Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 9

Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 9
GRIKKUR Smásaga eftir LOUIS PARRO Hitabeltisgolan bærði iilöð pálmanna. sem stóðu báðum megin við breiðstrætið. Kyrrð og ró á láði og legi, aðeins bergmálið af fótataki hermannanna, sem fylgdu fanganum gegnum borgina til aftökustaðarins. Hermennirnir voru sljóir á svip, þar sem þeir gengu í takt í slitnu hermannabúningunum sínum, og héldu hirðuleysislega á byssunum, því að þeir vissu, að fang- inn gat ekki sloppið. Annað slagið brá máninn birtu á angistardrættina á andliti fangans. Hann var kornungur, dökkur yfirlitum og bar enn þá einkennisbúning liðsforingja í stjórnar- hernum, sem uppreisnarher Marteins hafði sigrazt á við Hvítafell. Fanganum hafði verið gefinn kostur á að bjarga lífi sínu, því að hann var hæfasti skotliðaforinginn í Gua- dalajara, og Marteinn þarfnaðist skotliðaforingja. Eigi að síður hafði Siðlátur liðsforingi hafnað því að kaupa sér líf fyrir heiður sinn. Nú var hann á leiðinni í heimsókn í neðra, eins og Marteinn orðaði það með napurri glettni, þegar hann skipaði fyrir um aftökuna. SiSIátur minntist hinna skuggalegu salarkynna, þar sem herrétturinn, sem ákvað örlög hans, var settur. Þrír ölvaðir liðsforingjar sátu við borðið, en hinn þungbrýni og svipmikli Marteinn með broddgaltar- skeggið og litlu, andstyggilegu svínsaugun, þrammaði þungstígur um gólf. Marteinn hafði ly-ft teglasinu sínu og spurt: — Jæja, hvorn kostinn kjósið þér? Þér eigið sjálfur vald á örlögum yðar. Yið þörfnumst yðar við gagn- sóknina, sem hersveitir yðar munu vafalaust hefja ein- aða á miklu víðáttumeira svæði en á meðan meginhlut- inn af útflutningi okkar er ísaöur fiskur. Gæfa íslenzku þjóöarinnar og framtíð veltur á því, að hún geti á örfáum árum komið upp nýtízku fiski- iðnaöi. Ef henni tekst það ekki er fyrirsj áanlegt hrun og atvinnuleysi, sem leiðir til þess, að þjóðin missir sjálfstæði sitt. Þess vegna verður þjóðin að vera sam- taka í þessu mikla máli og krefjast þess, að Alþingi og ríkisstjórn framfylgi hiklaust þeirri stefnu sinni að koma upp stórfelldum fiskiiÖnaði í landinu. hvern allranæstu daga. Viljið þér ganga í þjónustu okkar sem stórskotaliðsforingi, eða kjósið þér heldur dauðann? — Við, þú og ég, veröum alltaf fjandmenn, svaraði Siðlátur. — Þið eruö of huglausir til að þora að berjast maður gegn manni. Allir hermenn yðar líta á yður sem heigul. Hann minntist þess, að augu Marteins höfðu skotið gneistum. Það komu harðneskjulegir drættir kringum munninn, og hann greip um sverðshjöltin. Svitinn stóð á enni hans og svipurinn varð grimmdarlegur. — Siðlátur, sagði hann. — Ég gef yður enn færi á að bjarga lífinu með því að gerast liðsmaður okkar. Siðlátur var snöggvast á báðum áttum, en síðan hristi hann höfuðið. Og nú lá vegur hans út á auðnir óendaideikans. Marteinn hafði að hugsuöu ráði, mælt svo fyrir, að aftakan skyldi fara fram í rúmra tíu kílómetra fjarlægð frá Hvítafelli. svo að fanginn fengi tíma til að átta sig og þiggja boð Marteins, en Siöláti virtust ekki hvarfla slíkir hlutir í hug á hinni löngu þyrnigöngu sinni. Hann hafði oft horfzt í augu við manninn með ljáinn og aldrei hörfað af hólmi. Aldrei skyldi það koma fyrir, að hann setti smánarblett á einkennisbúning sinn. Hann ætlaði að ganga í dauðann, en ekki með bros á vör —• slíkt og þvílíkt kom aldrei fyrir, nema í lélegum skáldsögum, því að enginn brosir andspænis dauðanum — heldur ætlaði hann að deyja eins og maður. Marteinn skyldi ekki veitast sú ánægja að geta sagt: — Ég hef ekki enn þá kynnzt þeim foringja úr stjórnarhernum, sem hefur kosið að deyja, ef hann hefur átt völ á að kaupa sér líf, hvað svo sem það kostaði. Nei! Hann ætlaði að ganga djarflega og frjálsmannlega í dauðann, enda þótt honum fyndist þungbærara en tárum tæki að fá aldrei framar að sjó sólina gylla tindana á Páfafjöllum, aldrei að heyra nið hafsins framar, aldrei að horfa í dökk, drumskyggð augu og aldrei að finna svalandi móður- hönd hvíla á enni sínu framar. Það var ekki sérlega kræsilegt að láta lífið fyrir böðlahöndum á aftökustað. Þeir, sem framkvæmdu af- tökuna, hirtu líka mjög lítið um að auðsýna fanganum nærgætni. Umhverfið var hið ömurlegasta. En var hugs- anlegt, að hann gæti tekið boði Marteins og keypt sér líf við því verði, sem honum hafði verið boðið? Gat hann þröngvað sjálfum sér til þess að beina fallbyssu- kjöftum uppreisnarhersins gegn félögum sínum? Varðsveitin hélt áfram göngu sinni. Á fjallatoppana brá grárri skímu, sem boðaði nýjan dag, síðasta dag- inn, sem hann mundi fá augum litið. Þeir komu á staðinn, þar sem hann átti að hætta að vera til sem Siðlátur liðsforingi, ungur, hugprúður foringi í stjórnarhernum. Varðsveitarforinginn skipaði sveit sinni að nema staðar, skipaði mönnum sínuin að VINNAN 233
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.