Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 27

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 27
Þessi tölfræði sýnir vafalaust að- eins hluta vandans. Ofbeldi gegn konum, ekki síst kynferðislegt of- beldi, er yfirleitt vanmetið vegna þess að konur skammast sín eða óttast að þeim verði ekki trúað, og að þær muni þurfa að þola frekari fjandskap eða ofbeldi. Konur og líkaminn Konur eru líffræðilega viðkvæmari en karlar fyrir hiv-smitun þar sem meira finnst af veirum í sæði karla en í leggangaslími kvenna. Kynfæri kvenna eru líka þannig gerð að það er meiri hætta á að sár geti myndast og þar með því að veiran eigi greið- ari aðgang inn í blóðrásina. Talið er að það séu um helmingi meiri líkur á því að karlar smiti konur en öf- ugt. Staðan hér ó landi Hér á Islandi er samfélagsleg staða kvenna einna best í heiminum, en það jafngildir því ekki að staðan hér sé það góð að við getum hætt öllum forvörnum. Það eru forvarn- irnar sem er beittasta vopn okkar í baráttunni gegn þessum sjúkdómi. Hver og einn einstaklingur verður að sjá til þess að tryggja öryggi sitt á meðan engin lækning hefur fund- ist við sjúkdómnum og virðist hún ekki heldur vera í augsýn. Bæði konur og karlar þurfa því ávallt að vera vel upplýst um smitleiðir sjúk- dómsins og hvernig hægt er að verja sig. En það er ekki nóg að þekkja sjúkdóminn, sem smitast fyrst og fremst með kynlífi hér á landi, það þarf líka að sýna þekk- inguna í verki. Hindranir Ymsir þættir geta orðið til þess að góð fyrirheit gleymast þegar á reyn- ir. Hér má til dæmis nefna áfengis- og fíkniefnaneyslu, en slík neysla slævir gjarnan dómgreind fólks. A Islandi er smitun annarra kynsjúk- dóma einnig mjög algeng. Það greinast fjórir til fimm einstakling- ar með klamýdíu á dag, mest ungt fólk á aldrinum 15-25 ára og stelp- ur oftar en strákar. Enn fleiri smit- ast af kynfæraáblæstri (herpes) og kynfæravörtum. Það að vera smit- aður af öðrum kynsjúkdómum ger- ir okkur enn viðkvæmari fyrir hiv- smiti. Há smitunartíðni kynsjúk- dóma hér á landi segir okkur að fólk almennt þarf að vera duglegra að láta rannsaka sig, hafi það minnsta grun um smit. Þess má geta að margir kynsjúkdómar geta verið einkennalausir. Hin mikla út- breiðsla kynsjúkdóma sýnir okkur svo ekki verði um villst að smokk- urinn er ekki notaður í tilskildum mæli. Hann er besta vörnin sem við höfum enn þann dag í dag gegn kynsjúkdómum, að skírlífi undan- skildu! Erum við tilbúin? Frá því árið 1999 hefur hiv-smitun meðal gagnkynhneigðra aukist mjög hér á landi og eru 60% þeirra sem hafa greinst á þessurn tíma gagnkynhneigðir. Helmingur þeirra eru konur. Um 40% þeirra sem greinst hafa frá upphafi eru ungt fólk 29 ára og yngra. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram. Þar sem kynlíf og hiv snertir bæði kynin er mikil- vægt að ekki bara stúlkur heldur drengir líka hugi vel að stöðu sinni áður en þau fara að stunda kynlíf. Þau velti vandlega fyrir sér hvort þau séu í raun tilbúin til þess að hefja kynlíf. Það er ekki nóg að vera líkamlega tilbúinn, ákveðinn andlegan og félagslegan þroska þarf líka. Hér á landi er mikill þrýsting- ur á ungt fólk að stunda kynlíf snemma. Rannsóknir sýna að því fyrr sem stúlkur byrja að stunda kynlíf því meiri líkur eru á því að þær verði fyrir ofbeldi og eftirsjá, noti ekki getnaðarvarnir, fái kyn- sjúkdóma og þurfi að gangast undir fóstureyðingar. Það er því mikil- vægt að allir sem koma nálægt upp- eldi og mótun barna, eins og for- eldrar, skólar, fjölmiðlar og yfir- völd, geri sér grein fyrir ábyrgð sinni á því að byggja upp heilbrigða og heilsteypta æsku. Opin umræða Ein meginástæða þess að konur smitast auðveldar af hiv er þögnin sem ríkir um kynlífsmál á mörgum stöðum í heiminum. Umræða um kynlíf á ekki að vera eitthvað sem er „tabú“ í þjóðfélögum því traust tengsl og opin og heilbrigð sam- skipti um þetta málefni, til dæmis á heimilum, hefur sýnt sig að hafa þau áhrif að ungt fólk byrjar seinna að stunda kynlíf og verður ábyrgara þegar það byrjar. Byggja þarf upp gagnrýnið viðhorf ungs fólks hér á landi til misvísandi og oft villandi upplýsinga sem það fær um kynlíf á Netinu, í tímaritum og bíómynd- um. Þannig byggjum við upp mót- vægi við klámvæðingu samfélagsins með heilbrigðum og afslöppuðum umræðum. Umræðan þarf að geta snúist um ýmis siðferðisleg gildi eins og ást og tilfinningar, jafnrétti, sjálfsvirðingu og virðingu fyrir hin- um aðilanum. Mikilvægi sam- rauði borðinn 27

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.