Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Side 60

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Side 60
60 þeirra. Hefði „samræði þetta átt sér stað án nokkurrar nauðgunar af hendi ákærðs og að því er virðist af nokkurn veginn fúsum vilja hjá vitnunum.“ Margt kemur nútímalesanda kynlega fyrir sjónir í dómsskjölunum. Smámunasamar lýsingar í yfirheyrslunum á tilburðum til kynlífs lýsa ekki beinlínis sakleysi vitnanna og ekki er laust við að sumum þeirra virðist nokkur nautn að frásögnum sínum. Nema ritari réttarins hafi fært óvenju vel í stílinn þessa vetrardaga! Þá er það sérkennilegt við málið að þótt sumir þessara manna játi að hafa gengið til leiks með Guðmundi án nauðungar er hvergi að sjá að þeir teljist sjálfir hafa til saka unnið. Samkvæmt lögum voru þó báðir aðilar sekir ef sekt sannaðist. Að baki þessu lá trúlega sá skilningur að ef einangra ætti meinið og útbreiðslu þess bæri að líta á þann eldri sem meinvaldinn. Enda má í dómsskjölunum sjá tilhneigingu til að yngja upp vitnin eins og til að undir- strika varnarleysi æskunnar í málinu. Til dæmis er 23 ára karlmaður þar titlaður „unglingur, Vesturgötu 14B“. Hvað sem þessu líður var öllum réttarreglum fylgt af samviskusemi og Guðmundi boðinn tals- maður, ígildi verjanda á þeim tíma, en hann afþakkaði. Úrelt hegningarlög Guðmundur Sigurjónsson var dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir samræði gegn náttúrulegu eðli en sýknaður af áburði um illa meðferð sjúklinga. Hann hóf ekki að afplána dóm sinn fyrr en níu mánuðum eftir að hann féll, í janúar 1925, en var náðaður eftir þriggja mánaða vist í fangelsinu á Skólavörðustíg. Þá var löngu orðið hljótt um mál hans opinberlega. Aðeins einn maður kom honum til varnar eftir að dómur féll, Guðmundur Thoroddsen læknir. Hann ritaði dómsmálaráðherra bréf og kvað sér ofboðið við að frétta að slíkir dómar væru dæmdir hér á landi. Fór hann hörðum orðum um yfir- vald á villigötum í skjóli úreltra hegningar- laga og lagði til að nafni hans yrði náðaður. Það er athyglisvert að hér tekur læknir til máls, fulltrúi þeirrar stéttar sem um þetta leyti var að breyta samkynhneigð úr glæp í sjúkdóm og rækta þar nýja hjörð sjúklinga næstu áratugi. En Guðmundur Thoroddsen fer hér allt aðrar leiðir, hann tekur til máls sem róttækur talsmaður mannréttinda og forðast í bréfi sínu að sjúkdómsvæða hneigðir hins dæmda. Í hans augum er hér um að ræða einkamál þeirra sem í hlut eiga: „Ég hef, sem kennari í réttarlæknis- fræði við Háskólann, athugað hvernig réttarmeðvitund manna um kynvillu hefur breyst á seinni árum í útlöndum, þar sem kynvilla er miklu útbreiddari en hér hjá oss og þori nú að fullyrða, að í öllum nágranna- löndum okkar er hætt að hegna fyrir kyn- villu ef unglingar eru ekki tældir eða menn teknir með valdi (nauðgað) eða vakið er opinbert hneyksli. Og það er jafnvel hætt að hegna fyrir kynvillu í löndum sem hafa enn jafn úrelt hegningarlög og vér, og því síður mundi vera hegnt fyrir athæfi sem aðeins mætti kalla gagnkvæma masturbatio milli fullorðinna karlmanna.“ Flugvöllur og friðarhöll Fátt segir af Guðmundi Sigurjónssyni fyrstu árin eftir þessa atburði, en vitað er að eftir dóminn hraktist hann úr Ungmennafélagi Reykjavíkur þar sem hann var áhrifamaður. Um 1930 var hann aftur tekinn að starfa í íþróttahreyfingunni og árið 1942 hóf hann að kenna glímu hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur. Þá hafði hann tekið sér ættar- nafnið Hofdal. Sagt er að í ÍR hafi hann átt manna mestan þátt í því að vekja glímuna af dvala og kalla til liðs ýmsa Mývetninga af nýrri kynslóð sem brátt komust í hóp fremstu glímumanna okkar. Það er til marks um traust manna að árið 1948 fylgdi Guðmundur liði Íslendinga á Ólympíuleikana í London sem nuddari íþróttafólksins. Hans síðasta verk í ellinni var að semja kennslubók í glímu og taka þátt í því að endurskoða íslenskar glímureglur. Guðmundur þótti glaðvær og greiðvikinn félagi, „grínisti góður“ en nokkuð stríðinn. Aldrei varð hann auðugur en taldi sig þó ekkert skorta og ekki bar hann á sér seðlaveski. Síðari áratugi ævinnar bjó hann Fálkarnir sigursælu í Winnipeg. Þjálfari þeirra, Guðmundur Sigurjónsson, er lengst til vinstri.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.