Rauði borðinn : fréttabréf alnæmissamtakanna á Íslandi - 01.12.2004, Blaðsíða 15
Hólmstokk 2004
Föstudaginn 10. september var
hin árlega rokkhátíð Hólm-
stokk haldin í félagsmið-
stöðinni Hólmaseli.
Hólmstokk hefur allt frá byrjun
verið haldin með það fyrir augum
að vekja athygli á einhverju brýnu
málefni og þar að auki hefur allur
ágóði verið látinn renna til þessa
sama málefnis. Það sem er merki-
legt við þetta er að í upphafi urðu
Alnæmissamtökin fyrirvalinu sem
það málefni sem brýnast þótti að
vekja athygli á og svo hefur hald-
ist áfram í gegnum árin!
Sem fyrr voru hljómleikarnir sett-
ir upp sem samvinnuverkefni ung-
linga og starfsmanna Hólmasels.
Að öðrum ólöstuðum má segja að
í ár var það Þórður Gunnar Þor-
valdsson sem bar hitann og þung-
ann af undirbúningi og á hann
mikinn heiður skilinn!
Hljómsveitirnar sem komu fram í
ár voru: TE, Mammút, Heli-
um, Brothers Majere, Big
Kahuna, Atómstöðin og
Amos. Allar hljómsveitirnar eiga
heiður skilinn fyrir óeigingjarnt
framleg sitt til tónleikanna! Aðsókn
var við meðallag rétt um hundrað
manns og var stemmning gríðar-
lega góð.
Að ári verður allt endurtekið og
þá vonumst við til að sjá ennþá
fleiri andlit en áður því að for-
varnargildi Hólmstokk er jú ótví-
rætt!
Meö kveðju,
Trausti Jónsson verkefnisstjóri
ITR i Hólmaseli
rauði borðinn 15