Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Side 14

Vinnan - 01.12.1945, Side 14
Biskupinn: Nóg um það! En hvernig getið þér talað svona kæruleysislega um þetta, virðulega ungfrú? Ungfrú Parsley: Hví ekki það? Þið, , trúhneigðu mennirnir, gerið svo mikið veður út af dauðanum. En allir, sem starfa við þessa umfangsmiklu stofnun, eru rólegir, því að við vinnum mannúðarstarf. Biskupinn: Er þetta stórt fyrirtæki? Ungfrú Parsley: Ekki ber því að neita. Fyrir utan framkvæmdastjórana, sem hafa sig lítt í frammi, ef svo mætti segja, höfum við í þjónustu okkar prédikara og söngkóra. Biskupinn: Prédikara og söngkóra? Ungfrú Parsley: Svo er nefnilega mál með vexti, að allmargt fólk óskar eftir dálítilli helgiathöfn, áður en það skilur við þetta líf. Það getur fengið hvers konar helgiathöfn, sem því þóknast. Sumir vilja aðeins sálma- korn eða lofsöng. Hér er söngflokkur, sem getur sungið á hvaða tungumáli sem er. Sumir vilja einsöng eða hljóðfæraleik. Við höfum fræga listamenn á öllum svið- um, jafnvel ofurlítinn dansflokk. Menn geta hvatt þenn- an heim á hvern þann hátt, sem þeir óska sér, sam- kvæmt ákveðnum taxta. Og þessir listamenn verða að vera tilbúnir á hvaða stundu, sem er. Biskupinn: Mega ættingjar vera viðstaddir? Ungfrú Parsley: Ef þess er óskað. En við hvetjum þá ekki til þess. Biskupinn: Hvers vegna? Ungfrú Parsley: Það er ekki útilokað, að ættingjarnir geti orðið fyrir áhrifum tríólínsins. Og auk þess er hætta á öfgafullum harmi eða gleði við brottför ást- vinarins. Biskupinn: Gleði? Ungfrú Parsley: Auðvitað, herra minn. Við erum öll mannlegar verur. Hvenær ætla hinir kæru og skemmti- legu kirkjuhöfðingjar að viðurkenna þessa staðreynd? (Harold stingur höfðinu inn um dyragættina). Harold: Ég fæ engan botn í sjöundu greinipni. Ungfrú Parsley: Hún er nú aðallega ætluð Grikkjum og Armeníumönnum. En nú er ég að koma. Afsakið andartak, herra biskup. Það er svo gaman að tala við yður. (Smeygir sér inn í herbergið til hægri). Biskupinn (einn): Ó, drottinn minn! Á ég að vera eða fara? (Herra Pettigrew kemur inn með hægð. Hann styður sig við handlegg Bates, þjóns síns. Pettigrew er fjör- gamall maður og ellihrumur. Hann getur aðeins hökt áfram, en er fjörlegur á svipinn. Bates er rumur stór og eftir því feitur). Biskupinn (hleypur til dyranna): 0, leyfið mér að hjálpa yður, kæri herra. Pettigreiv (bandar honum frá sér): Gerið yður ekk- ert ónæði mín vegna. Við Bates erum vanir að klöngr- ast áfram. (Hann staulast inn í salinn). Hér var öðru vísi umhorfs á mánudaginn var. Biskupinn (áhyggjufullur á svip): Þér lítið mjög veiklulega út. Pettigrew: Satt var orðið. Það er ekki ofsögum af því sagt. Þér trúið því kannski ekki, en svona hef ég verið í tuttugu ár. I tuttugu ár! Hvernig mundi yður geðjast að því, ýstrubelgur? (Iitur upp). Ó, afsakið. Ég vissi ekki, að þér væruð kennimaður. Bates: Laglega að orði komizt. Þar slóguð þér drott- ins smurða út af laginu. Biskupinn: Fjarri því. Ég kippi mér ekki upp við lítilræði. En mér þykir ákaflega mikið fyrir því að sjá yður svona á yður kominn. Við eigum að líkna öllum, sem þjást. Og allt, sem ég get fyrir yður gert, er vel- komið.. . . Pettigrew: Fallega mælt. En mér getur enginn hjálp- að. Öll von er úti. Biskupinn: Segið ekki þetta. Aldrei er öll von úti, hvorki fyrir sálina né líkamann. Það mun vera örvænt- ingin, sem hefur knúið yður til þessa hræðilega staðar. Pettigrew: Finnst yður þetta hræðilegur staður? (Hláturinn sýður í honum). Leyfið mér að trúa yður fyrir því, bróðir í Kristi, að ég er ekki hræddur við þennan stað. Biskupinn: Segið ekki þetta. Hugsið yður um, áður en þér stigið fljótfærnisskref. Læknavísindin geta enn þá.... Pettigrew: Fjandinn hafi öll læknavísindi! Þau eru jafnvel enn þá fánýtari en kennisetningar yðar. Ég hef reynt allar hugsanlegar læknisaðgerðir síðastliðin tutt- ugu ár, og alltaf er dauðinn á hælunum á mér. Og eng- inn læknir hefur getað fundið, hvað að mér gengur. Því fleiri lækna,sem ég leita, því meiri óvissa er um sjúk- dóminn. Ég á ofurlitla bók, þar sem ég hef skráð álit allra sérfræðinganna. Það er skemmtileg bók, eða hvað finnst yður, Bates? Bates: Ef þér vilduð þiggja mín ráð, þyrftuð þér enga slíka bók. Komið, herra minn! (Hann hjálpar Pettigrew á fætur). Biskupinn (ótta sleginn): Nei, nei, hreyfið yður ekki. (Kallar). Ungfrú — ungfrú — æ, nú man ég ekki, hvað hún heitir. Pettigrew (höktir að dyrunum fyrir miðju): Hún heitir Parsley, maður minn, Parsley. Biskupinn: Parsley, rétt er nú það. En farið ekki lengra. Ég get ekki til þess hugsað, að þér farið þarna inn — (Bates gengur í veg fyrir hann og ýtir honum úr vegi). 0, hvílík ósvífni! (Við Pettigrew): Kæri herra! Er yður ljóst, að þessar dyr liggj a að hinum hræðilegu dánarklefum? Bates: Hann veit, hvert hann er að fara. 238 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.