Vinnan - 01.12.1945, Qupperneq 40
Ignazio Silone:
FONTAMARA
Framhald
Asgelr
Matthíasson
og október síðastliðið ár og bætti þá kjör meðlima
sinna allverulega.
Frá stofnun Félags blikksmiöa hefur aldrei verið
ágreiningur um það, hvaða stefnu bæri að fylgja í
skipulagsmálum Alþýðusambands Islands, enda geta
ekki fámenn félög, sem eiga í baráttu við sterkan and-
stæðing leyft sér neitt annað en að styrkja hverja þá
viðleitni, sem miöar að því að einnig sé ríkjandi í
heildarsamtökum stéttarfélaganna, svo þau geti verið
þess megnug að veita það öryggi, sem í því felst. Eins
og að líkum lætur þá fundu félagsmenn strax fyrir því
, fyrsta verkfallinu, hvers virði það væri að hafa fé-
lagssjóð að baki í vinnudeilum. Var því ákveðið að
koma upp á sem skemmstum tíma, síðar var stofnaður
sj úkrasty rktarsj óður.
Nú munu sjóðir félagsins nálgast það bezta, sem
þekkist innan annarra stéttarfélaga, ef miðað er við
meðlimatölu. Enn þá er Félag blikksmiða fámennt, en
nokkurrar fjölgunar má nú vænta á næstu missirum.
Sem önnur stéttarfélög hefur Félag blikksmiða orðið
að berjast fyrir tilveru sinni og til að ná því marki sem
sett var í byrjun. Margt væri hægt að segja úr þeirri
baráttu, en það mun ei gert að þessu sinni.
Lœknirinn: — Hafið j>ér gefið manninum yðar svefn-
skammtana eins og ég sagði yður?
Frúin: — Já, ekki hef ég svikizt um það. Eg hef gefið
honum þá reglulega á tveggja tíma fresti, en erfiðast er
að vekja hann til að taka þá inn.
geymdi stöðugt í minningu sinni, hafði hrunið til
grunna fyrir þrjátíu árum. í stað hans var komin
framandi og vitskert veröld, þar sem allt gekk öfugt.
Kafóníarnir höfðu haldið áfram að plægja jörðina
með tréplógi, meðan borgarbúar plægðu himininn með
flugvélum.
Kafóníarnir höfðu haldið áfram að nurla saman kop-
arpeningum, meðan borgarbúar litu ekki við öðru en
þúsundlíruseðlum.
Kafóníarnir gátu ekki satt hungur sitt, þó að þeir
þræluðu frá því fyrir dagrenningu og langt fram á
nótt, meðan borgarbúar græddu morð fjár á þvi einu,
að láta misþyrma sér á göturn úti.
I járnbrautarlestinni hafði hetjan fengið heim með
sér áróðursbækling frá nýju stjórninni til kafóníanna.
Við'vonuðum, að í þessum bæklingi gæturn við ef til
vill fengið upplýsingar um, hvað vekti fyrir nýju stjórn-
inni, og þess vegna þyrptumst við í kringum hetjuna,
sem las upphátt.
Bæklingurinn hófst á kvæði um uppskerumennina,
en það var svo háfleygt, að enginn okkar gat botnað
í því. Hinir kaflar bæklingsins voru skiljanlegir, og
þeir fjölluðu um dásemdir sveitalífsins. Eg minnist
eftirfarandi setninga:
„Hvert fara borgarbúar, þegar þeir leita kyrrðar og
hvíldar ?
Út í sveitirnar.
Borgarbúar eru horaðir, taugaóstyrkir, fölir og’
þunglyndir.
Sveitamenn eru þróttmiklir, glaðværir, hraustir og
bjartsýnir.
Svo er nýju stjórninni fyrir að þakka, að kafóníarn-
ir vinna ekki nema 8 tíma á dag nú orðið.
Kafóníarnir eru tryggðir gegn slysum, veikindum og
atvinnuleysi.
Skattarnir á kafóníunum hafa verið lækkaðir.
Bankarnir standa kafóníunum opnir til útlána.“
Bæklingnum lauk með eftirfarandi orðum:
„I stuttu máli sagt eru völdin í höndum bændanna.
Loksins hefur hin ítalska landbúnaðarþjóð fengið
stjórn í samræmi við kröfur sínar. Hagsmunamál bónd-
ans sitja í fyrirrúmi, því að bóndinn er fulltrúi föður-
landsins.“
264
VINNAN