Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Síða 12

Vinnan - 01.12.1945, Síða 12
Biskupinn: Nei, það verður áreiðanlega ekki af því. TJngjrú, Parsley: Jæja, viS skulum vona, aS svo verði. En sem sagt, enginn veit, hvað fyrir kann að koma, eða er það? Biskupinn: Sleppum því. En segið mér nú, hvernig þið framkvæmið starf ykkar. Ungjrú Parsley: MeS tríólíni. Biskupinn: HvaS er það nú? Ungfrú Parsley: Tríólín, herra minn, er ósýnileg ben- síntegund, sem engin lykt er af og veldur þjáningalaus- um og þægilegum dauðdaga á hálfri fjórðu mínútu. Biskupinn: Þið eruS þá komin svona langt áleiðis? Ungfrú Parsley: Ja, ekki er fyrir það aS synja, að hraustir og harðgerðir menn geta þolað aðgerðina um hálfri mínútu lengur. En hvers vegna ættu menn að stæla líkama sinn gegn áhrifum lyfsins? Helztu kostir lyfsins eru þeir, að mönnum líður ákaflega vel og þægi- lega, meðan það er að gagnsýra Jíkamann. Og hálftíma eftir að öllu er lokið, verSa menn að dufti. Mjög hag- kvæmt fyrirkomulag. AuSvitað er það tríólíninu aS þakka, að við getum unnið líknarstarf okkar. Biskupinn: Líknarstarf! Ungfrú Parsley: Þannig lítum við á þaS, herra minn. Þér verðið að gæta þess, aS þetta er líknarstarf, unniS í þágu almenningsheillar. Og innan skamms vonum við, að viS getum komið á fót sams konar stofnun í öllum höfuðborgum heimsins, og ef til vill í öllum borgum heimsins. HvaS gæti verið heppilegra, en að allir menn þýddust hugmyndina um hægt andlát? Engir lækna- reikningar, enginn kvíði eða óróleiki á heimilinu, engar langvarandi og tilgangslausar andlegar og líkamlegar þjáningar, engar árangurslausar lækningatilraunir. FáiS „Hægt andlát h.f.“ málið í hendur, og við sjáum um hitt. Biskupinn: HræSilegt! Ungfrú Parsley: Hægan nú, herra minn! Tríólín leysir úr öllum vanda. HafiS þér tekið eftir fallegu h'öggmyndinni þarna yfir dyrunum? Biskupinn (starir á myndina): Ég átta mig ekki al- mennilega á því, hvað hún á að tákna. Ungfrú Parsley: Þetta er táknræn mynd, sem sýnir vísindin gefa þakklátu mannkyni tríólíniS. Hún er eftir Herbert Billinge, frægasta myndhöggvara vorra tíma. Þér hljótið að hafa heyrt hans getið. Hann er blessaður yndismaður. Einn af virðingarverðustu meðlimum fé- lagsskapar okkar, enda nýtur hann sérstakra réttinda hjá okkur. Biskupinn: Hvers konar réttindi eru það? Ungjrú Parsley: Þau eru í því fólgin, að þegar val- menniS hann Herbert er orðinn leiður á höggmynda- listinni og lífinu — og það getur ekki orðið langt þang- að til —• fær hann hægt andlát hjá okkur sér að kostn- aðarlausu. Það eru rnargir slíkir heiðursmenn á sér- stakri skrá hjá okkur — það auglýsir stofnunina, þér skiljið. (Einbeitt kona og dóttir hennar koma inn). Af- sakið snöggvast. Einbeitt kona (gengur að skrifborðinu): Kannski ég geti fengiS ofurlitlar upplýsingar.... Dóttirin: 0, mamma, ég vildi, aS viS hefSum aldrei farið hingað. Einbeitt kona: Hef ég ekki sagt þér, að halda þér sainan, Emilía? Þú veizt, hvaS hann pabbi þinn er orð- inn skrýtinn. Dóttirin: Onei, ekki hef ég nú tekið eftir því, mamma. Einbeitt kona: En ég hef tekið eftir því, og það næg- ir. Þú gerir svo vel og þegir. Ungfrú Parsley: ViS höfum hérna allraviðkunnan- legustu bæklinga.... Einbeitt kona: Ágætt! Þeir eru aldrei óviðkunnan- legir. Dóttirin: 0, mamma! Einbeitt kona: Viltu gera svo vel og hafa hljótt um þig? Þú veizt vel, aS pabbi þinn er orðinn mesti lieim- iliskross. Fyrst var hann niðursokkinn í krossgáturnar í blöðunum og nú er hann farinn aS leika á hljóðpípu. ÞaS er hlægilegur vani! Ungfrú Parsley: ViljiS þér, að ég fari strax að undir- búa andlátið? Einbeitt kona: Nei, fyrst vil ég fá nokkra bæklinga um efnið, sem ég ætla að láta liggja á borðunum í íbúð- inni. Ég vil fara að öllu með mestu háttvísi. Dóttirin: 0, mamma! Setjum nú svo, að hann lesi bæklingana. Einbeitt kona: Til þess eru nú refirnir skornir.. .. Og þegar hann er búinn að lesa þá, veit hann áreiðan- lega. hvað honum ber að gera, ef hann hefur nokkra sóma- eða skyldu-tilfinningu. Ungfrú Parsley: Hérna fáið þér nokkra bæklinga um meginkosti fyrirkomulags okkar. Engir læknareikning- ar, enginn kvíði og óróleiki á heimilinu, engar tilgangs- lausar og langvinnar andlegar og líkamlegar þjáningar, o. s. frv. Einbeitt kona: Hve dásamlegt! Eg hefði ekki getað orðað það betur sjálf. (Tekur við bæklingunum). Þetta getur komið að notum. HeldurSu, að þú getir munað þetta, Emilía? Dóttirin: Nei, mamma, það get ég áreiðanlega ekki. Einbeitt kona: Þvættingur. Eg krefst þess, að þú munir þetta: Pabbi þinn gerir miklu meira með það, sem þú segir en það, sem ég segi. (Um leið og þær fara): Mundu það, sem ungfrúin sagSi. Ekkert umstang á heimilinu. Engir skottulæknar. Engar tilgangslausar þjáningar, þegar auðséð er, að hverju stefnir. . .. (Þær fara). Biskupinn (strýkur enniS): Ég er ekki viss um, að ég þoli annað eins og þetta. 236 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.