Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 6

Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 6
Ályktun um sjálfstæðismálin Fundur íullskipaðrar sambandsstjórnar Alþýðu- sambands Islands, haldinn í Reykjavík dagana 31. okt.—2. nóv„ samþykkir eftirfarandi ályktun í sjálf- stæðismálum íslenzku þjóðarinnar: „Fundurinn ályktar að lýsa því yfir í naíni íslenzkr- ar alþýðu, að hann telur fullkomið sjálfstæði Islands höfuðskilyrði fyrir efnahagslegu og menningarlegu sjálístæði vinnandi fólks í landinu, og nauðsynlegra nú en nokkurntíma fyrr, að alþýðan skilji hve at- vinnulegt öryggi og hagsæld í framtíðinni eru órjúf- anlega tengd sjálfstæði landsins. Vegna þessa lýsum vér öruggum stuðningi sam- taka vorra við hvert það spor, sem stigið er til þess að tryggja sjálfstæði landsins og teljum það bezt gert með eftirfarandi aðgerðum: 1. Að sameina öll þjóðleg öfl til að vinna að þeirri nýsköpun atvinnuveganna, sem núverandi ríkis- stjórn hefur á stefnuskrá sinni, svo Island megi verða efnahagslega sjálfstætt gagnvart öðrum þjóðum. 2. Að einksis sé látið ófreistað til þess að ísland geti sem fyrst gerst frjáls aðili að bandalagi hinna sameinuðu þjóða. 3. Að staðið sé trúlega á verði gegn hverskonar til- burðum erlendra ríkja og innlendra erindreka þeirra til íhlutunar, áhrifa eða sérstöðu hér á landi. Vér munum líta á hverja slíka málaleitun, hvaðan sem hún kann að koma 'og í hvaða mynd sem hún birtxst, sem ógnun við sjálfstæði vort og tröðkun á yf- irlýstum vilja hinna sameinuðu þjóða um að virða sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt smáríkjanna, og telja það ótvíræða skyldu váldhafa landsins, þings og stjórnar, að svara hverri slíkri móðgandi áleitni með hiklausri neitun. Vér teljum það fyrstu skyldu alþýðusamtakanna að styðja að framgangi ofangreindra ráða til að tryggja sjálfstæði landsins, og beita öllu því afli og valdi, sem þau búa yfir, til varnar hverri hættu, sem steðja kann að sjálfstæði Islands og frelsi þjóðar- innar. í barnaskólanum Kennarinn: —• Getur þú sagt mér Lárus litli, hvaða gagn við höfum af vatninu? Lárus: — Já, ef við hefðum ekki vatnið, þá gætum við ekki lœrt að synda. Og ef við kynnum ekki að synda, þá gœtum við drukknað. Hagsýni Maður nokkur bjó í húsi og var sín smiðjan á hvora hlið hússins. Hamarshöggin bergmáluðu allan guðs- langan daginn og varð maðurinn hundleiður á þessu. Fór hann því fram á það við smiðina, að þeir flyttu sig og féllust þeir á það með því skilyrði, að hann borgaði þeim álitlega fjárhœð, hvorum um sig. Þegar samningar þessir höfðu verið undirritaðir og smiðirn- ir voru búnir að fá peningana, spurði smiðurinn þá, hvert þeir œtluðu að flytja sig. Þá glotti Sveinn smiður íbygginn á svip, og sagði, um leið og hann stakk á sig peningunum: — Jón smiður flytur í mína smiðju, og ég í hans smiðju. Hættuleg sendiferð Hinrik áttundi skipaði eitt sinn einum hirðmanna sinna að fara með hótunarbréf til Frakkakonungs. Hirðmaðurinn fœrðist undan sendiförinni og sagði sem satt var, að þetta vœri hreinasta forsending, því að hann mundi verða hálshöggvinn. — Kvíddu engu, sagði Hinrik. — Ef Frakkakonung- ur dirfist að láta hálshöggva þig, skal ég láta hálshöggva alla Frakka, sem ég næ í. — Það er auðvitað gott og blessað, yðar tign, sagði hirðmaðurinn. — Gallinn er bara sá, að ekki er víst, að neinn af hausunum þeirra félli við hálsinn á mér. Heppilega valinn námstími Dómarinn: — Látið mig heyra síðustu ósk yðar, áð- ur en þér verðið líflátinn. Hún mun verða uppfyllt. Fanginn: — Mig hefur lengi langað til að lœra tungumál. Gerið svo vel og leyfið mér að lœra kín- versku. 230 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.