Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 25

Vinnan - 01.12.1945, Blaðsíða 25
til vara fyrir þau sambönd, er hafa yfir 15 millj. meS- lima. Varamenn mega sitja alla fundi miðstjórnar, sem skulu vera einu sinni á ári, en hafa þar ekki atkvæðis- rétt nerna í forföllum aðalmanns. Aukafund í miðstjórn getur framkvæmdanefnd kalláð saman, ef hún telur það nauðsynlegt, og skylt er að boða til miðstjórnarfunda, ef einn þriðji hluti miðstjórnarmeðlima óskar. Miðstjórnin kýs framkvæmdanefnd, og er hún skipuð 25 fulltrúum, þannig: Ráðstjórnarríkin ............................ 3 fulltr. Bandaríkin og Kanada......................... 3 — Bretland .................................... 2 — Frakkland ................................... 2 — Suöur-Ameríka og Vestur-Indíur .............. 2 — Egyptaland, Palestína, Sýrland, Libanon, Irak, Iran, Arabía, Tyrkland og Kypur........... 1 — Kína ........................................ 1 — Astralía og Nýja Sjáland..................... 1 — og skiptast þau á um hann. Indland og Seylon ........................... 1 — Afríka....................................... 1 — Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk og Is- land ..................................... 1 — Holland, Belgía, Luxemborg, Sviss og Irland . . 1 — Tékkoslóvakía, Austurríki, Llngverjaland og Pólland .................................. 1 — Rúmenía, Búlgaría, Jugoslavía, Grikkland og Albanía .................................. 1 — Ítalía og Spánn.............................. 1 -— Auk þess eiga fagsamböndin 3 fulltrúa, er koma inn í nefndina jafnóðum og fagsamböndin verða stofnuð, en það varð að samkomulagi að gömlu fagsamböndin haldi áfram að starfa fram á næsta ár, að þau halda þing, og þá er gert ráð fyrir að þau leysi sig upp og verða þá niynduð fagsambönd innan Alþjóðasambands- ins. A fyrsta fundi framkvæmdanefndar eftir reglulegt þing, kýs hver úr sínum hópi forseta og sex varaforseta, sem ásamt aðalritaranum mynda framkvæmdaráð Al- þjóðasambandsins og fer það, undir forystu aðalritar- ans með æðsta vald sambandsins, milli framkvæmda- nefndarfunda. Þá eru og kosnir 2 vararitarar, en er þó ekki eins og í samþ. segir, „nein skipting á valdi aðal- ritarans“. Aðalritarinn er æðsti starfsmaður Alþjóða- sambandsins og stjórnar hann starfsliði þess og dagleg- um rekstri. Honum verður aðeins vikið frá störfum af þinginu. Tekjur sínar fær Alþjóðasambandið af gjöldum með- limanna og greiðast þau þannig, að landssambönd með allt að 5 millj. meðl. greiða 4 sterlingspund á ári af liverju þúsundi. Frá 5—10 millj. meðl. 2 sterlingspund af þúsundi, frá 10—15 millj. meðl. 1 sterlingspund af Benoit Frachon aðalritari franska verkalýðssambandsins þúsundi og landssambönd með meira en 15 millj. meðl. greiða 10 shillinga af hverju þúsundi meðlima. Þannig fara gjöld stóru sambandanna lækkandi í svipuðu hlutfalli og áhrif þeirra á stjórn Alþjóðasam- bandsins, eins og kosningareglur sýna er sagt er frá hér að framan. Alþjóðasambandið gefur út, mánaðarlega, fréttaskýrslur og sendir öllum meðlimum sínum. Einnig heldur það uppi fræðslustarfsemi. Gerist eitthvert landsamband brotlegt við lög Al- þjóðasambandsins getur þingið vikið því úr samband- inu, en til þess þarf % hluta atkvæða, að viðhöfðu skriflegu nafnakalli. Hverju landssambandi, innan Alþjóðasambandsins, ber að framkvæma ákvarðanir þess, þegar er þær hafa verið tilkynntar því, nema að hlutaðeigandi landssam- band færi rök að því, að framkvæmd slíkra ráðstafana séu því um megn, eða skaðleguar hlutaðeigandi lands- sambandi. Eg hef hér að framan sagt frá meginatriðunum í lögum og reglum Alþjóðasambandsins og vona ég að það nægi til þess að lesandinn geti gert sér Ijósa starf- semi þess í höfuðdráttum. Aðalritari var einróma kosinn Louis Saillant. ungur VI N N A N 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.