Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Side 26

Vinnan - 01.05.1946, Side 26
Þaö vita allir þeir, sem með þessum málum fylgjast, að af hálfu íslands er mjög slælega unnið á sviði mark- aðsleitar, að dregið er von úr viti að senda nefndir í slíkum erindum, að möguleikar eru ekki notaðir til þess að tryggja hagkvæm viðskipti o. s. frv. Þetta er ástand, sem getur gert alla nýsköpun atvinnu- lífsins tilgangslausa, sé þannig fram haldið. Þegar afturhaldsöflin, sem vilja nýsköpun og fram- farir úr sögunni, finna slíkt hik, slíka tregðu og linku í framkvæmd, þá ganga þau á lagið. Fyrir alþýðu íslands þýðir nýsköpun atvinnulífsins og atorkusöm öflun markaða aukna atvinnu og þar af Ieiðandi aukinn styrk samtaka hennar. Otul framkvæmd á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er í fullu samræmi við hagsmuni alþýðunnar eins og hún er í fullu samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í heild. Þess vegna hlýtur það að vera krafa launþeganna, að nýsköpunarstefnunni, að stefnuskrá ríkisstjórnarinnar verði framfylgt út í æsar, án hiks og án tregðu. Það er án efa ósk alþýðunnar að núverandi ríkis- stjórn sitji áfram til þess að fullkomna verkið, til þess að framkvæma stefnuskrána til fulls. En það leggur verkalýðssamtökunum samtímis þá skyldu á herðar að vaka betur yfir framkvæmd stefnu- skrárinnar að segja til jafnóðum og þeim finnst ástæða til að gagnrýna hispurslaust allt það, er aflaga fer. Þetta er stefnan. Og þessa stefnu: hollustu við nýsköpunarstefnuna, samfara kröfunni um hiklausa framkvæmd hennar, bera launþegarnir fram á baráttudegi sínum 1. maí. -K Kröfuganga 1. maí 1945 á leið upp Hverfisgötu 1. maí 1945 fagnaði íslenzkri verkalýðurinn nýstofn- uðu lýðveldi Jslendinga, nýfengnu fullveldi Islands. Miklar og bjartar voru vonir manna. Hinar háfleygu yfirlýsingar stórveldanna um sjálfstæði allra þjóða ýttu undir þessar vonir. Islendingar hugsuðu sem svo, að 17. júní 1944 hefði síðasta skrefið verið stigið í hinni löngu og erfiðu sjálfstæðisbaráttu. Þessar rósrauðu vonir stóðu þó eigi lengi. Naumast var lýðveldið orðið ársgamalt, þegar Banda- ríki Norður-Ameríku fóru fram á, að íslendingar leigðu þeim hluti af landi sínu til hernaðarþarfa í heila öld. Með þessari málaleitun var það sýnt og sannað, hve A leið í Austurbœinn 1. maí 90 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.