Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 9

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 9
Varanleg iækning ekki í sjónmáli Miklar breytingar hafa átt sér stað hvað varðar lyfa- meðferð á síðustu árum. Virkni þessara lyfa er þó alltaf svipuð, þau bremsa hiv af þannig að veiran getur ekki borist um líkamann. Að mati Haraldar er þó engin var- anleg lækning í sjónmáli og ekki mikil von heldur um að farið verði að bólusetjafólk gegn veirunni. „Eg er búinn að heyra um bóluefni síðan 1984, og þá var talað um að fjögur til fimm ár væru í að það kæmi á markaðinn. Nú er komið árið 2004 og ennþá heyrir maður sagt að bóluefni verði komið á markað- inn eftir fjögur til fimm ár. Það er mjög erfitt að fá lyfjafyrirtækin til að hefja þróun á bóluefni vegna þess að þau hafa oft brennt sig á því að þau virka ekki og þetta er svo óhemju kostnaðarsamt. Það er í raun og veru bara á færi öflugra ríkja eins og Bandaríkjanna eða Vestur-Evrópuríkja að standa að slíkri þróun. Ahættan við þróun bóluefnis er því mikil fyrir einka- fyrirtækin.“ Alnæmisfaraldurinn er farri því að hafa náð hámarki í heiminum. Haraldur segir að reyndar hafi ákveðin mettun orðið í mörgum löndum Afiíku þar sem fórð- ungur íbúanna eða meira er smitaður, en faraldurinn sé jafnvel á byrjunarstigum í öðrum heimshlutum. „Nú er alnæmi að breiðast hratt út í Kína og Ind- landi þar sem hátt í helmingur mannkyns býr. Svo er alnæmisfaraldurinn rétt að byrja í Austur-Evrópu, í löndum fyrrum Sovétríkjanna, þannig að á heimsvísu er fjarri því að hann sé búinn að ná hámarki. Það sem allt snýst um núna er að koma meðferð til fólks, sinna því og veita þjónustu, svona svipað og við gerum hér á Islandi. Þetta er bara hægara sagt en gert í heimshlut- um eins og Afríku þar sem stór hluti heilbrigðisstéttar- innar er hreinlega dáinn úr sjúkdómnum. Þannig að þetta er mjög erfitt. Kína ætti kannski að hafa ein- hverja möguleika að taka á þessum málum því þjóðin er fremur menntuð og skipulögð. En heilt yfir má segja að staðan sé ekki mjög uppörvandi.“ Hvernig snertir alnæmisfaraldur á heimsvísu Islend- inga? „Hér á Islandi hefur alnæmi aldrei náð því að verða stór faraldur og verður vonandi ekki. En við megum ekki gleyma því að allt í kringum okkur er alnæmi á „fullu blússi“ og ef við hættum að spá í þessa hluti, forvarnarstarf og annað, þá berst sjúkdómurinn hing- að í miklu meira mæli en áður. Við sendum fólk út í heim að vinna, meðal annars til Afríku og Asíu og erum almennt í útrás á flestum sviðum. Það gerir okk- ur útsettari fyrir smiti.“ Sáttur við starfið Haraldur hefur gengt embætti sóttvarnalæknis frá því 1998 en hefur verið viðloðandi Landlæknisembættið frá 1983. Vegna starfa sinna á sviði faraldsfræði hjá embætt- inu kom hann mikið að umræðunni um alnæmi hér á landi alvegfrá byrjun. En Haraldur hefur ekki bara ver- ið í málsvari fyrir alnæmismál, sennilega hafa flestir landsmenn séð honum bregða fyrir í fölmiðlum þegar hvers kyns pestir eða faraldra ber á góma. Hann starfaði líka sem spítalalæknir í földa ára ogsinnti meðal annars hiv-smituðum. Eg spyr að lokum hvernig hann kunni við nýja starfið og hvort hann sé hættur að starfa sem læknir hiv-smitaðra? „Þessu starfi sem ég er í núna fylgir mikið skrifræði en það er samt mjög spennandi. Ég kem að stefnu- mótun, áhættumati, ráðgjöf og fleiru, og er ábyrgur fyrir sóttvörnum í landinu. En sem betur fer hef ég líka haldið sambandi við sjúklingana mína.“ Haraldur Briem er svo viðræðugóður maður að það er með semingi að ég lýk viðtalinu og þakka fyrir mig. A leiðinni út úr dyrunum rek ég augun í litla styttu af Askasleiki í gluggakistunni og ég spyr Harald hvort jólin séu fyrr á ferðinni úti á Seltjarnarnesi en annars staðar. Ha?in brosir breitt og trúir mér fyrir því að sveinki hafi aldrei farið efiir jólin í fyrra, heldur sé búinn að halda til þarna á skrifstofunni. Þegar ég labba út í október- skammdegið hugsa ég með mér að Askasleikir sé í góðum höndum. Heiðdís Jónsdóttir rauði borðinn 9

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.