Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 32

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 32
Vilníusarráðstefnan Alnæmi og hiv-smit í Evrópu Hiv-smit í Evrópu hefur breyst mikið á undan- förnum árum. Stærstu breytingarnar eru þær að fjöldi smitaðra einstaklinga í álfunni allri hefur vaxið, sérstaklega í yngsta aldurshópnum, 15-25 ára. Aðrir kynsjúkdómar, eins og klamýdía og lekandi, hafa einnig aukist mikið í þeirra hópi. Sums staðar í Evrópu hefur smitun meðal sprautufíkla aukist mikið. Þessar breytingar benda til þess að óhreinar sprautur og sprautunálar séu mikið notaðar og að óábyrgt kyn- líf sé stundað. Slík hegðun getur verið undanfari hiv/alnæmisfaraldurs. I sumum löndum Evrópu hefur smitunartíðni margfaldast og er orðin ein sú hæsta í öllum heiminum. Fjöldi hiv-jákvæðra í Evrópu er nú um 580.000 manns og er fjöldi smitaðra um 0,3% af fólksfjöldanum. Staða hiv/alnæmis getur verið mjög breytileg milli svæða í Evrópu. I Mið- og Suður-Evrópu (Póllandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Búlgaríu, fyrrum Júgóslavíu, Albaníu og Tyrklandi) hefur tíðni hiv-smitunar verið lág í langan tíma eða undir 0,1% í öllum löndunum. I Vestur-Evrópu (Norðurlöndum, Bretlandseyjum, Irlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Sviss, Italíu, Portúgal og Austurríki) einkenndist níundi áratugur- inn af miklum stöðugleika. Ný hiv-lyf sem komu á markaðinn 1996 urðu til þess að sjúkrahúslegum fækkaði verulega og dánartíðni snarlækkaði. Þrátt fyrir þetta tvöfaldaðist tíðni nýrra tilvika hiv-smitunar frá 1995 til dagsins í dag. Algengasta smitleiðin er kynlíf, en notkun óhreinna sprautna og sprautunála er al- gengust í sumum löndum eins og í Frakklandi, Portú- gal, á Spáni og Italíu. Þegar Austur-Evrópa (Rússland, Ukraína, Eistland, Lettland, Litháen og Moldavía) er skoðuð, kemur fram að bæði kynsjúkdóma- og hiv-faraldrar geisa þar. Fyrir um fimm árum var mjög fátítt að greina þar hiv/alnæmi. Núna er smitunartíðni sjúkdómsins í sumum löndum orðin sú hæsta í öllum heiminum. Þetta á til dæmis við um lönd eins og Rússland, Ukra- ínu og Eistland, en þar eru 1-2% fullorðinna smitaðir af hiv/alnæmi. Þessi breyting hefur orðið á mjög skömmum tíma. Þau sem greinast eru í 80% tilvika ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Meginsmitleið sjúk- dómsins hefur verið óhreinar sprautur og sprautunálar. Nú er það að breytast og smitun með kynlífi er að aukast, eins og sjá má á tölum frá Rússlandi. Arið 2000 voru til dæmis 96% þeirra sem greindust í Rúss- landi með hiv-smit sprautufíklar og 3% gagnkyn- hneigðir en tveimur árum síðar, eða árið 2002, voru 76% þeirra sprautufíklar og 12% gagnkynhneigðir. Fjöldi hiv-jákvæðra barna hefur líka vaxið ört, eða yfir 144% frá árinu 2001 til 2002. Árið 2003 eignuðust hiv-jákvæðar mæður í Rússlandi 3.111 börn. Þessi aukning í smitun með kynlífi veldur áhyggjum þar sem forvarnir verða viðameiri. Landamæri þjóða Evrópu hafa á undanförnum árum verið að opnast og heldur sú þróun vafalaust áfram. Slíkt eykur samskipti og tengsl á milli landa. Þessi breyting getur boðið hættunni heim ef smitsjúkdómar eins og hiv fá að þróast óáreittir. Það hefur því kannski aldrei verið mikilvægara en núna að horfa á þessi mál í stóru samhengi út frá sjónarhóli Evrópu sem heildar og í alþjóðlegu samhengi. Þegar um smitsjúkdóma er að ræða þarf að vera hægt að bregðast fljótt við. Þörfin fyrir aðstoð í þessum málaflokki er mikil í Austur-Evr- ópu og þarf að taka hann föstum tökum sem fyrst. Samtímis verður að halda áfram að leggja áherslu á baráttuna gegn hiv/alnæmi í hverju Evrópulandi fyrir sig. Ráðstefnan í Vilníus Á ráðherrafundi Evrópusambandins í Dublin í febrúar á þessu ári kom fram áhugi Evrópuríkja á því að efla verulega samvinnu í baráttunni gegn hiv/alnæmi, en til þess þyrfti jafnframt sterka forystu. Þessa ábyrgð ákvað Evrópusambandið að taka á sig, en það sam- anstendur af 25 ríkjum. Eðlilegt þótti að sambandið ætti frumkvæði að öflugri forystu á þessu sviði enda hæfni til staðar í hópi aðildarríkjanna. Litið er svo á að öll lönd í Evrópu eigi að bregðast sameiginlega við þessum vanda. I Evrópu geisa alls kyns faraldrar, í sumum löndum eru þeir nýir og í öðrum 20 ára gaml- ir. Miðlun reynslu getur komið í veg fyrir að allir þurfi að finna upp hjólið. Lögð er áhersla á að bæta sam- vinnu á milli landa, að samræmi sé í aðgerðum og að höfð sé samvinna með alþjóðlegum samtökum eins og UNAIDS (Alþjóðleg barátta Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi), Þróunarsamvinnuhjálp Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og Alþjóðheilbrigðisstofnuninni. Stjórnvöld og aðrar viðeigandi stofnanir í hverju landi fyrir sig þurfa jafnframt að láta til til sín taka og líka lyfjaiðnaðurinn. Það verður að vinna á mörgum svið- 32 rauði borSinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.