Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 36

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 36
Fréttamolar utan úr heimi Zimbabwe Aðeins eitt þúsund af 1,8 milljón hiv-smitaðra nýtur lyfjagjafar (antiretrovirals). Á viku hverri má rekja um tvö þúsund og fimm hundruð dauðsföll í Zimbabwe til alnæmis. Fjórði hver fullorðinn í landinu er smitaður. Á rúmri viku deyja jafn margir af alnæmi í Zimbabwe og létu lífið í árásinni á World Trade Center í New York þann 11 september 2001. Gjörspilltri stjórn Mugabes for- seta er kennt um ástandið. Sterkur orðrómur er á kreiki þess efnis að lyf sem hjálparstofnanir hafa gefið til landsins nái aldrei til þeirra sem þurfa, en séu þess í stað seld til ná- grannalanda Zimbabwe og ágóðinn renni í vasa landsstjórnarinnar. J | Nígería Fyrir skemmstu hófst á ný bólu- setningarátak gegn lömunarveiki (polio), en það hafði verið stöðvað í 10 mánuði vegna þess að starfs- menn í heilbrigðisþjónustunni töldu það vera ráðabrugg vestrænna ríkja til að breiða út hiv-smit. I Kanofylki, þar sem sem múslimar eru í meirihluta, var bólusetningin bönnuð vegan þess að starfsmenn heilbrigðisstofnana óttuðust að bóluefnið væri hiv- sýkt. Eftir að fylkisstjórinn sam- þykkti bólusetningu eigin barna hefur átakinu verið haldið áfram. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætl- ar að vegna þessa 10 mánaða bólu- setningarbanns hafi lömunarveiki náð að breiðast um allt landið og einnig tii nágrannaríkja Nígeríu sem áður hafði tekist að uppræta þennan veirusjúkdóm. Fjöldi þeirra sem smitast hafa af lömunarveiki hefur þrefaldast í Nígeríu og aukist í 346 tilfelli á þessu ári. Þýskaland Samkvæmt nýlegri skýrslu starfs- hóps um forvarnir á vegum þýskra heilbrigðisyfirvalda fer í vöxt að ungt fólk stundi óvarið kynlíf, það er án þess að nota smokk. Af þeim sem höfðu kynmök við fleiri en einn árið 2003 notaði einn af hverjum fjórum ekki smokk, í samanburði við einn af hverjum fimm árið 2001. Sextíu þúsund manns hafa smit- ast af hiv-veirunni í Þýskalandi og 22.000 hafa látist úr alnæmi frá því í byrjun níunda áratugarins. Þrátt fýrir að sýna fram á að aukning sé á óvarinni kynlífsiðkun og að bæði sé skortur á áróðursher- ferðum um öruggt kynlíf og að þær virki ekki sem skyldi, hlaða skýrslu- höfundar lofi á gamalt vígorð þýsku stjórnarinnar, Gefum alnœmi engin grið, og telja það hafa komið í veg fyrir fjölmörg smit. Það sorg- lega er að mörg ár eru síðan þeirri herferð var hætt! | Kína Læknir hefur verið handtekinn fyr- ir að dreifa of miklu magni af lyfj- um gegn hiv-veirunni til sjúklinga sinna. Þorpslæknirinn í Shuangmi- ao hafði áður, að því er virðist, ver- ið varaður við að dreifa ekki lyfjum umfram „leyfileg" mörk um magn. Zhu Longhua er ásakaður fyrir að hafa ítrekað haft að engu opinber viðmiðunarmörk í sambandi við leyfilegt magn lyfja til dreifingar til hiv-smitaðra. Nú bíður hann þess að verða birt ákæra eftir að vera handtekinn. Þorpsbúar eru um þrjú þúsund talsins og af þeim eru 400 alnæmissjúkir. Flestir þeirra smituðust eftir að hafa selt blóð sitt á níunda áratugi síðustu aldar í blóðsöfnunarátaki á vegum hins opinbera. Slíkar blóðsafnanir eru algengar í Kína en oft framkvæmd- ar án nauðsynlegra sóttvarna og hreinlætis sem leiddi til þess að þúsundir hafa smitast við blóðgjaf- ir. Þorpslæknirinn Zhu Longhua var vinsæll meðal samborgara sinna og hafði hjálpað til við að brjóta niður þá múra af fordómum sem algengir eru í Kína gagnvart hiv-smituðum. Hann er einnig þekktur fyrir að dreifa lyfjum án endurgjalds til fá- tækra hiv-smitaðra. Apótekið, sem annast svæðið sem þorpið er á, var ekki ánægt með magnið sem lækn- irinn skrifaði upp á og kærði hann því til yfirvalda. Þrátt fyrir þá staðreynd að sumir þorpsbúar hafi nú aðgang að lækn- um sem geta útvegað þeim lyf sem hamla hiv-veirunni, eru smitaðir enn ofsóttir og þurfa að þola árásir að næturþeli, barsmíðar, mannrán og pyntingar og í verstu tilfellum; morð. Yemen Opinberar tölur um útbreiðslu al- næmis eru nú loksins fáanlegar frá stjórnvöldum í Yemen. Á fyrri hluta þessa árs (2004) voru skráð 12 tilfelli um alnæmi. Þetta er ótrúlega lág tala því þrátt fyrir að Yemen sé lítið land hafa 13.000 tilfelli verið skráð um hiv- smit í landinu. Um það bil helm- ingur þeirra sem teljast til hiv-smit- aðra í Yemen eru flóttamenn frá öðrum ríkjum Afríku. # I Taiwan Allt frá árinu 1997 hafa hiv-smit- aðir í Taiwan haft aðgang að lyfjum gegn veirunni án endurgjalds. Frá þessum tíma hefur orðið hægfara 36 rauði borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.