Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 59

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 59
59 kveðinn var um hann og hlutverk hans í London 1908, en hann var fánaberi hópsins sem sýndi þar íslenska glímu: Gvendur undan gutta her gekk og bar sinn klafa, af því hann á eftir sér enginn vildi hafa. Á þeim árum var samkynhneigð nær hvergi höfð á orði nema í klámvísum og kjaftasög- um og varla væri nokkurri vitneskju til að dreifa um hneigðir Guðmundar ef ekki hefði dregið til tíðinda í janúar 1924. Þá barst lögreglu kæra frá Steindóri nokkrum Sigurðssyni þar sem hann sakar Guðmund Sigurjónsson um illa meðferð á því fólki sem hann annaðist á Litla-Kleppi. En kærandinn hafði fleira saknæmt fram að færa: „Það orðspor hefur legið á Guðmundi og verið að umtali hér í bænum að hann hefði sterka tilhneigingu til að hafa samræði við sitt eigið kyn (homosexualisme). Sjálfur hefi ég í umgengni minni við Guðmund að mestu sloppið við þetta utan einu sinni á Akureyri í sept. sl. þegar ég er staddur á herbergi hans, reyndi hann þá að sýna mér ástaratlot og gerði ítrekaðar tilraunir til þess að fá mig til að sýna sér blíðuatlot og að fá mig til að hneppa frá mér buxnahnöppunum o.s.frv. en þess utan hefi ég af umgengni við Guðmund og kunningja hans komist að því að Guðmundur er ofurseldur þessum mjög svo sorglega lesti.“ Tíu dögum síðar barst annað bréf frá Steindóri þar sem hann dró kæruna til baka og sagði hana til komna fyrir tilstilli nokk- urra andstæðinga Guðmundar sem stund- uðu leynivínsölu. Hefðu þeir viljað hefna sín á honum fyrir að hafa lagt lögreglunni lið við að ljóstra upp um iðju þeirra. Í bréfinu segir Steindór þá hafa heitið sér fé þegar Guðmundur væri kominn í fangelsi. Úr landi með hann! Marklaus kæra eða hvað? Hér mætti ætla að málið hefði verið látið niður falla, en lögregla var þá tekin að yfirheyra menn og eftir að hafa borið sig upp við dómsmálaráðuneytið var Jóhannesi Jóhannessyni bæjarfógeta fyrirskipað að taka málið til meðferðar. Hann var tregur til og sá fyrir sér að virðingu margra væri stofnað í hættu. Í bréfi til dómsmálaráðu- neytisins bendir Jóhannes á að kærður sé „mjög hátt settur í Goodtemplarreglunni og myndi þá falla mikill blettur á hana ef bönd- in bærust að kærðum í opinberri rannsókn þótt ekki yrði hann talinn sannur að sök. Með tilliti til þess, hvernig kæran er til komin og sérstaklega þess, að nauðsynlegt væri að geta losnað við mann með ágalla þeim, sem kærðum er gefinn að sök, þættu mér merkilegust úrslit þessa máls vera þau, að kærður færi af landi burt og málið væri svo látið niður falla og þykir mér mjög sennilegt að Goodtemplarreglan mundi vilja vinna að því, að þau mállok yrðu.“ Hér er komið eitt elsta dæmi sögunn- ar um hugsun sem síðan lifði lungann úr öldinni: Ekki aðeins var kynvillan versti smánarblettur sem hægt var að hugsa sér. Hún var umfram allt útlendur ágalli og varla annað ráð við henni ef upp kæmi á Íslandi en að senda menn af landi brott – þangað sem hún var upp runnin. Yfirheyrslur og gæsluvarðhald Nítján einstaklingar voru kallaðir til yfirheyrslu lögreglunnar, allt karlar nema Valgerður ráðskona á Litla-Kleppi. Vitnaleiðslur hófust í lögreglurétti Reykjavíkur 28. febrúar 1924 og þeim lauk 12. mars. Magnús Magnússon, fulltrúi bæjarfógeta, stýrði þeim og kallaði fjórtán manns fyrir réttinn. Brátt varð ljóst að lítið hald var í ásökunum um illa meðferð Guðmundar á sjúklingunum á Litla-Kleppi. Eðli málsins samkvæmt var hins vegar erfiðara að sanna eða afsanna áburðinn um kynmök hans við karla en sjálfur neitaði sakborningur staðfastlega öllu því sem á hann var borið. Ekki verður sagt að mál Guðmundar hafi verið tekið neinum vettlingatökum. Strax eftir fyrstu yfirheyrslur yfir vitnum og sakborningi var Guðmundur úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrunarvist. Viku síðar gafst hann upp og játaði þá að hafa átt mök við suma þá karlmenn sem leiddir höfðu verið fyrir réttinn og raunar ýmsa fleiri síðustu 15–18 ár. Í dómsorðunum segir: „Ákærður segist aldrei hafa gert mjög mikið að þessu en alltaf nokkurn veginn jafnt. Hann segir að fýsn sín til þessa sé eigi mjög sterk og hann geti vel látið á móti henni, en segist hafa álitið að þetta væri hvorki syndsamlegt né refsivert. Hann segist hafa fullkomna samræðishneigð til kvenmanna og hafa gert talsvert að því að hafa holdlegar samfarir við þá. Ákærður hefur neitað því að hafa nokkru sinni haft holdlegar samfarir við unglinga innan 16 ára aldurs og ekkert hefur komið fram í prófum málsins sem veikti þá neitun hans.“ Þá þótti sannað af vitnisburðum og játningu að ákærði og þrjú vitni hefðu átt kynmök saman, einkum með því að fróa sér, tvisvar til þrisvar sinnum með hverjum Í árdaga túrisma. Íslendingar sýna þýskum ferðamönnum glímu á Austurvelli sumarið 1925. Ljósm. Magnús Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.