Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 47

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2011, Page 47
 mér finnst gaman að ögra staðalmynd- um og klæða mig eins og ég má ekki klæða mig. Það er nefnilega gaman að sjá hvað mér er bannað að klæða mig kvenlega. Öll viðbrögð og augnaráð gefa til kynna að ég sé að gera eitthvað sem ekki má. mér er t.d. mjög oft sagt hvað ég sé fín, sama hvar ég er. Fólk er einhvern veginn hissa á því að ég sé ekki á náttsloppnum.“ Konur augljóslega fallegri „Ég var 14 ára þegar ég vissi að ég var samkynhneigð. Ég reyndi fyrst að vera trukkalessa en það var ekki alveg minn stíll. Þá trúðu margir því að ég gæti ekki vitað að ég væri samkynhneigð því ég átti að vera kynlaus. Ég á í hugum fólks ekki að vera kynvera, hvað þá samkynhneigð. Fólk sagði það samt aldrei beint við mig enda eru skilaboðin til fatlaðs fólks oft óbein. mér fannst ekkert mál að vera samkyn- hneigð en ég var samt hrædd við viðhorfin því kynhneigð mín var ekki viðurkennd. Hún er tvítug lesbía, nemi, femínisti, fyrirlesari og formaður NPA-mið- stöðvarinnar sem aðstoðar fatlað fólk við að lifa sjálfstæðu lífi. Hún hefur undanfarið vakið athygli fyrir pistla sína um fötlun og viðhorf til fatlaðs fólks. Færri vita að Embla Ágústsdóttir þekkir af eigin raun hvernig það er að tilheyra tveimur mismunandi hópum sem hafa oft og tíðum frekar neikvæð viðhorf í garð hvor annars. Við vildum skyggn- ast inn í reynsluheim ungrar fatlaðrar lesbíu á Íslandi í dag. Þá liggur beinast við að spyrja hvernig það fari saman að vera fötluð kona og gera um leið tilkall til þess að vera kynvera með því að lýsa yfir samkynhneigð sinni. Embla segir að samspil fötlunar og sam- kynhneigðar geti verið flókið í samfélagi sem geri ráð fyrir því að fatlað fólk sé kynlaust og þar af leiðandi ekki með neina kynhneigð: „Það er engin krafa gerð til fatlaðs fólks um að uppfylla ákveðin kyn- hlutverk en aðrar konur eiga aftur á móti að vera kvenlegar og aðrir karlar eiga að sýna karlmennsku. Það er frekar gerð krafa um kynleysi og það þykir bara óviðeigandi að fatlaðar konur sýni kvenleika. Það var því svolítið snúið að vera unglingur því að annars vegar var ég unglingsstelpa og átti þess vegna að vilja vera eins og allar mjóu fyrirmyndirnar. En um leið var ég fötluð og átti bara að vera í jogging-gallanum. Það var eins og ég þyrfti að velja því ég gat ekki verið bæði kona og fötluð. Þegar ég lít til baka þá vissi ég alltaf að ég væri samkynhneigð þótt ég hefði ekki skilgreint mig þannig. mér fannst bara augljóst að konur væru fallegri en karlar, einfaldlega vegna þess þær eru konur. og þegar stelpurnar töluðu um sætan karlmann þá hélt ég að þær meintu að hann væri sætur „miðað við að vera karl, greyið“. mér þótti það svo sjálfsagt að ég skilgreindi mig aldrei sem hinsegin eða öðruvísi.“ Tortryggni á báða bóga „Eftir að ég kom út úr skápnum tók ég eftir því hversu miklir fordómar ríkja milli ákveðinna minnihlutahópa. Bæði fatlað fólk og samkynhneigðir virðast hafa nokkra fordóma gagnvart samkynhneigðu fötluðu fólki. Þau virðast hafa þörf fyrir að halda uppi ákveðinni ímynd innan hópsins. innan hóps fatlaðs fólks er það álitið skemma ímyndina ef einhver er samkynhneigður og á móti þykir það skemma ímynd hóps hins- egin fólks að þar sé einhver fatlaður. mér finnst þetta mjög skrítið en þetta er eitthvað sem þekkist út um allan heim. og víða erlendis eru hópar samkynhneigðs fatlaðs fólks sem berjast fyrir því að vera viðurkenndir innan beggja hópa. En hér á Íslandi hefur ekki verið nein umræða um þessi viðhorf og þess vegna komu þau mér mjög á óvart. Ég hélt að það væri meira umburðarlyndi innan minnihlutahópa, að fólk sem tilheyrði minnihlutahópi hefði meiri skilning á hlutskipti annarra minni- hlutahópa. En svo er greinilega ekki. Það er reyndar ekki skrítið en það er heldur ekki í lagi,“ segir Embla og leggur áherslu á að það þyrfti að vinna í að minnka tortryggni 47 R æ t t v i ð Emblu Ágústsdóttur Ef við getum skapað viðhorf þá getum við líka breytt þeim Í R i s E l l E n b E R g E R Ljósm ynd: Bára

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.