Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2012, Page 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2012, Page 20
20 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur – heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Hlutverkaleikurinn var henni óbærilegur og að lokum varð henni ljóst að valkostirnir væru aðeins tveir – að svipta sig lífi eða rjúfa þögnina. Í þessari nýju heimildarmynd er fylgst með Hrafnhildi leiðrétta kyn sitt. Rætt er við nánustu aðstandendur hennar svo og geð- og lýtalækna. Rýnt er í kynleiðréttingarferlið, fordóma sam- félagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta þjóðfélagslega stöðu hennar eftir aðgerð. Veitir aðgerðin Hrafnhildi sálarró eða taka ný vandamál við? Heimildarmyndin Hrafnhildur verður frum- sýnd í Bíó Paradís á fyrsta degi Hinsegin daga í Reykjavík, þriðjudaginn 7. ágúst kl. 19:30. Leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem hefur meðal annars starfað í Kastljósi Ríkisútvarpsins um fjölda ára. Áhrifamikil og opinská kvikmynd um líf og reynslu transfólks á Íslandi og hvað felst í því að leiðrétta kyn sitt. A new Icelandic documentary about Hrafnhildur, who after 26 years of silence announced to her family and friends that she was not a man, but a woman. Finding her former existence unbearable, she came to realize that she was left with only two choices: to take her own life, or break the silence. A powerful film about the lives and experiences of transgender individuals in Iceland. Director: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Premiere in Bio Paradis Cinema, Tuesday 7 August, 7.30 p.m. FRUMSÝNING Í BÍÓ PARADÍS, ÞRIÐJUDAGINN 7. ÁGÚST KL. 19:30 NÝ HEIMILDARMYND EFTIR RAGNHILDI STEINUNNI JÓNSDÓTTUR HRAFNHILDUR

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.