Vinnan


Vinnan - 01.12.1945, Page 35

Vinnan - 01.12.1945, Page 35
Hin skriplar á skó, skellur í snjó! Ó, ó, ó! Eymsli um hrygg og htipp.... Hjálpaðu henni upp. Fárviðrið hvín í fanna hrönnum, við homin hrín, hrindir mönnum, í pilsin tekur og plaggið skekur um götuna þvera strengt, hvar stendur: „Stjórnlagaþinginu öll völd í hendur!" Uppreisn alþýðunnar fer boðleið um mikinn hlula Evrópu, en hvergi utan Rússlands fær verkalýðurinn haldið völdum. En minningin um trölladans eftirstríðs- áranna lifir, og Sigurður Einarsson túlkar geðblæ þess- ara ára í kvæði sínu Sordavala: AS sunnan kemur lestin mín, til austurs liggur leið, nú líður brátt að kveldi. Og furuskógar þyrpast um vötnin blá og breiS, sem blika í sólareldi. ViS hendumst inn á brautarstöð og hér skal nema staðar í litlum hvítum fiskibæ við Ladoga jaðar. Við teygum eftir molluna hinn milda aftansvala. Sumamótt í Sordavala! Eg reika um þennan stað, þar sem rimman harða stóð fyrir réttum tíu árum. Er hvítliða sveit inn í hvíta hæinn ÓS til að hella út blóði og tárum. Þeir voru að hefna Finnlands, skapa framtíð þess og frelsi og færa af sinni ættjörð hið rússneska helsi. En hérna eru varðar, sem háum rómi tala um hrakför þína, Sordavala! Þessi hái granítvarði meS hamri og sigð, sem er hertákn nýja landsins, segir réttar en öll blaðaskeyti um rauðra drengja tryggð við ríki verkamannsins, sem beztu synir Finnlands vildu byggja úr rúst og dauða eins og börn hins nýja Rússlands á rétti hins þjáða og snauða. Þeir sofa, þeir sofa meðal svartra grenifjala, synir þínir, Sordavala! Það tókst að þessu sinni að tefja þína för. — Hér reis trúboðsstöð og kirkja, sem á að miðla sáluhjálp og græða gömul ör og gljúpa hugi að yrkja til auðmýktar og hlýðni við auövaldið og trúna og ameríska handleiðslu í landinu þínu rúna. Og vittu, að það var armur hinna amerísku dala, sem sló þig, Sordavala! En verkamannaríkiÖ, það er veruleiki þó. Það vakir og það hlustar, á bak við þetta vatn, sem nú býst í kvöldsins ró nokkrum bæjarleiðum austar. Og þaöan kemur höndin, sem mun hefna hinna dauðu og hefja hina föllnu og líkna hinum snauðu. Þá rennur ykkar dagur! Hinir rauðu hanar gala! Þá rístu á fætur, Sordavala! A fyrsta áratugnum eftir hina fyrri heimsstyrjöld er alþýSan samt alls staðar í sókn, á yfirborðinu virSist verkalýSurinn hafa náS ríkari ítökum í stjórn þjóS- félagsins en áSur, og fólkiS þóttist eygja sigur inn á næsta leiti, og hélt aS „dagurinn væri aS koma“. Dagurinn kemur! Þið heyrið herbrest nú af hugsunum þeirra, sem boða tíðindin góðu. Og líttu upp, vinur. Finn hinn svarrandi súg, hann sviftir af augunum ryki og gamalli móðu. Og láttu ekki skelfast, — um skuggadali vors lands fer skúraveður, en þú hefur séð það áður. Það brauzt um endur í orði hvers frjálsborins manns, sem ok sitt hristi, þótt hann væri snauður og háður. Og réttu bakið! Um ríki veraldar öll hin ráfandi hjörð er orðin að sjáandi mönnum. Og sjá hinn mikla flokk, sem gnæfandi fjöll, hann flykkist um strætin í breiðum, skínandi hrönnum. Á daginn týndur í verksmiðjum heldur hann vörð, hann veltist og skríður sem ormur í námanna göngum. Á kveldin frjáls og liann finnur hann á þessa jörð, hvert fley, sem líður, hvert brauö á kornsins stöngum. Og sjá, hann vex þessi lifandi máttugi már af mönnum, konum, snauðum en stoltum og frjálsum. Þeir byggja hann hvern dag í Boston, Finnlandi og Ruhr, er blóðöx harðstjórans ríður að smælingja hálsum. Þeir bera sem aðalsmark böl sitt og aldalangt tjón, þeir bíta á jaxlinn, sem verstir eru til reika. Þeir veina af kvöl, en hvert kvein ber skjálfandi tón í kórið mikla, er siguróðinn skal leika. Og undragleði fer eldi um mannanna sál, í aumingjans hreysi tendra vonirnar loga. I þrælsins nöldur og öreigans magnlausa mál færist máttur og ægikyngi af nýjum toga. Það er eins og lýsi af elding öldunga sjón og örvona þúsundir mitt í dauðanum segi: Nú lætur þú fara í friði hinn lúna þjón, nú finn eg hjálpræðið nálgast með hverjum degi. Sjaldan hafa mönnum brugðizt svo vonir. Tíu árum eftir að friður hafði komizt á í álfunni eftir hina fyrri heimsstyrj öld, skall á ægilegri atvinnukreppa en dæmi voru til í annálum sögunnar. Aldrei hafði mannlegt þjóðfélag átt svo gjöfular auðsuppsprettulindir, aldrei átt ráð á slíkri snilli hugvits og tækni, en þessi mikli auður gat af sér ömurlegri örbirgð en menn máttu muna. Að sama skapi og framleiðsluöfl þjóðfélagsins VINNAN 259

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.