Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 36
36 Í gleðigöngu Hinsegin daga staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast lesbíur, hommar, tvíkynhneigðir og transfólk í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum. gleðigangan er hápunktur og stolt hátíðar- innar. Hinsegin dagar skipuleggja hana og ráða alfarið hvaða atriði fá aðgang að henni. gangan er engu að síður sprottin úr grasrótinni og það eru einstaklingar og hópar sem móta og setja saman einstök atriði hennar. Í ár fær gangan nokkuð annan svip en áður. Í stað þess að ganga laugaveg, eins og við höfum gert frá upphafi, verður nú stillt upp á Vatnsmýrarvegi, gengið Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og lækjargötu og framhjá arnarhóli þar sem útitónleikarnir eru haldnir (sjá kort). Þessi nýja gönguleið er gagngert valin til að tryggja öryggi hátíðargesta í mannþrönginni. með nýrri gönguleið fá atriðin og vagn- arnir líka mikið og voldugt rými sem áður var óþekkt og því er mikilvægt að þátttak- endur vandi skreytingar á vögnum sínum. atriðum í gleðigöngunni fjölgar ár frá ári og mörg hver hafa verið einstaklega glæsi- leg. Hinsegin dagar leggja áherslu á það að hvert atriði miðli skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Skilaboðin geta verið með óteljandi móti og þar skiptir hugkvæmni þátttakenda miklu máli. Til þess að setja upp gott atriði þarf líka að hugsa málin með fyrirvara. Bestu atriðin kosta oftar en ekki litla pen- inga. gott ímyndunarafl og liðsstyrkur vina og vandamanna hrekkur langt. Það er óheimilt að auglýsa fyrirtæki eða þjónustu í göngunni án samráðs við Hinsegin daga. Einungis fyrirtæki sem auglýsa í dagskrárriti Hinsegin daga mega auglýsa í göngunni að höfðu nánu samráði við stjórn félagsins og göngustjórana, og gleði gangan viltu vera með atriði fjöldi auglýsinga í henni er takmarkaður. Leikstjórar til aðstoðar Hinsegin dagar bjóða nú í fyrsta sinn aðstoð leikstjóra sem gefa góð ráð til göngufólks um það hvernig atriðin megi njóta sín sem best. Ræðið hugmyndir ykkar við ráðgjafa okkar og þau benda á leiðir sem kosta lítið en setja ótrúlega flottan svip á atriðin ykkar. leikstjórarnir sem veita aðstoð og gefa góð ráð eru Tyrfingur Tyrfingsson, tyrfingur@gmail.com (691 5209), Ásdís Þórhallsdóttir, asdis.th@gmail. com (865 2545) og Sigríður jónsdóttir, sigridur_j@hotmail.com (898 6893). Þau hafa öll mikla reynslu af leikhúsi og uppá- komum af öllu tagi. Skráning og þátttaka Þátttakendur sem ætla að vera með form- leg atriði í gleðigöngunni verða að sækja um það til Hinsegin daga eigi síðar en 1. ágúst. nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út eyðublað sem finna má á vefsíðunni,www.gaypride.is, og senda það síðan í tölvupósti til göngustjóra á netfangið gongustjori@gmail.com. nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Helga (775 3562), Ásta (775 3561) og Setta (775 3563) en hægt er að senda þeim póst á gongustjori@gmail.com. Sími Evu öryggis- stjóra er 775 3564. Athugið að ekki er hægt að veita fólki með atriði aðgang að göngunni nema það hafi verið tilkynnt skilmerkilega til göngustjóra. Öllum er velkomið að taka þátt í göngunni en Hinsegin dagar leggja áherslu á að það fólk sem vill taka þátt í göngunni án þess að vera með sérstakt atriði fylgi henni frá upphafi. aðrir eru vinsamlega beðnir um að bíða með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.