Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 20
Alnæmisbörn í Úganda Ungum stúlkum hjálpaS til sjálfshjálpar s, Uganda voru stofnuð samtök í apríl 2001, sem hafa það að markmiði sínu að styðja við unglingsstúlkur sem vegna alnæm- is hafa ekki í nein hús að venda. Allar stúlkurnar eru munaðarlaus- ar, flestar vegna alnæmis, og um þriðjungur þeirra eru sjálfar hiv- /alnæmissmitaðar. Samtökin heita Candle Light Foundation (CLF), en stofnandi þeirra, Erla Halldórs- dóttir, hefur dvalist langdvölum í Afríku og gerði meðal annars mannfræðirannsókn á árunum 1999-2001 á högum barna í Úg- anda sem alnæmi hefur gert mun- aðarlaus. Grunnhugmynd verkefnisins er sú að stálpaðir krakkar og ungling- ar, sem flosnað hafa upp úr skóla og jafnvel lent á götunni, geti hjálpað sér sjálfir ef þeim er gefið tækifæri til þess. CLF er því nokk- urs konar vinnuheimili, þar eru framleidd kerti, en þau eru seld í Úganda, og þannig fást peningar til að greiða laun. Auk þess er stúlkunum veitt félagsleg aðstoð. Um helmingur af rekstrarkostnaði CLF fæst með kertasölu, en ein- staklingar og hjálparstofnanir leggja til það sem á vantar. Drýgst- ur er styrkur frá Þróunarsam- vinnustofnun Islands. Margar stúlkur um hvert pláss Strax í upphafi var ákveðið að ein- beita sé að því að aðstoða stúlkur, en þær eiga mun erfiðara upp- dráttar en strákar. Þær eiga til dæmis mjög erfitt með að fá vinnu, og ættingjar gifta þær gjarnan, eða senda þær í vist þar sem þær fá að öllum jafnaði ekki laun fyrir vinnu sína. Samtökin CLF eru orðið vel þekkt meðal götubarna í Kampala, höfuðborg Úganda, og margar stúlkur um hvert pláss sem losnar. Um helmingur þeirra stúlkna sem koma til CLF kemur beint af göt- unni. Þær hafa þá búið og hrærst á götunni í mislangan tíma. Götulíf- inu fylgir eklti aðeins að hafa ekki fastan samastað, götulífmu fylgir gjarnan kynlífssala og eiturlyf. Þó er það svo að um helmingur þeirra stúlkna sem koma til CLF og hafa lent á götunni hafa ekki selt sig eða notað eiturlyf. Hinn helming- ur stúlknanna sem fá inngöngu í CLF eru það sem kallast „comm- unity girls“, en það eru stúlkur sem eru búnar að missa alla nán- ustu ættingja, en einhverjir vinir eða fjarskyldir ættingjar lofa þeim að dvelja hjá sér. Þessar stúlkur fá Mabel og Angel: Mæðgur 16 ára og eins árs, á göt- unni, áður en jbær komu til CLF enga aðstoð frá þessum velunnur- um sínum utan einhvern stað til að liggja á og mat þegar eitthvað er til handa þeim. Auk þess sem stúlkurnar fá vinnu hjá CLF þá fá þær kennslu í samræmi við getu hverrar og einn- ar. Þar fæst einnig læknisaðstoð og þar er hægt að komast til félags- ráðgjafa, bæði í hópumræður og einstaklingsviðtöl. Hjá CLF hafa stúlkurnar aðstöðu til þrifa og þvotta, en aðgangur að rennandi vatni er ekki sjálfsagður í því um- hverfi sem þær koma úr. Stúlkur, sem býðst tækifæri að taka þátt í CLF verkefninu, verða að sýna að þær stefna áfram og að þær séu til- búnar að fara í eitthvert nám eða aðra vinnu þegar þær hafa náð sér á sál og líkama. Þegar stúlkur koma til CLF eru þeim lagðar til brýnustu nauðsynj- ar, dýna til að sofa á, einhver föt og einnig fara þær í læknisskoðun. Sumar stúlknanna geta fengið að búa áfram þar sem þær voru áður en þær komu til CLF, og er því gjarnan vel tekið heima fyrir, þar sem einhver úr fjölskyldunni fær að deila dýnunni með þeim, en ef stúlkur hafa engan samastað, eða fá ekki inni lengur, þá leigja þær sér herbergi tvær og tvær saman og CLF greiðir húsaleiguna fyrstu þrjá mánuðina. Að þeim tíma liðnum eru þær búnar að koma svo undir sig fótunum að þær geta greitt fyrir sig sjálfar. Hjá CLF eru félagsráðgjafi og kennari í fullu starfi. Tvisvar í viku kemur hjúkrunarkona sem rabbar við stúlkurnar um heilsu og hreinlæti og ráðleggur meðferð á 20 borðinn

x

Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi
https://timarit.is/publication/1509

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.