Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Side 46
þjóða. Án stuðnings Norðurlanda og þeirra
fyrirmynda sem þar var að hafa hefði
samkynhneigt fólk á Íslandi seint náð að
brjótast út úr skápnum fyrir þrjátíu árum.
Alþjóðasamfélagið er öllum samfélögum öfl-
ugra ef það tekur af skarið og þorir að taka
afstöðu. Það var mikill og góður viðburður
þegar starfsmenn Bandaríska sendiráðsins
í Reykjavík undir forystu Luis E. Arreaga,
sendiherra, tóku þátt í gleðigöngu Hinsegin
daga 2011. Einlægur stuðningur þeirra er
okkur ómetanlegur og öðrum mikilvægt
fordæmi, enda í anda þeirra stuðnings-
yfirlýsinga sem Obama forseti hefur sent
hinsegin þegnum sínum og raunar öllum
heiminum. Þetta varð forystu Hinsegin daga
síðan hvatning í þá veru að rita öðrum
sendiráðum í Reykjavík bréf upp úr síðustu
áramótum og bjóða þeim að styðja málstað
hinsegin fólks með þátttöku í gleðigöng-
unni 2012.
Hér bera íslensk stjórnvöld líka sína
ábyrgð. Því skorum við á íslenska utan-
ríkisþjónustu að láta sig mannréttindi
hinsegin fólks varða í þeim ríkjum þar sem
sendiráð starfa og sýna hug Íslendinga með
beinni þátttöku í göngum hinsegin fólks hvar
sem þörf er á stuðningi. Liðsstyrkur ykkar
skiptir miklu máli.
Málstaður mannréttinda þekkir engin
landamæri. „Enginn maður er eyland, ein-
hlítur sjálfum sér.“ Við erum öll hluti verald-
ar, brot af stórum heimi og okkur varðar um
hann allan.
Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík
Það er enginn skortur á vondum tíðindum. Í
byrjun sumars reyndi Janukovitsj Úkra-
ínuforseti að þagga niður í samkynhneigðu
fólki í landi sínu með því að þröngva löggjöf
yfir þjóðina sem gerir það glæpsamlegt að
tjá samkynhneigð á almannafæri. Þannig
höfðar hann til þeirra þjóðfélagshópa sem
tengjast grimmasta ofbeldi og býður þeim að
sveifla bareflunum. Göngur hinsegin fólks í
Rússlandi og víðar í Austur-Evrópu eiga sem
fyrr í vök að verjast. Lögregla neitar að verja
göngufólk, segist ekki geta ábyrgst líf þess
og limi, en vilji yfirvalda til að koma okkar
fólki til varnar eru orðin tóm. Á þrjátíu árum
hafa yfirvöld tekið um 4000 samkynhneigða
karla af lífi í Íran og viða í Mið-Afríku er
ástandið skelfilegt. Úr vestri berast okkur
þær fréttir að þrjátíu manneskjur hafi verið
myrtar í Bandaríkjunum á síðasta ári fyrir
það eitt að vera samkynhneigðar, og hafa
ekki verið fleiri síðustu fjórtán ár. Það er þó
aðeins lítið brot þess fjölda sem myrtur er í
Brasilíu ár hvert vegna kynhneigðar sinnar
eða kynvitundar.
Gleymum ekki góðu fréttunum. Í Varsjá
hefur orðið gjörbreyting á viðhorfum manna
og í sumar gengu 5000 manns þar í hin-
segin gleðigöngu, án átaka, svo að ekkert
reyndi á annars öflugt lögreglulið á götum
úti. Þær framfarir má meðal annars þakka
Evrópusamtökum hinsegin hátíða, EPOA,
sem studdu Pólverja til að halda svokallaða
EuroPride hátíð þar í borg sumarið 2010. Í
Nuuk fór hinsegin fólk í sína þriðju gleði-
göngu í vor. Sýnileiki þess vex þar í landi
og hatursglæpum fækkar með hverju ári að
sögn Grænlendinga sem vinna að málefnum
minnihlutahópa. Þar þekkja yfirvöld sinn
vitjunartíma og hafa staðið með hinsegin
þegnum sínum af heilum hug. Í Tórshavn
halda LGBT Føroyar útihátíð og menningar-
veislu dagana fyrir Ólafsvðku. Auðvitað þykir
rammkristnum löndum þeirra sem nú sé
mönnum fátt heilagt þar í landi – að setja
blett á sjálfa þjóðhátíð Færeyinga með hin-
segin hátíðarhöldum. En systur okkar og
bræður þar í landi eru vígreif sem aldrei fyrr,
þau hafa á skömmum tíma myndað hreyf-
ingu sem nýtur aðdáunar og virðingar. Enn
eiga Færeyingar þó eftir að taka stóran slag
um hjúskaparrétt fólks af sama kyni.
Mannréttindabarátta er aldrei einkamál
SAMSTAÐA
46