Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 18

Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 18
Dolores (við Harold): Hve gott og fagurt. (Hún grætur). Olivia (blíðlega við konuna): Veslings, vina mín! Þér vitið, að þetta er hégóminn einber. Konan: Já, þetta getið þér sagt, sem hafiö alltaf feng- ið allt það, sem þér þurftuð hendinni til að rétta. Ég svo sem veit, hvers konar lífi þér hafið lifaÖ. Það þolir engan samanburð við ævikjör mín. Ég hef aldrei fengið það, sem stúlkur þarfnast. Ég hef aldrei verið svo falleg, að piltarnir hafi elt mig á röndum. En nú þoli ég þetta ekki lengur. Ég vil fara strax, áður en ég er orðin göm- ul. Og koma aldrei aftur. Harold: Ágætt! Við hittumst við Gullna hliðið. Mortimer lœknir: Hugsið ekki um aðra en sjálfan yður. Okkur.ungfrú Fothergill er farið að langa í árbít. Ungfrú Parsley: Kertaljós, blóm, hljóðfærasláttur, reykelsi, söngur og veggtjöld — ég er hrædd um, að það verði nokkuð dýrt. Konan: Ég hef neitað mér um allt, til þess að geta borgað þetta. Biskupinn: Aumkvunarvert! Aumkvunarvert! Konan: 0, eruð þér hér biskup minn? Einu sinni vandi ég komur mínar í kirkjuna, til þess að hlýða á prédikanir yðar. Og það var ekki að fara í geitahús að leita sér ullar, eða hitt þó heldur. Og nú eruð þér kom- inn hingað. Það kemur mér ekki á óvart. Hræsnislíf er versta' líf, sem til er. Bates: Heyr! Heyr! Biskupinn: Þar vaðið þér í villu og svima. Ég kom ekki hingað í þeim tilgangi, sem þér virðist álíta. Ein- mitt hið gagnstæða. Ég er að reyna að bjarga villuráf- andi sálum á síðustu stundu — leyfið mér því að sár- bæna yður...... Ungfrú Parsley: Þér eruð óbetranlegur, herra biskup. Leyfið mér nú að halda áfram starfi mínu. Hér eru fjögur mál, sem ég þarf að afgreiöa, og ég þarf að ljúka þeim af, áður en fleiri koma. (Við Dolores og Harold). Jæja, þið viljiÖ aðeins venjulegan einleik á fiðlu. (Þrýstir tvisvar á hnapp á skrifborðinu). (Við Allar- dyce). Þér viljið enga viðhöfn. (Þrýstir einu sinni á hnappinn. Við konuna). Þér óskið eftir kórsöng með öllu tilheyrandi. (Þrýstir oft á hnappinn). Ágætt. (Við konuna). Geriö svo vel að skrifa undir og borga, áður en við gerum alvöru úr gamni. (Konan skrifar undir og borgar). Olivia (ótta slegin — við Allardyce). Allardyce! Hvað hugsarðu maður? Sérðu ekki, hvað þetta er við- bjóöslegt? Allardyce: Viltu gera svo vel og taka á stillingunni, Olivia. Enginn bað þig að koma hingað. Og ef þú held- ur svona áfram, neyðist ég til að segja það, sem ég vildi helzt þegja yfir. Olivia: Og hvað er nú það? Ungfrú Parsley (hefur lokið við að afgreiða kon- una): Kærar þakkir. (Stendur á fætur og ávarpar við- stadda, án nokkurrar prestlegrar væmni). Það hefur verið mér óblandin ánægja að fá að kynnast yður og geta orðið yður að liði. Enga óþarfa viökvæmni. Allt er tilbúið. [Þrýstir á annan hnapp. Dyrnar á miðju baksviði opnast hægt. Fyrir innan þær eru grá tjöld. Dolores og Harold reka upp óp og hlaupa fram sviðið vinstra meg- in. Olivia hörfar lítiö eitt undan. Biskupinn sömuleiðis. Pettigrew gamli staulast á fætur með aöstoö Bates. Allardyce og konan standa tvö ein á miðju sviði og horfa á dyrnar. Biskupinn fórnar höndum. Ungfrú Parsley púðrar á sér nefbroddinn]. Konan (í hálfum hljóðum): Hvað eigum við að gera? Ungfrú Parsley: Það er ofureinfalt. Innan við þessar dyr liggur gangur til hinna ýmsu dánarklefa. AðstoÖar- maður mun vísa ykkur veginn. Jæja, gerið nú svo vel að taka ákvörðun. Nýir viðskiptavinir geta komið á hverri stundu. Pettigrew (skellihlæjandi): Taka ákvörðun! Lítið á fólkið! Það var nógu hugaö, áður en dyrnar voru opn- aðar, viðhafði hreystiyrði og þóttist ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. En nú er eins og málinu víki öðru- vísi við. Allir hafa gaman af að tala um hið óumflýjan- lega, en þegar til stykkisins kemur, eru allir viti sínu fjær af skelfingu. 0, þú mannlega eymd! Það er óttinn, sem stjórnar mannkyninu til síöustu stundar. Bates: Jæja, gangið þér á undan með góðu eftirdæmi. Enginn sér eftir yður. Biskupinn: Þetta stafar ekki af hugleysi. Guð hefur blásið mönnum í brjóst að hika við að fremja dauöa- synd. (Hann krýpur á kné). Á hnjánum sárbæni ég ykkur, vinir mínir, að hika við og hugsa málið. (Ung- frú Parsley bandar við honum). Nei, kæra ungfrú Parsley. Mér er sama, þó að mér verði fleygt út. Mig skiptir engu, hvað fyrir mig kann að koma, aðeins ef ég get bjargaö þó ekki væri nema einni af þessum villu- ráfandi sálum. Hvað, sem fyrir kann að koma, er lífið skemmtilegt ævintýri. Hvað, sem manninum kann að bera að höndum, er lífiÖ dásamlegt. Ef til vill fegurra í harmi en gleði. Hvað, sem fyrir kann að koma, er rangt, glæpsamlegt og fyrirlitlegt að fara, áður en kall- ið kemur. Bates: Ef einhver vildi hlusta á ráð mín, mundu allir halda áfram að vera manneskjur. Biskupinn (stendur á fætur í flýti): Hvað ráðleggið þér þá, vinur minn. Bates: Heit saltvatnsböð á hverjum morgni. Ungfrú Parsley (hneyksluð): Hvað látiö þér yður um munn fara, herra Bates? 242 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.