Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2012, Qupperneq 22
Þeim sjónarmiðum var haldið á lofti vestan hafs undir lok síðustu aldar að óhugsandi væri að skapa samfélag hinsegin fólks í bæjum og borgum sem teldu færri en þrjú hundruð þúsund íbúa. Á Norðurlöndum tókst okkur þó að sýna fram á annað. Engu að síður finna margir til einmana- leika úti á landi og þrá það eitt að komast í fjöldann. Hér veltir Svandís Anna Sigurðardóttir fyrir sér þessari ögrandi spurningu. Eigum við okkur líf á landsbyggðinni? Í haust flutti ég á ásamt konu minni til Ísafjarðar. Okkur langaði að prófa að búa „úti á landi“ og voru Vestfirðir efst á listanum, nánar tiltekið Ísafjörður. Hér er náttúran stórbrotin, fjöllin mikil og firðirnir fagrir. Bærinn er lítill og notalegur og því gríðarlega þægilegur fyrir bíllaust fólk eins og okkur. Hér getum við farið allra okkar ferða gangandi eða á hjóli og í svona litlu bæjarfélagi erum við stöðugt að heilsa fólki sem við þekkjum úti á götu. Fyrst um sinn var þetta mikil breyting, að skipta um gír og njóta rólegheitanna, ekki síst yfir háveturinn í myrkrinu og ófærðinni. Önnur breyting fylgdi búferlaflutningum okkar og á þeim áttum við svo sem von – við vorum „lessurnar í bænum“. Hér fyrir vestan er ekki margt um hinsegin fólk, allavega ekki opinberlega. Þegar fólk kemur út úr skápnum flytur það flest suður í höfuð- borgina og fæstir virðast skila sér aftur „heim“. Samkynhneigt fólk sem á ættir að rekja til Vestfjarða er hins vegar ansi myndarlegur hópur; Vestfirðingar eiga hrós skilið fyrir að búa til svo mörg hinsegin börn! Hinsegin krydd Þegar við fluttum vestur tókum við strax eftir því að margir vissu hverjar við vorum áður en þeir kynntust okkur og vissu þá jafnframt að við værum par. Ramminn sem okkur var ætlaður, lesbíu„stimpillinn“, hefur hingað til ekki verið neikvæður og margir hafa áhuga á að spjalla og spyrja spurninga. Í starfi mínu sem grunnskólakennari hef ég oft rætt um kynhneigð og frá fyrsta degi í starfi hef ég að sjálfsögðu aldrei leynt eigin kyn- hneigð og sambandinu við konu mína. Ég er afskaplega ánægð með að hafa fengið tækifæri til að krydda kennarahópinn smá hinsegin kryddi og að nemendurnir skuli einnig hafa fengið að kynnast alvöru lesbíu! Allar umræður á vinnustað hafa verið nokkuð jákvæðar. Þrátt fyrir þetta er hinsegin líf hér á Vestfjörðum nokkuð einmanalegt og yngra hinsegin fólk skortir fyrirmyndir sem það getur hugsanlega leitað til, fengið stuðning hjá eða einfaldlega LANDSBYGGÐINNI S V A N D Í S A N N A S I G U R Ð A R D Ó T T I R LÍFIÐ Á Lj ós m yn di r A ní ta B jö rk J óh an ns dó tti r. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.