Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Side 48
Hátíð Hinsegin daga í Reykjavík snýst ekki bara um gleðigöngu og
útitónleika á Arnarhóli þótt óneitanlega séu þessir viðburðir há-
punktur hátíðarhaldanna. Eins og margir hafa tekið eftir lengist dag-
skráin ár frá ári og dagskrárliðum fjölgar. Veisla þessa árs stendur
nú hvorki meira né minna en í sex daga. Alla þá viku leggjum við
okkur fram um að mála Reykjavík í litum regnbogans og minna
borgarbúa á hátíðina.
Í fyrsta sinn í sögunni bjóða Hinsegin dagar upp á óvenjulega
nýjung – örfyrirlestra. Úrvalslið kunnáttufólks um menningu og
sögu hinsegin fólks, siði þess og kæki, stendur upp á Jómfrúnni við
Lækjargötu og í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og heldur
örstuttan fyrirlestur um aðskiljanleg málefni sem kunna að vekja
forvitni gesta á þessum stöðum, rétt á meðan þeir staldra við. Fyrir-
lestrarnir eru daglega kl. 12:15 og 12:45, þeir hefjast í hádeginu,
þriðjudaginn 7. ágúst og lýkur í hádeginu föstudaginn 10. ágúst.
Á J Ó M F R Ú N N I O G Í B Ó K A B Ú Ð M Á L S O G M E N N I N G A R
ÖR FYRIRLESTRAR
Bookstore
souvenirs T-shirts and gifts.
magnets, jewelry, Icelandic handcraft, music, calendars, mugs & more.
Open every day from 9.00 to 22.00
gay owned and operated
WE KNOW
THE FEELING
Ekki er það ætlun þeirra sem tala að íþyngja fólki með tormeltum
fróðleik mitt í sumarblíðunni. Þess vegna talar hver fyrirlesari
aðeins í sjö mínútur. Njótið heil!
U N I Q U E M I C R O - L E C T U R E S
For the first time ever, Reykjavik Gay Pride presents an un-
usual, unique new program – micro-lectures. Hosted by
experts of culture, these connoisseurs of queer history and
culture will present short lectures in Icelandic on a variety of
topics, each lasting no more than seven minutes. The lectures
can be enjoyed daily at 12.15 and 12.45 and they begin on
the noon of Tuesday 7 August until noon of Friday 10 August.
Locations: Jómfrúin Restaurant, Lækjargata 4, and the Mál og
menning Bookstore on Laugavegur 18.
48