Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2012, Page 4

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2012, Page 4
Rokkhljómsveitin BETTY vakti fyrst athygli meðal homma og lesbía um miðjan níunda áratuginn, en óvenju- legir textar þeirra og rokkuð sviðsfram- koma gerðu þær að cult-grúppu í New York meðal þeirra sem lifa og hrærast í því tónlistarlífi sem forðast meginstrauminn og leitar að alternatífu rokki. Stúlkurnar í BETTY eru jafnframt einlægar baráttukonur fyrir betra mannlífi og hljómsveitin hefur löngum látið til sín taka í mótmælum og kröfugöngum sem varða jafnrétti kynjanna og mannvirðingu minnihlutahópa. Svo kom að því að þær stöllur létu sér ekki lengur nægja tónleikapallinn heldur þokuðu sér inn í leikhúsið og urðu þá beinlínis alræmdar, en í söngleik þeirra, BETTY: Inside Out, voru þær sjálfar í aðalhlutverki: Amy var dívan með risaegóið, Elizabeth var róttæki uppreisnarseggurinn og Alyson var rólega ofurhetjan. Sýningin varð geysivinsæl og skaut þeim beint upp á stjörnuhimininn. Síðan hafa þær kallað fleiri til liðs við hljómsveitina og sett á svið off-Broadway sýninguna BETTY RULES sem þær ferðuðust með um Bandaríkin á sínum tíma. Í okkar heimshluta eru þær þó sennilega frægastar fyrir það að hafa komið fram í fjölmörgum þáttum The L-Word, en þær sömdu eins og kunnugt er þemalagið við þann fræga fram- haldsmyndaflokk. Við bjóðum stúlkurnar í BETTY velkomnar á Opnunarhátíð Hinsegin daga í Háskólabíói 9. ágúst og á útitónleik- ana við Arnarhól 11. ágúst. The New York based alt-rock group BETTY quickly developed a cult following for their unique lyrics and rocking performances. However, once they brought their act to the stage, in the hugely popular musical show BETTY: Inside Out, they became notorious. Since then, the always-activist members of BETTY have starred in their off-Broadway show BETTY RULES and guest-starred on a number of episodes of The L-Word, for which they also wrote the theme song. We welcome the girls to the Opening Ceremony in Háskólabíó Cinema Thursday, 9 August, and to the Outdoor Concert at Arnarhóll, Saturday, 11 August. 44 the notorious betty

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.