Vinnan - 01.12.1945, Síða 8
Svo sem tafla þessi ber með sér er langmestur hluti
af fiskframleiðslu landsmanna flutt út sem ísaður fisk-
ur. Fiskur í ís er gjörsamlega óunnin vara, hann er
ófullkomnasta form fyrir útflutningi sem hugsast getur.
Þegar ísaður fiskur er kominn á markaðsstað er þetta
orðin léleg vara, auk þess gerir svona mikill útflutn-
ingur ísfisks okkur svo háða öllum sveiflum á erlendum
markaði, að smá sölustöövun eða truflun þar stöðvar
veiðarnar hér heima. Auk þessa er ísaður fiskur mjög
viðkvæm vara, sem mjög litla geymslu þolir.
Við þetta bætist að hraðfrystihúsin eru því nær öll
mjög lítil og ófullkomin og dýr í rekstri á þeim grund-
velli að þau fleygja milli 50 og 60% af fiskinum
slægðum.
Isfiskútflutningur og ófullkomin hraðfrystihús er ein
veigamesta orsökin fyrir því hvað fiskverðið er lágt. í
stað þess að vera iðnaðarland á sviði sjávarútvegs erum
við að mestu leyti hrávöruframleiðendur, en samkvæmt
öllum lögmálum hins auðmagnaöa skipulags ber hrá-
vöruframleiðandinn ætíð minnst úr býtum. Ef þjóðin
þarf að flytja svo mikið út af fiskframleiðslu sinni ísaö
þá munu erfiðleikarnir, sem orsakast af því, hvað fisk-
verðið er lágt fara stórlega vaxandi, vegna þess að fyrir-
sjáanlegt er að ísfiskmarkaðurinn mun dragast saman
mjög verulega á næstu árum. Síðan stríðið hætti höfum
við greinilega fundið, hvað ísfiskmarkaðurinn í Eng-
landi er orðin óöruggur. Þó einhver markaður fáist
fyrir þessa vöru á meginlandinu, verður það vafalaust
ekki til langframa. Engin von er til þess að ísfiskverð
hækki ánæstu árurn, jafnvel þótt verðlag á annarri vöru
hækki í markaðslöndunum.
Að öllu þessu athuguöu kemur í ljós, að við eigum
ekkert val annað en að gera okkur á örfáum árum óháð
ísfiskútflutningi, ef við viljum varanlega hækka arðinn
af vinnu sjómanna okkar og skapa öruggan grundvöll
undir sjávarútveg okkar. Með hvaða móti gerum við
okkur óháð útflutningi ísaðs fisks? Það gerum við með
því að efla fiskiðnað okkar.
Þegar núverandi stjórn var mynduð, varð það fljótt
Ijóst, að ef henni ætti að takast að framkvæma stefnu-
skrá sína yrði að gjörbreyta lánapólitík bankanna. Strax
í fyrravetur hóf nýbyggingarráð rannsóknir á þessu
sviði og skilaði tillögum til ríkisstjórnarinnar s.l. vor. I
tillögum þessum er gert ráð fyrir að lána út á fisk-
iönaöarfyrirtæki allt að % hlutum matsverðs eða kostn-
aðarverðs. Með tillögunum eru skapaðir möguleikar til
stórstígari framfara í sjávarútvegsiðnaði en nokkru
sinni hafa átt sér stað hér á landi. Bankarnir hafa
hindrað sjávarútvegsiðnaöinn með því að neita um
nægileg stofnlán til hans. Afleiðingin er sú að við
eigum, sem næst engar niðursuðuverksmiðjur og of lítil
og ófullkomin hraöfrystihús, enda flest byggð af van-
efnum. Tillögurnar ef lögfestar verða, binda enda á
þenna ófögnuð, enda vöktu þær greinilegan fögnuð um
land allt. Þjóðin heimtar nú því nær einróma að til-
lögur Nýbyggingarráðs verði þegar gerðar að lögum.
Þrátt fyrir þetta eru til öfl með þjóðinni, sem eru and-
víg tillögum Nýbyggingarráðs. Þau reyna af veikum
mætti að hamla á móti, en málstaður þeirra er vonlaus.
Þeim öflum hefur þó of lengi verið látið haldast uppi
að tefja framgang málsins og við svo búið má ekki
lengur standa. Þess er að vænta að stjórnin leggi tillögu
Nýbyggingarráðs fyrir Alþingi hið fyrsta. Þegar þær
eru orðnar að lögum er hægt að taka til óspilltra mál-
anna við að reisa hvers konar fiskiðnaðarfyrirtæki.
Helztu verkefni þjóðarinnar á næstu árum á sviði
fiskiönaöar eru þessi:
1. Ný stór hraðfrystihús þarf að byggja, svo að
hraöfrystihús séu til við allar fiskihafnir á land-
inu. Jafnframt þarf að auka afköst þeirra, sem
fyrir eru og búa þau nýjustu tækjum, svo þau séu
samkeppnisfær við fullkomnustu frystihús erlend-
is. Sennilega er rétt að stefna að því að tvöfalda
afköst hraðfrystihúsanna á næstu árum.
2. Koma upp niðursuðuverksmiðju og fiskimjöls-
verksmiðju í sambandi við hraðfrystihúsin til
þess að vinna úr því sem afgangs verður við hrað-
frystingu.
3. Koma upp fullkomnum nýtízku niðursuðuverk-
smiðjum við allar fiskihafnir í landinu. Stefna
þarf að því að koma upp svo miklu af niöursuðu-
verksmiðjum, að hægt verði að sjóða niður milli
50 og 100 þús. tonn af fiski árlega.
4. Koma upp nægum fullkomnum síldarbræðslum á
hentugum stöðum, lýsisherzlustöðvum til þess að
herða allt síldarlýsiö, niðursuðu- og niðurlagn-
ingarverksmiðju fyrir síld og stórfelldri síldar-
söltun.
Þetta eru þau verkefni, sem þjóðin verður að beina
athygli sinni að fyrst og fremst. Með því að vinna betur
sjávarafurðir okkar, áður en við sendum þær úr landi,
fær þjóðin mikiö meira fyrir þær. Þá getum við hækk-
að verðið til fiskimannanna, sem nú er allt of lágt.
Loks tryggir stórfelldur fiskiiðnaður þjóðinni stöð-
uga atvinnu.
Þau öfl hér á landi, sem andvíg eru þessum atvinnu-
legu framkvæmdum, halda því gjarna á lofti, að ekki
verði hægt að fá markað fyrir fiskiiðnaðarvöru lands-
ins. í jjví efni er erfitt að fullyrða nokkuð. Það sem við
vitum er, að nú sem stendur er nógur markaöur. Við
vitum það líka, að hráefni okkar eru fullt eins góð
og annarra þj óða. Eftir að við höfum aflaö okkur tækja
til þess að hraðfrysta og sjóða niður mestallt af fiski-
framleiðslunni, höfum við möguleika til að leita mark-
232
VINNA.N