Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Síða 64

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2012, Síða 64
64 Við uxum úr grasi í dálítið imbalegu sveita- samfélagi. Ég var kominn yfir tvítugt þegar ég heyrði fyrst talað um samkynhneigð, orð sem þá var reyndar ekki til. Orðið „hómósexúalisma“ sá ég fyrst á bók eftir Laxness og „homminn“ og „lesbían“ rötuðu ekki inn í daglegt mál fyrr en eftir 1980. Í eyrum okkar hljómuðu þau exótísk, eins og „mango“ og „avocado“ gerðu síðar, en nú virðist allt í einu kominn á þau neikvæður blær. Í dag þykir flestum þægilegra að nota enska orðið „gay“. Okkur skortir bjart og jákvætt orð yfir samkynhneigð. Haustið 1984 hélt ég málverkasýningu í Nýlistasafninu (bjartir litir, landslag og Lækjartorg!) og mátti sitja yfir henni sjálfur. Á hverjum degi kom fíngerður og lágvaxinn Kanadamaður og sat með mér, hafði með sér forláta kasettu. Í heilar tvær vikur sátum við og hlustuðum á Chet Baker. Heyri ég „Funny Valentine“ í dag birtist mér ætíð portið við Vatnsstíginn í septem- berstillunum ’84. En svo var ég saklaus að ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hvers vegna Hr. Kanada var svona hrifinn af sýningunni. Þá var ég kominn til New York, úr sveitaþorpinu heima í annan heim. Listheimurinn á Manhattan var einn stór hommi. Stórstjörnurnar allar gei eða bæ: Warhol, Haring, Mapplethorpe og Basquiat. (Aðeins Julian Schnabel sá um að halda uppi macho-merkinu með klunnalegum málverkum í yfirstærð). Nánast allir gallerí- istarnir voru ofurgellur á la Mary Boone eða glæsihommar á la Massimo Audiello. Skyndilega var gagnkynhneigður karl- maður kominn í minnihluta. Svona eins og þegar manni var vísað frá dyrum hip-hop- klúbbanna vegna hörundslitar. Maður hafði gott af því. Í listheiminum á Manhattan var hinsegin að vera „straight“. En með þá reynslu í farteskinu var maður hinsvegar hálfgerður hómó heima. Í þá daga var New York svo framandi heimur Íslendingum að það var nánast engin leið að útskýra hann fyrir fólki í Reykjavík. Maður stakk því öllum áhrifunum (hipp- hoppinu, simúlakruminu, Koons, Baudrillard, McCollum, McInerny, Michael Jackson og La Di Da Di) inn í skáp og gerðist andleg skápadrottning. Á árunum fyrir Björk var listamaðurinn ennþá talsverður hommi hér á landi. Maður gat ekki flíkað listhneigð sinni á almannafæri. Karlinn sat enn á veldisstól sínum og langt frá því farinn að væla yfir valdaskipt- um, enda virtust þau vart í augsýn (Sóley Tómasdóttir var enn bara 13 ára). Honum nægði að totta vindilinn og þusa út í loftið um sementspoka og sjávarútveg og hvurs- lags aumingjadekur það væri að hleypa efnisfólki í „föndurskóla“. Þó var kominn á hann ögn forneskjulegur blær. Vindlar voru að verða óvinsælir í heimahúsum og ameríska drossían fékkst ekki endurnýjuð lengur, nú voru allir á japönskum. Og nú voru allir í útlöndum. Smám saman flæddu áhrifin inn í landið, allt þetta sem maður hafði sogið í sig á Manhattan. Fyrst kom pizzan, síðan bjórinn og loks homminn. Hafi Hörður Torfa verið Jóhannes skírari var Kristur sjálfur nú mættur á svæðið til að frelsa sitt fólk: Páll Óskar breytti miklu. Tveimur áratugum síðar er staðan þannig að nú er Karlinn sjálfur orðinn hin- segin. Á meðan almenningur flæðir frjáls niður Laugaveginn í formi stoltra homma- foreldra eða nýbakaðs lesbísks föður er gamla „normið“ í tómu tjóni. Eða hvað er meira hinsegin í dag: Ólétta listræna lesbían eða ofur-macho útrásarvíkingur á fleginni skyrtu? Hvað er meira „óeðlilegt“ en klæða sig í fótboltabúning til að horfa á sjónvarp? Hvað er meira „pervert“ en mæla skilrúm í kjörklefum með millimetramáli? Hvað er meira „drag“ en að stilla sér upp á tröppum Landsdóms og öskra úr sér reiðina? Hvað meira „gay“ en að flytja álfa í körfu til Vestmannaeyja? Við þurfum ekki lengur að hræðast Karlinn. Því nú þarf hann bráðum að hefja réttindabaráttu sína: Að tíu árum liðnum mun hann marsera um miðborgina þúsundum saman á Male Pride, með rjúpnariffla og veiðistangir um öxl: Við megum líka vera til! Hinsegin dagar hófust sem baráttuhátíð en eru nú orðnir að staðfestingarhátíð. Og þótt aldrei megi sofna á verðinum er kannski í lagi að staldra við og fagna stöðunni. Hin fjölbreytta flóra mannlífsins hefur orðið ofan á. Hinsegin dagar urðu hinsegin ár … Gleðilega hátíð! Hinsegin dagar, hinsegin ár… Hallgrímur Helgason Lj ós m . J óh an n Pá ll Va ld im ar ss on

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.