Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 46

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 46
þjóða. Án stuðnings Norðurlanda og þeirra fyrirmynda sem þar var að hafa hefði samkynhneigt fólk á Íslandi seint náð að brjótast út úr skápnum fyrir þrjátíu árum. Alþjóðasamfélagið er öllum samfélögum öfl- ugra ef það tekur af skarið og þorir að taka afstöðu. Það var mikill og góður viðburður þegar starfsmenn Bandaríska sendiráðsins í Reykjavík undir forystu Luis E. Arreaga, sendiherra, tóku þátt í gleðigöngu Hinsegin daga 2011. Einlægur stuðningur þeirra er okkur ómetanlegur og öðrum mikilvægt fordæmi, enda í anda þeirra stuðnings- yfirlýsinga sem Obama forseti hefur sent hinsegin þegnum sínum og raunar öllum heiminum. Þetta varð forystu Hinsegin daga síðan hvatning í þá veru að rita öðrum sendiráðum í Reykjavík bréf upp úr síðustu áramótum og bjóða þeim að styðja málstað hinsegin fólks með þátttöku í gleðigöng- unni 2012. Hér bera íslensk stjórnvöld líka sína ábyrgð. Því skorum við á íslenska utan- ríkisþjónustu að láta sig mannréttindi hinsegin fólks varða í þeim ríkjum þar sem sendiráð starfa og sýna hug Íslendinga með beinni þátttöku í göngum hinsegin fólks hvar sem þörf er á stuðningi. Liðsstyrkur ykkar skiptir miklu máli. Málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. „Enginn maður er eyland, ein- hlítur sjálfum sér.“ Við erum öll hluti verald- ar, brot af stórum heimi og okkur varðar um hann allan. Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík Það er enginn skortur á vondum tíðindum. Í byrjun sumars reyndi Janukovitsj Úkra- ínuforseti að þagga niður í samkynhneigðu fólki í landi sínu með því að þröngva löggjöf yfir þjóðina sem gerir það glæpsamlegt að tjá samkynhneigð á almannafæri. Þannig höfðar hann til þeirra þjóðfélagshópa sem tengjast grimmasta ofbeldi og býður þeim að sveifla bareflunum. Göngur hinsegin fólks í Rússlandi og víðar í Austur-Evrópu eiga sem fyrr í vök að verjast. Lögregla neitar að verja göngufólk, segist ekki geta ábyrgst líf þess og limi, en vilji yfirvalda til að koma okkar fólki til varnar eru orðin tóm. Á þrjátíu árum hafa yfirvöld tekið um 4000 samkynhneigða karla af lífi í Íran og viða í Mið-Afríku er ástandið skelfilegt. Úr vestri berast okkur þær fréttir að þrjátíu manneskjur hafi verið myrtar í Bandaríkjunum á síðasta ári fyrir það eitt að vera samkynhneigðar, og hafa ekki verið fleiri síðustu fjórtán ár. Það er þó aðeins lítið brot þess fjölda sem myrtur er í Brasilíu ár hvert vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Gleymum ekki góðu fréttunum. Í Varsjá hefur orðið gjörbreyting á viðhorfum manna og í sumar gengu 5000 manns þar í hin- segin gleðigöngu, án átaka, svo að ekkert reyndi á annars öflugt lögreglulið á götum úti. Þær framfarir má meðal annars þakka Evrópusamtökum hinsegin hátíða, EPOA, sem studdu Pólverja til að halda svokallaða EuroPride hátíð þar í borg sumarið 2010. Í Nuuk fór hinsegin fólk í sína þriðju gleði- göngu í vor. Sýnileiki þess vex þar í landi og hatursglæpum fækkar með hverju ári að sögn Grænlendinga sem vinna að málefnum minnihlutahópa. Þar þekkja yfirvöld sinn vitjunartíma og hafa staðið með hinsegin þegnum sínum af heilum hug. Í Tórshavn halda LGBT Føroyar útihátíð og menningar- veislu dagana fyrir Ólafsvðku. Auðvitað þykir rammkristnum löndum þeirra sem nú sé mönnum fátt heilagt þar í landi – að setja blett á sjálfa þjóðhátíð Færeyinga með hin- segin hátíðarhöldum. En systur okkar og bræður þar í landi eru vígreif sem aldrei fyrr, þau hafa á skömmum tíma myndað hreyf- ingu sem nýtur aðdáunar og virðingar. Enn eiga Færeyingar þó eftir að taka stóran slag um hjúskaparrétt fólks af sama kyni. Mannréttindabarátta er aldrei einkamál SAMSTAÐA 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.