Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 64

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2012, Blaðsíða 64
64 Við uxum úr grasi í dálítið imbalegu sveita- samfélagi. Ég var kominn yfir tvítugt þegar ég heyrði fyrst talað um samkynhneigð, orð sem þá var reyndar ekki til. Orðið „hómósexúalisma“ sá ég fyrst á bók eftir Laxness og „homminn“ og „lesbían“ rötuðu ekki inn í daglegt mál fyrr en eftir 1980. Í eyrum okkar hljómuðu þau exótísk, eins og „mango“ og „avocado“ gerðu síðar, en nú virðist allt í einu kominn á þau neikvæður blær. Í dag þykir flestum þægilegra að nota enska orðið „gay“. Okkur skortir bjart og jákvætt orð yfir samkynhneigð. Haustið 1984 hélt ég málverkasýningu í Nýlistasafninu (bjartir litir, landslag og Lækjartorg!) og mátti sitja yfir henni sjálfur. Á hverjum degi kom fíngerður og lágvaxinn Kanadamaður og sat með mér, hafði með sér forláta kasettu. Í heilar tvær vikur sátum við og hlustuðum á Chet Baker. Heyri ég „Funny Valentine“ í dag birtist mér ætíð portið við Vatnsstíginn í septem- berstillunum ’84. En svo var ég saklaus að ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar hvers vegna Hr. Kanada var svona hrifinn af sýningunni. Þá var ég kominn til New York, úr sveitaþorpinu heima í annan heim. Listheimurinn á Manhattan var einn stór hommi. Stórstjörnurnar allar gei eða bæ: Warhol, Haring, Mapplethorpe og Basquiat. (Aðeins Julian Schnabel sá um að halda uppi macho-merkinu með klunnalegum málverkum í yfirstærð). Nánast allir gallerí- istarnir voru ofurgellur á la Mary Boone eða glæsihommar á la Massimo Audiello. Skyndilega var gagnkynhneigður karl- maður kominn í minnihluta. Svona eins og þegar manni var vísað frá dyrum hip-hop- klúbbanna vegna hörundslitar. Maður hafði gott af því. Í listheiminum á Manhattan var hinsegin að vera „straight“. En með þá reynslu í farteskinu var maður hinsvegar hálfgerður hómó heima. Í þá daga var New York svo framandi heimur Íslendingum að það var nánast engin leið að útskýra hann fyrir fólki í Reykjavík. Maður stakk því öllum áhrifunum (hipp- hoppinu, simúlakruminu, Koons, Baudrillard, McCollum, McInerny, Michael Jackson og La Di Da Di) inn í skáp og gerðist andleg skápadrottning. Á árunum fyrir Björk var listamaðurinn ennþá talsverður hommi hér á landi. Maður gat ekki flíkað listhneigð sinni á almannafæri. Karlinn sat enn á veldisstól sínum og langt frá því farinn að væla yfir valdaskipt- um, enda virtust þau vart í augsýn (Sóley Tómasdóttir var enn bara 13 ára). Honum nægði að totta vindilinn og þusa út í loftið um sementspoka og sjávarútveg og hvurs- lags aumingjadekur það væri að hleypa efnisfólki í „föndurskóla“. Þó var kominn á hann ögn forneskjulegur blær. Vindlar voru að verða óvinsælir í heimahúsum og ameríska drossían fékkst ekki endurnýjuð lengur, nú voru allir á japönskum. Og nú voru allir í útlöndum. Smám saman flæddu áhrifin inn í landið, allt þetta sem maður hafði sogið í sig á Manhattan. Fyrst kom pizzan, síðan bjórinn og loks homminn. Hafi Hörður Torfa verið Jóhannes skírari var Kristur sjálfur nú mættur á svæðið til að frelsa sitt fólk: Páll Óskar breytti miklu. Tveimur áratugum síðar er staðan þannig að nú er Karlinn sjálfur orðinn hin- segin. Á meðan almenningur flæðir frjáls niður Laugaveginn í formi stoltra homma- foreldra eða nýbakaðs lesbísks föður er gamla „normið“ í tómu tjóni. Eða hvað er meira hinsegin í dag: Ólétta listræna lesbían eða ofur-macho útrásarvíkingur á fleginni skyrtu? Hvað er meira „óeðlilegt“ en klæða sig í fótboltabúning til að horfa á sjónvarp? Hvað er meira „pervert“ en mæla skilrúm í kjörklefum með millimetramáli? Hvað er meira „drag“ en að stilla sér upp á tröppum Landsdóms og öskra úr sér reiðina? Hvað meira „gay“ en að flytja álfa í körfu til Vestmannaeyja? Við þurfum ekki lengur að hræðast Karlinn. Því nú þarf hann bráðum að hefja réttindabaráttu sína: Að tíu árum liðnum mun hann marsera um miðborgina þúsundum saman á Male Pride, með rjúpnariffla og veiðistangir um öxl: Við megum líka vera til! Hinsegin dagar hófust sem baráttuhátíð en eru nú orðnir að staðfestingarhátíð. Og þótt aldrei megi sofna á verðinum er kannski í lagi að staldra við og fagna stöðunni. Hin fjölbreytta flóra mannlífsins hefur orðið ofan á. Hinsegin dagar urðu hinsegin ár … Gleðilega hátíð! Hinsegin dagar, hinsegin ár… Hallgrímur Helgason Lj ós m . J óh an n Pá ll Va ld im ar ss on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.