Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 28
skipta, þess að geta tjáð sig um eig-
in þarfir, langanir og mörk og
kunna að virða mörk hins aðilans
má ekki vanmeta. Abyrgð, notkun
getnaðarvarna og rétt beggja aðila
til þess að njóta kynlífs. Kynlíf er
samspil beggja aðila og ef stúlkur
og konur eiga að geta tryggt öryggi
sitt í kynlífi og notið þess, er mikil-
vægt að þær þekki sjálfa sig vel og
séu vel undirbúnar áður en þær
hefja kynlíf. Umræður sem þessar
eru mikilvægar fyrir kynheilbrigði
ungs fólks. Það er gagnslaust að
ætla að hræða börn frá kynlífi, það
hefur ekki sýnt sig að hafa tilskilin
áhrif. Börn með góða sjálfsmynd
eru líklegri til þess að spjara sig bet-
ur en þau sem eru með brotna
sjálfsmynd. Þess vegna er svo mikil-
vægt að samfélagið allt sé meðvitað
um ábyrgð sína og leggi sitt af
mörkum til að fyrirbyggja að
vandamál geti þróast.
Almennar forvarnir
Það þarf að minnka líkurnar á því
að konur smitist af hiv/alnæmi hvar
sem er í heiminum. Jafnt hér á
landi sem annars staðar þarf að
styrkja stöðu kvenna í samfélaginu
með tilliti til jafnréttis á öllum
sviðum og jafns réttar til menntun-
ar, eigna og auðæfa jarðar. Það ætti
alltaf og alls staðar að meta konur
til jafns við karla og sýna þeim
sömu virðingu. Þetta er mikilvæg
forvörn sem stuðlar að jafnari stöðu
kynjanna, jafnt í stuttum sem
langvarandi samböndum eða
hjónaböndum. Það mun tvímæla-
laust draga úr ofbeldi og kúgun
kvenna í heiminum öllum en of-
beldi getur reynst konum lífshættu-
legt. Það þarf því að nota öll tiltæk
ráð til þess að berjast gegn því.
Styrkari staða kvenna í þjóðfélög-
um gerir það að verkum að þær
verða ekki eins viðkvæmar fyrir
smiti eins og raunin er í dag.
Það þarf einnig að auka aðgang
kvenna að góðum hiv-forvörnum
og bæta lífsgæði þeirra sem þegar
eru smitaðar af sjúkdómnum. Það
þarf að efla umönnun og með-
höndlun kvenna og konur ættu að
fá lyf gegn hiv til jafns við karla.
Rannsóknir á hiv/alnæmi þurfa í
auknum mæli að taka mið af stöðu
og þörfum þeirra, en nýjungar eru
oft ekki nægilega aðlagaðar raun-
veruleika kvenna. Leggja mætti til
dæmis meiri áherslu á rannsóknir á
kynsjúkdómavörnum, sem auð-
velda konum að verja sig sjálfar
gegn smiti. Það fer ekki á milli
mála að þegar upp er staðið græða
strákar, karlar og samfélagið í heild
sinni á því að vel sé hlúð að öllum
kvenkyns íbúum þess.
Sigurlaug Hauksdóttir,
yfirfélagsráðgjafi á sóttvarnasviði
Landlæknisembættisins
Teikningar:Vivian Zahl Olsen
hagur í heilsu
o
THE BODY SHOP
SAMSKIP
Thorarensen
Lyf
La Roche
Gutenbere
PRENTSMIÐJA
Síðumúli 16 ■ 108 Reykjavík
Sími 545 4400 ■ Fax 545 4401
www.gutenberg.is
®TOYOTA
Bandalag
háskólamanna
^Lyf&heilsa
28 rauði borðinn