Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 29

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 29
Að bera Rauða borðann er ætlað að sýna samúö og stuðning viö fólk sem er smitað eöa sjúkt af alnæmi. Rauði borðinn eryfirlýsing um stuðning, krafa um umræðu, ósk um framfarir í rannsóknum og von um að lækning finnist við alnæmi. Rauði borðinn er leið til að gera alnæmi sýnilegt í þjóðfélaginu. Upphafsmenn Rauða borðans eru listamanna- hópurinn Visual Aids í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök myndlistarmanna, listfræðinga og forstöðu- menn listasafna. Þau vilja vekja athygli ó því að alnæmi kemur okkur öllum við. X-ið styrkir Alnæmissamtökin Þann 17. janúar síðastliðinn afhenti Frosti Logason, fráfarandi útvarpsstjóri X-sins 97,7 formanni Alnæmissamtakanna, Birnu Þórðar- dóttur, ágóða sem safnaðist á X-mas, árlegum jólarokktónleikum útvarpsstöðvarinnar. Jólarokktónleikar X-sins voru haldnir þann 19. desember síðastliðinn á Nasa og söfnuðust þar 242.000 krónur. A tónleikunum komu meðal annars fram Botnleðja, Ensími og Brain Police, gáfu allar hljómsveitirnar vinnu sína, þannig að ágóðinn rann óskiptur til Alnæmis- samtakanna. Alnæmissamtökin þakka kærlega fyrir sig og hefur féð komið að góðum notum í forvarnar- starfi. Rauðí borðinn Merkjasala Alnæmissamtökin hafa selt merki sitt Rauða borðann til að afla fjár til starfseminnar. Nokkrir aðilar hafa komið okkur til aðstoðar við þetta verk- efni. Má þar til dæmis nefna Fjölbraut í Breiðholti sem seldi merkið í forvarnarviku sinni nú í haust eins og lesa má um í blaðinu. Annar velunnari hefur einnig lagt samtökunum lið í þessu efni en það er Margrét Pálmadóttir söng- kona og kórstjóri með meiru. Margrét lætur aldrei deigan síga í því sem hún tekur sér fyrir hendur og hafa Alnæmissamtökin oft á tíðum notið krafta hennar. Nú hefur hún hafist handa við að selja konum í kórunum sínum Rauða borðann og kunna Alnæmissamtökin henni bestu þakkir. Einnig fást merkin í versluninni Ranimosk á Klapparstíg. Sjálfboðaliðar við sölu Rauða borðans eru vel þegnir, sölumenn fá ákveðinn hluta söluandvirðis. Hafið samband við skrifstofuna s. 552 8586. LÝÐH E I LSUSTÖÐ www.lydheiisustod.is OSTA 0G SMIÖRSALAN SF rauði borðinn 29

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.