Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 35

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 35
sé áfátt, svo og skilningi hans á meðferðarferlinu. Sumir eru andvígir notkun lyfja, aðrir óttast aukaverk- anir og enn aðrir óttast að meðferðin hafi rík áhrif á félagslega tilveru þeirra. Sjálf lyfjainntakan, eða um- fang hennar, tíðni og reglufesta hefur einnig oft nei- kvæð áhrif á samstarfsvilja sjúklinga. Hvað meðferðar- aðila varðar skipta viðhorf þeirra einnig máli þegar kemur að því að meta heildarárangur meðferðar. Þetta gildir til dæmis um hæfni þeirra til að upplýsa og út- skýra, hæfni til að virkja ábyrgðarkennd sjúklinga og til að gera til dæmis lyfjameðferðina að lið í stærra og fjölþættara markmiði sem felst í alhliða betri heilsu og líðan. Sænsk rannsókn sýnir að um 25% þátttakenda höfðu aukaverkanir af lyfjum sínum og 34% voru í felum með hiv-smit. Þetta hefur vissulega áhrif á mót- tækileika sjúklinga fyrir meðferð. Þættir sem juku að- lögun sjúklinga að meðferðarumhverfinu voru til dæmis traust og góð tengsl við lækna og hjúkrunar- fólk, vilji til að hefja meðferð, einkenni um sjúkdóm- inn voru þegar hafin, sjúkdómsinnsæi og þekking á sjúkdómsferlinu. Þættir sem einkum hindra árangur meðferðar eru til dæmis magn lyfja, krefjandi tíma- mörk og reglufesta við lyfjainntöku, ofnotkun áfengis og annarra vímuefna. Huddinge-meðferðarmódelið sem Halvorsson starfar eftir gerir ráð fyrir sjúklingi sem eins konar fram- kvæmdastjóra fjögurra manna teymis sem samanstend- ur að öðru leyti af lækni, hjúkrunarfræðingi og félags- ráðgjafa. Viðbrögð við hjá- og aukaverkunum Þriðja erindi flutti Lars Östergaard, yfirlæknir í Dan- mörku. Fjallaði hann um fitumyndum á tilteknum stöðum líkamans hjá hiv-smituðum, einkum í kjölfar lyfjameðferðar. Margir smitaðir merkja að dreifing fitu á líkamanum breytist. Karlar fitna oft verulega um mitti og maga og fá stundum brjóst, bæði kyn fá stundum hnúða á hnakka og niður eftir hrygg, mynd- ast þá svonefndur buffaló-hnakki sem þykir lítil prýði. Einnig getur langvarandi smit leitt til að andlit smit- aðra verði mögur, holdlítil og tærð. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að draga úr þessum miður ánægjulegu einkennum, þar á meðal fituflutninga milli líkamshluta. Bætt er fitu á andlit, handleggi og fótleggi smitaðra og er hún að jafnaði flutt af maga og mitti. Þetta krefst að sjálfsögðu skurðaðgerða. Einnig hafa verið notuð vaxtarhormón en þau virka ekki á alla. Talið er að 20-25% allra smitaðra í lyfjameðferð finni fyrir einhverjum breytingum að því er lýtur að dreif- ingu fitu á líkamanum. Einhverjar skurðaðgerðir af þessum toga hafa verið gerðar í Danmörku, en ekki allar borið varanlegan ár- angur. Stundum hefur sótt í sama horfið. Orsakir þess- ara fitubreytinga eru breytingar á DNA-gerð allt að 70- 90% hvatbera í frumum, en þær eru einskonar afl- stöðvar frumnanna. Bandaríkjamaðurinn Richard March, sem sjálfur er hiv-jákvæður, mælir með eftir- farandi bætiefnum til þess að sporna gegn þessum ein- kennum: L-Carnetine er fæðubótarefni sem brennir fitu líkt og eldsneyti væri. Það aðstoðar við forðamyndun glýkógens, sem bætir styrk og úthald. Einnig bætir það sykurjafnvægið, orkunotkun frumna að því er varðar að koma reglu á starfsemi hjartans, nýtir betur fitu og stuðlar að orkulosun. Einnig eykur það frjósemi sem skaðast hefur vegna galla á sæði. L-Carnatine er amínósýra sem unnt er að kaupa í flestum heilsubúð- um lyfseðilslaust. Dagskammturinn: 1-3 gr. Co-ensímið QIO bætir orkuframleiðslu og orku- notkun hvatberanna í frumunum, en þær eru lykillinn að heilbrigðri starfsemi frumna. Talið er Q10 geti dregið verulega úr eitrunaráhrifum hiv-lyfjanna. Mælt er með gel-töflum, það er mjúkum töflum. Dag- skammtur allt að 100 mg. Fæst í heilsubúðum og apó- tekum. Ribóflavín eða vítamín B2 er mikilvægt fyrir myndun rauðra blóðkorna, vinnur bug á sýkingum, eyðir afbrigðilegum frumum og sindurvörum sem skapa álag á ónæmiskerfið og kunna að raska fitujafn- vægi. Finnst í ríkum mæli í grænum ávöxtum og í hnetum. Einnig unnt að kaupa í heilsubúðum og apó- tekum. Skottulækningar og lok ráðstefnu Fjórða erindið flutti norskur læknir og hómópati að nafni Leif Ims. Hann lagði megináherslu á heildstæða meðferð og virtist hafa megna vantrú á hefðbundnum lækningum. Vona að mér fyrirgefist, að mér virtust viðhorf hans nokkuð í anda skottulækninga. Verða þau því ekki rakin hér frekar. I lok ráðstefnunnar voru pallborðsumræður hiv-já- kvæðra frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð þar sem þau skýrðu frá reynslu sinni, lífinu með hiv og fleiru. Um- ræður hefur mátt vera frumlegri og áhugaverðari. Hefði gjarnan viljað sjá einhvern beita kenningum Michel Foucault og Susan Sontag á líf og sjúkdóms- mynd hiv-jákvæðra, en þarna var augljóslega enginn á jafn heimspekilegu plani og greinarhöfundur!! Að lokum færi ég Jesper Kildehöj hjá Abbott Dan- mark, Laila Thiss Stang hjá Pluss-LMA og Alnæmis- samtökunum á íslandi bestu þakkir fyrir að fá að sækja áhugaverða ráðstefnu og góðar móttökur í minni gömlu heimaborg, Osló. L.B. rauði borðinn 35

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.