Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 10
Aðgengi fyrír alla Yfirskrift alþjóðlegu alnæmisráðstefnunnar í Bangkok 1 1 .-1 6. júlí 2004 Framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna á íslandi sat ráðstefnuna Alnæmi er einn helsti heil- brigðisvandi samtímans. A 23 árum hafa rúmlega 20 milljónir manna dáið af völdum þess og 38 milljónir að auki smitast af alnæmisveirunni Eftir langt og strembið flug til Don Muang flugvallar í Bangkok var gott að komast á leiðarenda. Fljótlega kom gest- risni Taílendinga í ljós því móttök- ur voru góðar og þægilegar fyrir gesti ráðstefnunnar sem streymdu að frá öllum heimshornum. A flug- vellinum mátti víða sjá plaköt með myndum af þremur taílenskum fíl- um með yfirskriftinni „Access for all“ sem var yfirskrift ráðstefnunn- ar, einnig voru þarna móttöku- og upplýsingabásar fyrir ráðstefnu- gesti. Búist var við allt að 20.000 manns á alnæmisráðstefnuna sem var sú fimmtánda í röðinni. Þar með yrði hún sú fjölmennasta, til viðmiðunar má nefna að á síðustu ráðstefnu, sem haldin var í Barcelóna árið 2002, voru þátttak- endur um 12.000 talsins. Á leiðinni á hótelið mitt sá ég að allstaðar meðfram götum borgar- innar voru borðar, fánar og skilti sem auglýstu ráðstefnuna. Ráð- stefnan hafði verið mjög vel auglýst í taílenskum fjölmiðlum, eins og ég frétti síðar, einnig voru henni gerð góð skil í enskum fjölmiðlum landsins og á aþjóðlegum sjón- varpsstöðvum sem ég hafði aðgang að. Þátttakendur og bak- hjarl Ráðstefnuna sóttu hinir ólíkustu hópar, má þar nefna lækna og ann- að heilbrigðisstarfsfólk, hiv-já- kvæða, baráttu- og þrýstihópa ým- iss konar (s.s. ACTUP), aðstand- endur, fulltrúa flestra trúarbragða heims, hagsmunasamtök, blaða- menn, stjórnmála- og þjóðarleið- toga, lyfjaframleiðendur og vísinda- menn. Búddamunkar settu sterkan svip á mannfjöldann í skærappel- sínulitum kuflum sínum. Þarna voru einnig mættir margir heims- þekktir einstaklingar, til að mynda Hollívúddleikarinn Richard Gere, Kofi Annan, Nelson Mandela, Son- ia Gandhi, ungfrú alheimur frá Ástralíu 0 eins frá nágrannaríkjum. Alþjóðaskrifstofa alnæmismálefna - IAS (International Aids Society), sem nýflutt er til Genfar frá Stokk- hólmi, var aðalskipuleggjandi ráð- stefnunnar. Bakhjarlar voru meðal annars: Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in, UNAIDS (Stofnun alnæmis- málefna Sameinuðu þjóðanna) og Alþjóðabankinn, einnig komu ótal fleiri samtök og stofnanir að sem styrkaraðilar. IAS veitti tæplega 3.000 ferðastyrki til einstaklinga og frjálsra félagasamtaka alls staðar að úr heiminum og var undirritaður einn þeirra, sem gerði jafnframt þátttökuna mögulega. Ráðstefnu- gjaldið sem var 20.000 krónur vakti mikið umtal og þótti mörg- um sem það hefði haft heftandi áhrif á þátttöku efnaminni einstak- linga og félagasamtaka. Var gjald- inu formlega mótmælt af ACTUP og fleiri aðilum. Staðsetning Staðsetning ráðstefnunnar í Bang- kok var ákveðin meðal annars út frá því markmiði að bregðast við sí- vaxandi útbreiðslu hiv-veirunnar í Asíu. Eða eins og Nelson Mandela orðaði það; „Það hejði mikilvœg áhrif að ráð- stefnan væri haldin í Suðaustur-Asíu þar sem á því svœði býr einn þriðji hluti mannkyns og þar greinist fleiri en einn fórðu nýsmitaðra á heims- vísu. Þrátt fyrir það hefur Asía, þó sérstaklega Taíland, mikilvœgu hlut- verki að gegna þar sem íbúarnir geta miðlað öðrum af reynslu sinni af áhrifaríkum aðferðum sínum í bar- áttunni við hiv og alnæmi með for- vörnum og skipulagi. “ Greinarhöfundur í Bangkok Aðrar myndir teknar af höfundi 10 rauði boröinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.