Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Síða 7

Vinnan - 01.12.1945, Síða 7
ÁKI JAKOBSSON, atvinnumálaráðherra: Stórf elldur fiskiðnaður eina varanlega ráðið til að liækka tekjur sjómanna í allt að hálfri öld hefur sj ávarútvegur verið aðalat- vinnuvegur okkar Islendinga. Lengst af þennan tíma hef- ur meiri hluti þjóðarinnar þó ekki viðurkennt þessa stað- reynd og starf Alþingis og þeirra ríkisstjórna, sem setið hafa síðan umboðsstjórnin fluttist heim, hefur verið byggt á þeim grundvelli, að landbúnaður væri áfram aðalatvinnuvegurinn eins og verið hefur allt frá land- námstíð. Heill flokkur hefur meira að segja bundið til- veru sína við það mark, að berjast gegn þeirri breytingu, að sjávarútvegur taki við af landbúnaði, sem aðalat- vinnuvegurinn, þrátt fyrir það þó sú breyting væri bein- línis skilyrði þess, að þjóðin gæti risið upp úr því mið- aldalega menningarleysi, sem ríkti fram á 20. öldina, í það að verða menningarþjóð er hefði næga sjálfsvirð- ingu og þjóðarmeðvitund til þess að geta orðið sjálf- stæðstæð þjóð. Framsóknarflokkurinn hefur barið hausnum við steininn í þessu efni. Hann hefur skapað flókið kerfi hvers konar styrkja til landbúnaðarins í þeim tvöfalda tilgangi að bæta þessum atvinnuvegi úr ríkissjóði nokkuð af því sem á vantar til þess, að hann sé samkeppnisfær við sj ávarútveginn og til þess að afla sér fylgis. Jafnhliða þessu styrkjakerfi hafa svo verið gerðar ráðstafanir til þess að draga úr vexti sjávar- útvegsins, það talið heillaráð til þess að gera landbún- aðinn langlífari í því úrelta formi sem hann er. Fram- sóknarflokkurinn hefur fengið stuðning í andróðri sín- um gegn eðlilegri atvinnuþróun á íslandi hjá borgara- flokkunum á víxl, en allt án tilætlaðs árangurs. 011 þessi viðleitni hefur nú farið út um þúfur. At- vinnuþróunin hefur gengið sinn gang, að vísu miklu hægar en annars, þrátt fyrir allan andblástur og nú hefur verið mynduð fyrsta stjórn á íslandi, sem bein- línis byggir á þeirri staðreynd, að sj ávarútvegurinn sé og verði um ófyrirsj áanlegan tíma aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, og er staðráðin í því að haga stjórnar- framkvæmdum sínum samkvæmt því. En andófið gegn þróun sjávarútvegsins á Islandi hef- ur skilið eftir sín spor. Þessi aðalatvinnuvegur okkar hefur verið svo hindraður og vanræktur að beinn voði er fyrir dyrum, ef þjóðin ekki beitir öllum kröft- um sínum til þess að kippa þessu í lag. Það er líka meginþátturinn í stefnuskrá núverandi stjórnar að bæta fyrir vanrækslurnar í þessu efni. Eitt af erfiðustu viðfangsefnum, sem mætir íslenzku þjóðinni í sambandi við sj ávarútveginn er það, hve tekjulágir sjómenn og útgerðarmenn eru með því fisk- verði, sem nú er. Þegar tekjur verkafólks í landi hafa hækkað hefur það leitt til þess að erfitt hefur verið að fá menn á fiskiskipin. Islenzku fiskimennirnir eru hinir aflahæstu í heimi, en þeir fá mjög lágt verð fyrir fisk sinn og eru með þeim lægstu. Hvernig stendur á þessu? Hverjar eru orsakirnar til þess, að íslenzkir sjómenn, sem hafa heimsmet í afla- magni skuli fá lang minnst fyrir afla sinn? Til þess að skilja ástæðurnar fyrir þessu skulum við líta yfir út- flutning helztu fiskafurða síðustu 5 árin. Hann var sem hér segir (samkv. uppl. Fiskifélags Islands): Útílutningsmagn og verðmæti ísíisks, freðfisks, saltfisks, harðfisks og niðursoðins fiskmetis 1940—1945 1940 1941 1942 1943 1944 1 9 4 5 til 31. okt. Magn Verð Magn VerS Magn Verð Magn Verð Magn Verð Magn VerS Smál. 1000 kr. Smál. 1000 kr. Smál. 1000 kr. Smál. 1000 kr. Smál. 1000 kr. Smál. 1000 kr. ísvarinn fiskur . 92.652 57.212 112.483 97.623 129.224 107.132 135.531 109.774 143.705 119.160 110.649 96.490 Hraðfrystur fiskur .... 7.274 10.529 5.009 8.655 8.461 16.538 13.964 31.187 21.724 47.583 25.460 55.394 Saltfiskur . 26.893 19.988 22.891 22.511 8.922 11.212 2.249 3.542 1.192 1.772 774 1.120 Niðursoðið fiskmeti .. 581 937 549 1.032 128 400 135 480 206 789 167 545 Harðfiskur 393 494 497 1.180 253 805 198 906 226 1.133 295 1.539 231 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.