Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 30
Saga frá
Papúa Nýju-Gíneu
Gærdagurinn var sá dapur-
legasti sem ég hef lifað á
Papúa Nýju-Gíneu, að
minnsta kosti í þessari ferð minni
sem þátttakandi í hjálparstarfi. Eg
var á vinnustað hjálparliðsins þegar
ein „systir" okkar, Maggie Nick
sjálfboðaliði við kennslu og túlkun,
kom og sagði okkur ljóta sögu.
Ungri konu hafði verið misþyrmt,
hún hafði veri barin hrottalega og
hlotið brunasár. Nánasta fjölskylda
hennar hafði rekið hana á dyr,
henni var útskúfað úr ættinni og
látin bíða dauða síns. Allt þetta
vegna þess að hún var hiv-jákvæð.
Við bjuggumst þegar til ferðar og
ég bað Maggie að koma með okk-
ur. Mér fannst að hún ætti að vera
vitni að þessu og ég vissi líka að
hún yrði hjálpsöm og alúðleg. Við
tókum með okkur teppi, föt og
mat og héldum af stað til þorpsins
Kamaliki rétt fyrir utan borgina.
Þangað er aðeins um tíu mínútna
akstur.
Við fundum þorpið og húsið sem
hún hafði búið í en enginn úr fjöl-
skyldu hennar var þar sjáanlegur.
Samt safnaðist fólk að okkur og
virtist átta sig á erindi okkar, ekki
þó þannig að það vildi gera eitt-
hvað sjálft. Við sögðumst vera að
leita að ungu konunni til að hjálpa
henni og að við vildum gera það
sem við gætum til að breyta hugs-
unarhættinum í þorpinu og hjá
fjölskyldunni svo hún gæti komið
aftur heim.
Við fundum hreysið, sem henni
hafði verið vísað í, skýli úr bambus-
stöfum með þaki úr bananalaufum
og ofurlítið eldstæði. Hún var ekki
þar en við fundum hana rétt hjá á
garðskika þar sem ræktuð eru
grasker. Það var rétt svo að hún sæ-
ist því hún hafði breitt yfir sig pils;
hendur og fætur voru gráföl og hún
þrýsti sér inn á milli klifurjurtanna.
Nú var líka farið að rigna. Enginn
vildi lána okkur ílát til að sækja
vatn í ána svo við gætum þvegið
henni. Önnur fjölskylda hafði var-
að fólk við að borða nokkuð sem
yxi þarna í grenndinni vegna smit-
hættu. Loks birtist faðir hennar og
ég verð að játa að mig langaði mest
að kyrkja hann. Við óttuðumst
mest að ef við færum með hana á
sjúkrahús og hún létist þar mundi
fjölskyldan krefja hjálparsamtök
okkar um skaðabætur.
En við hjálpuðumst að við að
þvo henni og búa um sárin og fór-
um með hana á Goroka Base
sjúkrahúsið. Eftir langa bið gátum
við fengið rúm handa henni og
sóttum hrein rúmföt og meira af
fatnaði heim til okkar og færðum
henni.
Nú er hún í rúmi 32 og við för-
um að heimsækja hana í dag. Ég
vonast til að geta fengið einn tiltek-
inn lækni til að sinna henni, búa
um sárin, gefa henni sterkari
verkjalyf en aspirín og sjá til þess
að hún sé hrein og að henni sé
hlýtt. Nú er hún varla meira en 30
kíló og er löngu hætt að borða.
Mér tókst að fá hana til að borða
dálítið papaja en hún vill bara vatn.
Hún þarf verkjalyf vegna brunasára
og annarra sára sem hafa ekki gró-
ið.
Hún hafði verið gift en eigin-
maðurinn fór frá henni vegna
gruns um hiv-smit. Eftir það
neyddist hún til að stunda vændi
sér til framfærslu og þá smitaðist
í Papúa Nýju-Gíneu búa
um 5,3 milljónir manna.
Höfuðborgin heitir Port
Moresby.
Á eynni eru töluð um
800 tungumól.
Greinarhöfundur starfar
ó vegum UNDP (United
Nations Development
Programme) - Þróunar-
samvinnuhjólpar Sam-
einuðu þjóðanna.
Nónari upplýsingar:
www.undp.org.pg
30 rauði borðinn