Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Side 19

Vinnan - 01.05.1946, Side 19
að við olíuvélina. Harðbannaði hún okkur að fara meira út þann dag, meðan ekki stytti upp. Eftir hádegisblundinn hófst alls konar skemmtan og gleðskapur innanhúss, tafl, spil og hlj óðfæraleikur. Hallgrímur og Friðrikka höfðu sinn gítarinn hvort og spiluðu á þá listilega og sungu stundum undir. Geir og Þorsteinn tefldu. Yið Ásta tókum tal saman um ástand og horfur í þjóðmálum. Seinna um daginn var skotið á fundi til þess að ræða um yfirvofandi matarskort vegna gæftaleysis. Komu fram raddir um að taka upp matarskömmtun, en ekki varð þó af, að gerð væri um það samþykkt, aðallega vegna einarðlegra mótmæla Geirs. Varð því enginn ár- angur af fundinum. Eftir kvöldverð hófst hin venjulega kvöldvaka með ræðuhöldum, hreystisögum frá gömlum dögum, söng og kveðskap og öðru slíku. Kvöldvökurnar enduðu alltaf með lestri Islendingasagna og var oft lesið fram yfir miðnætti. Smátt og smátt tók að gæta töluverðra áhrifa þess mikla lesturs fornritanna á mál manna, einkum hið bundna. Skáldin gerðust fornyrt og torskilin. Þótti brátt ekki boðlegur annar kveðskapur en mjög dýrt kveðinn, helzt dróttkveðinn. Sem dæmi birti ég hér þessa tæki- færisvísu (án leyfis höfundar), sem gerð var um morg- uninn: Sótti út á óttu, örna sinna enn stinni, vestur urn fljót í flaustri, fjall of Hvítingshjalla. Veik til vefjarbrókum, vistaði þrekk í brekku, máttkar mikinn slettust megingjarðir til jarðar. Morguninn eftir var komið mun betra veður, úr- Við austurströnd vatnsins • Foxufell í baksýn Hítarvatnsskáli komulítið og ekki hvasst, þó enn væri loft þungbúið og varla urn trygga veðurbreytingu að ræða. Nú fórum við að hugsa til veiðiskapar í vatninu og útbjuggum í snatri veiðistengur okkar og fengum okkur maðk í krús, einnig máhnflugur og aðra gervibeitu. Við Jón og Geir héldum síðan af stað í veiðistöðina og gáfum heima- fólkinu það ráð, um leið og við fórum, að setja bráð- lega upp pott með vatni, svo að sem stytztan tíma tæki að sjóða silunginn eftir að við kæmum með hann, — við ætluðum nefnilega að skreppa niður á vatn og veiða í soðið. Báturinn var á sínum stað og í sæmilegu lagi. Veðrið var ágætt, en dálítið mýbit. Við ýttum á flot og rerum spölkorn frá landi. Lítils háttar kvika var á vatninu. Jón lagði fyrstur til atlögu við vatnsbúann með langri sil- ungastöng og spriklandi, feitum maðki sem beitu. Þarna dorgaði hann góða stund, en fékk enga bröndu. Þá þótti okkur sýnt að ekki væri nógu langt sótt og kipptum spottakorn. Þar fór á sömu leið fyrir Jóni. Þá tók Hall- grímur við veiðarfærinu og tók sér stöðu í skutnum. Sveiflaði hann stönginni af svo mikilli fimi og kunnáttu og með svo veiðimannslegum tilburðum, að undrum sætti. En það var eins og silungsfjandinn væri gjör- sneyddur því að kunna að meta sanna veiðimenningu, því hann sneyddi með öllu hjá beitunni, sem Hallgrím- ur bauð honum af svo mikilli kurteisi og riddara- mennsku. Þá breytti Hallgrímur um aðferð, tók beit- una af önglinum og setti skínandi málmflugu í staðinn, lét róa lítils háttar, svo að flugan skoppaði í vatnsborð- inu sem lifandi væri. Og enn fleiri klækibrögð hafði hann í frammi. En allt án árangurs. Hvernig sem við fórum að, hvert sem við fórum og hver sem á stöng- inni hélt, þá Iét ekki ein einasta silungsbranda til leiðast VINNAN 83

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.