Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Frá framkvæmdastjóra Fjölbeytt starf Alnæmissamtakanna Ég ætla að líta yfir starfsár samtak- anna og stikla á stóru í fjölbreyttu starfi þeirra. Fastir liöir á árinu voru minningarguðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík, þar sem tæplega 60 manns komu saman til að heiðra minningu þeirra sem látist hafa úr alnæmi. Alþjóölegi alnæm- isdagurinn var 1. desember þar sem rúmlega 80 manns þáðu boð félagsins að mæta til veislu og samveru. Annars var ágæt mæting á þá viðburði sem samtökin stóðu fyrir eða áttu aðkomu að. Fé- lagsmiðstöðin var almennt vel nýtt og eru skráðar komur þangað síðustu 12 mánuðina tæplega 1.400 eða örlitlu færri en árið á undan. Alnæmissamtökin áttu ágætt samstarf við systra- samtök á Norðurlöndunum á árinu og sátu fulltrúar frá þeim nokkra samráðsfundi. Oryrkjabandalag Is- lands og vestnorræna ráðherranefndin voru meðal styrktaraðila samstarfsins og eru þeim færðar sér- stakar þakkir fyrir. Framkvæmdastjóri Alnæmissam- takanna sat í fyrsta sinni alþjóðlegu alnæmisráð- stefnuna sem að þessu sinni var haldin í Bangkok. Var hún sú fimmtánda í röðinni og fór fram 11.-16. júlí. IAS (International AIDS Sociaty) gerði þátttöku mögulega með því að veita styrk til ferðarinnar. Gerð var grein fyrir ferðinni í viðtölum í fjölmiðlum, en einnig er að finna nánari frásögn af ráðstefnunni annars staðar í blaðinu. Fulltrúar frá Alnæmissamtökunum sátu fund, sem Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi í málefnum hiv/alnæmis, skipulagði með aðstandendum hiv-já- kvæðra. Sátu þau fyrir svörum ásamt lækni og lyfja- fræðingi. Var þetta áhugaverður og fræðandi fund- ur. Sérstakar þakkir eru færðar Ægi Snædal sem sá um veitingar á fundinum, en þær voru í boði Al- næmissamtakanna. Samtökin tóku í notkun at- hvarf í kjallara hússins síð- astliðið vor. Hefur það nú þegar komið að góðum notum fyrir skjólstæðinga félagsins. Rauði kross Is- lands gerði okkur kleift að ráðast í þessar fram- kvæmdir og er sá stuðningur þakkaður. Heimasíða félagsins www.aids.is fékk andlitslyft- ingu fyrir rúmu ári. Það var fyrirtækið DesignE- uropA.com sem sá um endurhönnun hennar. Fyrir- tækið gerði þetta endurgjaldslaust til styrktar starf- semi samtakanna. Heimsóknir á síðuna voru 10.685 og er það talsverð aukning frá árinu á und- an. Hópastarf fer jafnan af stað yfir veturinn og hafa nokkrir þeirra þegar hafið starfsemi. Meðal annars hópur gagnkynhneigðra og nýlegur hópur sem fundar undir merki AA-samtakanna. Aðalfundur Oryrkjabandalags Islands er nýlega afstaðinn. Tveir fulltrúar Alnæmissamtakanna sátu fundinn. Margt fróðlegt kom þar fram en í lokin var lögð fram ályktun þar sem i megindráttum var verið að fara fram á að ríkisstjórnin stæði við gerða samninga. Sú ályktun var samþykkt einróma. I loki n vona ég að starfsemi samtakanna verði jafn farsæl á næsta starfsári og verið hefur og ég vil þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn. Jón Helgi Gíslason framkvæmdastjórí Alnæmissamtakana 4 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.