Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Side 24

Vinnan - 01.05.1946, Side 24
Fyrir utan sendiráð Sovétríkjanna 1. maí 1945 öld •— kjarnorkustyrjöld. ÞaS er sýnilegt, að þeir einir vilja nú stríð, sem eiga andstæða hagsmuni við þjóð- irnar, við vinnandi fólkið. Þeir einir vilja stríð, sem vilja drottna yfir öðrum þjóðum auk sinna eigin: aftur- haldssömustu auðjöfrarnir, ráðamenn auðhringanna, er spenna yfir meiri part jarðar. En þjóðirnar vilja enga nýja styrjöld heldur varan- legan frið. Um allan heim vona menn, að gifta mannkynsins verði drýgri en kaldrifjaður áróður stríðsæsingamanna. Við höfum leyfi til þess að vona, að svo verði, m. a. vegna þess, að hlutur verkalýðsins og alþýðunnar hefur aldrei verið meiri en nú. En friðurinn verður ekki varinn nema í vægðarlausri baráttu við þá, er tendra vilja ófriðarbálið. Þessa baráttu hafa alþjóðasamtök verkalýðsins sett á dagskrá sína. Og jafnvel minnstu þjóðir heims geta lagt þyngra lóð á vogarskál friðarins en virðist við fyrstu sýn. Undir kjörorði friðarins munu milljónir launþeg- anna í öllum löndum heims halda 1. maí 1946 hátíð- legan. -X 1. maí 1945 var haldinn í tákni hínnar byrjandi ný- sköpunar atvinnulífsins. Verkalýðshreyfingin hafði lýst sig eindregið fylgj- andi stefnuskrá þeirrar ríkisstjórnar, er tók til starfa haustið 1944. Gegn nýsköpunarstefnunni hafði afturhaldið sett hrakspár sínar um hrun og atvinnuleysi. Og án efa er það, að hefði ekki stefna nýsköpunar, framfara og framkvæmda verið upp tekin, þá væri hrunið komið með tilheyrandi atvinnuleysi og tilraun- um til að lækka kaup verkafólksins og lama samtök þess. Nú er hálft annað ár liðið síðan núverandi ríkis- stjórn hófst handa um framkvæmd stefnuskrár sinnar. A þessum stutta tíma hafa meiri framkvæmdir og stórvirkari verið gerðar eða hafnar en á nokkru öðru sambærilegu tímabili í sögu þjóðarinnar. Til landsins er á leiðinni nýr skipastóll, er mun geta tvöfaldað afköst fiskiflotans og stóraukið atvinnu- og 1 Bankastræti 1. maí 88 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.