreiðslu hiv- veirunnar á Islandi, erþá minni þörfá forvarnarstarfi? „Alls ekki, kannski er það einmitt núna sem forvarn- arstarfið er þýðingarmest ef við viljum halda þeim góða árangri sem náðst hefur. Þess vegna meðal annars styðjum við Alnæmssamtökinn í þeirra ágæta starfi sem farið hefur fram í grunnskólum landsins. Helsr af öllu vildum við ná því að sjá ekki eitt einasta tilfelli. Hvert tilfelli er „tragedía“.“ Heldurðu að fólk sé kannski sofhað á verðinum, finnist jafnvel að alnæmi sé bara eitthvað sem kemur þriðja heiminum við? „Jú, kannski finnst mönnum að þetta sé ekki svo mikið mál, ef þeir skyldu nú lenda í því að smitast, þá reddist það bara. Nei það er ekki mikið talað um þetta í dag. Við fórum af stað með miklum bumbuslætti í kring- um 1986, en þá tóku landsþekktir einstaklingar; leik- arar, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og fleiri, þátt í mikilli smokkaherferð. Skilaboðin voru þau að allir væru í einhverri sérstakri hættu. Seinna var svo talað um að herferðin hefði orðið til þess að gera þá órólega sem ekkert þurftu að óttast, en hinir sem málið snerti, héldu áfram að lifa sínum lífsstíl og létu sér fátt um finnast. Þannig að spurningin er hversu miklum kröft- um á að eyða í að ná til allra. Þá meina ég bara að for- varnir í fjölmiðlum ná kannski stundum athygli þeirra sem minnst þurfa á því að halda, kannski miðaldra hjóna sem lifa traustu hjónalífi. Svo má spyrja hvernig sé hægt að ná til ungs fólks sem hlustar ekki á fréttir og les ekki blöð.“ 8 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.