Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 28

Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 28
BÚKLÆ GAMLI og unga fólkið Nokkru eftir að tekið var að rökkva, vék Set Búklæ sveittum dráttarjálkunum sínum inn á tröðina, sem lá heim að bænum. Þungur vagninn var hlaðinn kornpok- um. Hann hafði orðið að bíða lengi við mylluna, og rigningin, sem skall á, þegar hann var á leiðinni heim, hafði gert þjóðveginn aurborinn og ógreiðfæran. Hann stanzaði fyrir utan gripahúsin, brölti niður af vagninum og stefndi til eldhúsdyranna, til að láta Jenný vita, að hann væri kominn. Hann varð þess óðar var, að eitthvað illt var á seyði. Set hafði komizt að raun um það, í hjónabandi sínu, að Jenný gat látið meira í Ijós með svip sínum en flestir aðrir gátu tjáð með orð- um. A þessari stundu virtist svipur hennar bera vott um vanþóknun, gremju og einbeittni. — Set Búklæ, sagði hún. — Oft hefurðu verið seint á ferli, en aldrei hefurðu drollað eins lengi frameftir og nú. — Veit ég það, en. . . . hóf Set máls í afsökunartón, en komst ekki lengra. — Eg hef beðið eftir þér klukkutímum saman, og nú ertu loksins að silast heim. — Ég á mína afsökun.... sagði Set uppburðarlítill og mjóróma. — Þegiðu, hreytti Jenný út úr sér. — Þú ert mesti göltrari og þar með basta. að senda sambandsskrÁ.fstofunni meðlimaskrár sínar, þau sem þegar hafa eigi o:>5ið við þeim tilmælum, né hiki við að rækja aðrar sjálfsagðar og lagalegar skyld- ur sínar við heildarsamtök verkalýðsins. Umrætt bréf Alþýðusambandsins leyfum vér oss að senda blaði yðar hér með, — til birtingar, ef þér teljið ástæðu til og rúm heiðraðs blaðs yðar leyfir. Virðingarfyllst miðstjórn Alþýðusambands Islands Hermann Guðmundsson Stefán Ogmundsson Björn Bjarnason Jón Rajnsson Jón Guðlaugsson Guðbrandur Guðjónsson Sigurður Guðnason Bjarni Erlendsson Kristján Eyfjörð Smásaga ejtir HARRY J. WILLIAMS — Jæja, segðu mér þá að minnsta kosti, hvað um er að vera. — 0, drottinn minn! Það er alveg hræðilegt. Jenný þurrkaði svitann af enninu með svuntuhorninu sínu. — María og Bob eru farin sína leið! — Áttu við að. . . . ? — Já, strokin. Hugsa sér! Dóttir okkar, hún María litla, hefur strokið með vinnupiltinum. Nú, nú, stattu ekki þarna eins og illa gerður hlutur. Reyndu að hafast eitthvað að, mannskræfa! — Jamm, akkúrat. Hvað viltu, að ég geri? -— Búðu þig út til að fara með lögreglustjóranum, þegar hann kemur. Ég er búin að hringja til hans og á von á honum á hverri stundu. Frú Helena hringdi til mín og sagðist hafa séð Maríu og Bob fara þar hjá fyrir um klukkutíma síðan. Þú verður að elta þau uppi og binda skjótan endi á þetta ævintýri. Víst er Bob myndarstrákur, en við getum ekki látið hana Maríu okkar giftast vinnumanni. — Oekkí, sagði Set. — Þú hefur lög að mæla, kona. Nú var drepið á dyr, og þegar þær voru opnaðar, stóð sjálfur lögreglustjórinn fyrir dyrum úti, luralegur og ókræsilegur útlits. — Ég ók út af veginum og hafnaði í vegarskurðin- urn hérna fyrir neðan, sagði hann. — Vegarómyndin flóir í aur og leðju eins og fyrri daginn. Leystu hestana frá vagninum, og svo skulum við reyna að ná bílnum upp úr skurðinum. Set leysti hestana frá vagninum, og þeir lögðu af stað, þangað sem bíllinn sat fastur, vopnaður rekurn, reipum og staurum. Lögreglustjórinn settist við stýrið í bílnum og beið eftir því, að Set beitti hestunum fyrir. — Svona, reyndu nú að láta hendur standa fram úr ermum, sagði lögreglustjórinn. — Ef við eigum að handsama skötuhjúin, verðum við að hafa fyrra fallið á. — Nú er ég búinn, svaraði Set og leit grandgæfilega yfir handaverk sín. — Það er mesta puð að fást við þetta, af því að bíllj ósin eru svo ári dauf, einkum aftur- Ijósið. Samt sem áður gróf ég ofurlítið kringum aftur- hjólin, svo að okkur gengi greiðlegar. Lögreglustj órinn setti vélina í gang, Set hvatti hest- ana, og þeir strituðu og streittust við langa hríð. Vélin 252 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.