Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 17

Vinnan - 01.05.1946, Page 17
Stefán Ögmundsson: Alþýðan geÉur engum trúað fyrir sjálfstæði Islands nema sjálfri sér Það eru liðin tæplega tvö ár síðan sú spurning var borin upp við hvern kjörbæran mann á Islandi, hvort hann óskaði þess að þurrka burtu síðustu leifar erlendra yfirráða í landi voru og stofna lýðveldi, sem óvéfengjan- lega táknaði það gagnvart ríkjum heims, að landið byggði alfrjáls og fullvalda þjóð. íslendingar guldu já- kvæði sitt einum fagnandi rómi. Lýðveldi var stofnað, og viðurkenning þeirra ríkja fengin, sem talin eru bera uppi menningu og lýðræði og mestan styrk eiga til að verja það. Spurningin um þessa nýju skipan var af stjórnarvöld- um landsins fram borin af fullri dirfsku og undirtektir landsmanna, og þá sérstaklega alþýðunnar voru slíkar, að hver sú rödd, sem muldraði í barm sér mótbárur, þagnaði brátt. Það var vissulega ekki að undra, þótt hinar vinnandi $téttir íslands sýndu mestan áhuga í þessu máli og beztu forystumenn þeirra gengju fram fyrir skjöldu. Al- þýðan hefur jafnan verið sú sveit, sem forvígismenn þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu hennar treystu bezt. Og með beztu syni sína að foringjum hefur hún leyst hvern hnútinn öðrum harðari, skorið bönd, sem kalla mátti holdgróin á frelsi hennar. Lýðveldisstofnunin er alþýðunni því ekkert hégóma- mál, enginn veizluglaumur, sem fjarar við dagris, og skilur aðeins eftir orður og krossa í hneslum nokkurra tildurmenna. Glæsileiki lýðveldisstofnunarinnar er í augum okkar tengdur þeim möguleikum, sem birtast munu við hvert frjálst skref, sem við stígum til fram- tíðarinnar. Hjá framsýnustu mönnum alþýðunnar urðu þessir nýju möguleikar strax að áformum, sem mótuð voru í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar. Hin svonefndu nýsköpunaráform eru raunhæf niðurstaða af hugsun þeirra manna, sem vilja að sjálfstæðishug- takið verði ekki innantómt slagorð, heldur efnaleg og menningarleg lyftistöng manns og þjóðar og trygging fyrir frelsi þeirra. Og alþýðan mun hafa það til marks um ágæti þeirra stjórnmálamanna, sem loforð gáfu um að Ijúka þessum áformum, hvort þeir efna heit sín og vinna í fullri ein- lægni að sköpun raunverulegs sjálfstæðis þjóðarinnar og verja það allri framandi íhlutun. En margt skeður nú á skammri leið. Önnur spurning um framtíð þjóðarinnar og örlög kynslóða berst okkur nú til eyrna. I þetta sinn er hún hóglát. Hún hefur læðzt til okkar hljóðum skrefum, þar sem við erum önnum kafnir við starf okkar og hugurinn markaður þröngu sviði daglegra viðfangsefna. Nú er þess ekki óskað, að alþýðan svari upphátt. Hún má gjarnan halda áfram störfum ótrufluð, því að þj óðin hefur kosið sér fulltrúa, sem ættu að vera þess umkomnir að segja hug hennar afdráttarlaust, og til þeirra hefur spyrjandinn snúið sér. En spurning þessi er dálítið nýstárleg fyrir þjóð, sem bráðum fagnar öðrum afmælisdegi sjálfstæðis síns. Enn þá hefur hún ekki verið birt almenningi þrátt fyrir há- værar kröfur, en það er á allra vitorði, að hún er í því fólgin, hvort íslendingar vilji ljá erlendu stórveldi her- stöðvar í landi sínu og afsala sér þannig „til langs tíma“ ákveðnum landssvæðum og hernaðarmannvirkj- um til óskoraðra umráða erlends ríkis í friði jafnt sem ófriði. Það er hreint ekki að furða, þótt alþýðunni bregði við slíka spurningu og þyki hún næsta djörf í miðri ræðu spyrjandans um virðingu hans fyrir sj álfsákvörð- unarrétti þjóðanna, einkanlega hinna smáu. Við erum undrandi yfir slíkum atburðum, sem þessum, en við finnum strax, að spurningin krefst athygli, og hún snertir ekki okkur eina, hún snertir aðrar þjóðir, ör- yggi þeirra og sjálfstæði, en fyrir okkur hlýtur hún að rifja upp sögu liðinna alda og framkalla spár um framtíðina. Hún þylur okkur raunasögu, sem lauk með sigri, feigðarspár, sem boða ósigur. Svarið mun ráða því, hvort við getum framar litið á okkur sem menn- ingarþjóð og krafizt þess af öðrum þjóðum, að þær líti okkur sömu augum. En þegar við skyggnumst um bekki einstakra stétta, skoðum hugarfar þeirra og afstöðu til þessa opinbera leyndarmáls, minnkar undrun okkar yfir því, að slík málaleitun um afsal íslenzkra landsréttinda skuli vera fram komin. Fyrir heimsstyrjöldina var til flokkur manna hér á landi, sem vann að því leynt og Ijóst að plægja akurinn fyrir nazismann og auðvelda þýzkum nazistum valda- töku á íslandi. Þessir menn hafa haft hljótt um sig Framh. á bls. 111. VINNAN 81

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.