Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 23

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2011, Blaðsíða 23
leið aldrei eins og ég ætti hann, þennan fallega dreng, og það var mesta sjokkið fyrir mig. Ég veit ekki hvort það var af því að ég saknaði tilfinningarinnar sem ég fékk þegar ég fæddi sjálf barn eða hvort það var út af því að við vorum ekki eins ástfangnar og áður. Þetta er ein versta tilfinning sem ég hef upplifað. mér fannst ég vera svo hræðilega vond manneskja og bregðast á svo margan hátt. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að höndla þetta. Þegar jökull var fæddur hugsaði ég: núna get ég aldrei skilið við hana, af því að ég fann að lára myndi tengjast barninu og þá yrði ómögulegt að fara. og þá fannst mér að ég yrði að komast út, strax. Við ákváðum að skilja og það var hrikalegt. Þótt þetta væri erfitt fyrir mig var það auðvitað miklu erfiðara fyrir Eydísi en okkur hefur gengið vel og erum góðir vinir. lára heimsækir Eydísi og jökul, sem hún kallar bróður sinn, og Eydís hefur líka komið með hann hingað austur. Ást og heiðarleiki Ef þú hefðir spurt mig um reynslu mína af ástinni fyrir tíu árum hefði ég sagt að ég væri alltaf ástfangin. núna velti ég því hins vegar fyrir mér hvort ég hafi nokkurn tímann verið ástfangin, eða kannski frekar hvað ástin er. Eins og ég verð hrikalega ástfangin, með líkamlegum einkennum og öllu, skil ég ekki af hverju þetta endist ekki hjá mér. Ég og systir mín byrjuðum með fyrstu kærustunum okkar á sama balli á Vopnafirði. Ég var mjög ástfangin af þeim strák en hef átt í ófáum samböndum síðan. Systir mín er aftur á móti enn hamingjusam- lega gift sínum manni. Ef það sem ég átti var ást, hvað er þá það sem þau eiga? Ég er að reyna að losa sjálfa mig við sektarkenndina og segja mér að það hafi verið rétt ákvörðun að skilja í seinna skiptið. Ég hef gert marga vitleysuna um dagana og maður reynir alltaf að réttlæta það sem maður gerir, annars gæti maður ekki lifað. miðað við það sem ég sé í kringum mig, ótrúlegan fjölda af óhamingjusömu fólki í samböndum, þá finnst mér þetta hafa Ljóð úr bókinni komin til að vera, nóttin (2009) samhengi það er samhengi á milli þess að langanir mínar mótast og laga sig að þínum meðan þínar langanir móta mínar það er samhengi milli þess að ég finn fyrir þörf til að vernda þig meðan þú þarfnast mín alls ekki það er eitthvað sem hnýtir okkur saman þrátt fyrir gleymdar afsakanir og ótalmörg svikin loforð það er samhengi þarna á milli og við getum svo sem kallað það ást spurt ef ég skrifa nafnið þitt á þessa síðu aftur og aftur svona tíu sinnum með mismunandi skrift hvort er ég þá ótrúlega rómantísk eða tólf ára ljóð sú sem var uppspretta þessa ljóðs er farin og því fellur þetta líka um sjálft sig Lára og Jökull Eydís og Ingunn á Hinsegin dögum 2005 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.