Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 34

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 34
mannafélag Akureyrarkaupstaðar hafi veriS stofnaS, og skipuSu stjórn þess: Jóhannes SigurSsson, frá Hólum í Laxárdal, formaSur, — Olgeir Júlíusson frá BarSi viS Akureyri, ritari, — en Magnús Jónsson frá Hamars- koti, gjaldkeri. Þetta sama ár er stofnaS fyrsta sj ómannafélagiS, Sjó- mannafélagiS Báran í Reykjavík, —- og voru aSalhvata- menn aS stofnun þess Ottó Þorláksson og Geir SigurSs- son, sem báSir stunduSu þá nám í Stýrimannaskólan- um. I stjórn voru kosnir: FormaSur, Jón Jónsson frá MiShúsum, HafliSi Jónsson frá Mýrarholti og Geir SigurSsson. Á næstu árum, fram yfir aldamótin, rísa hin kunnu Bárufélög í HafnarfirSi, Akranesi, Eyrarbakka, Stokks- eyri, Keflavík og í GarSi. MeS félögum þessum hófst vísir aS sambandi og var Ottó Þorláksson formaSur þess, eSa stórdeildarstjóri, sem þá var kallaS. ÁriS 1902 eru gerSir fyrstu kjarasamningar milli sjómanna og útgerSarmanna í Reykjavík. Þegar hér var komiS sögu höfSu ýms fleiri félög hlaupiS af stokkunum, og má þar til nefna: Verka- mannafélag SeySisfjarSar, sem taliS er aS stofnaS hafi veriS seint á árinu 1896 eSa snemma á árinu 1897, og HiS íslenzka prentarafélag 1897. Þegar líSur fram yfir aldamótin, tekur stéttarvakn- ing og félagshugur íslenzkrar alþýSu á sig fastari form, — og brautrySjendurnir fara aS hugsa til samræmdra aðg'erSa af hálfu verkalýðssamtakanna um land allt. Árið 1907 er gerð alvarleg tilraun til að mynda lands- samband verkalýðsfélaga, en tilraun þessi reyndist þó ekki tímabær. Fram eftir næsta áratugnum gengur á ýmsu. — Félög verkamanna rísa víðsvegar um land, tilraunirnar heppn- ast misjafnlega. en smám saman þokast hin unga hreyf- ing verkamannanna í áttina fram á við. Og loks kemur þar, að formlegt samband verkalýðsfélaga er stofnsett. Þann 12. marz 1916 komu saman í Reykjavík full- trúar frá 7 eftirtöldum félögum: Verkamannafélaginu Dagsbrún, Hásetafélagi Reykjavíkur, Verkakvennafélag- inu Framsókn, Bókbandssveinafélagi Islands, Hinu ís- lenzka prentarafélagi, Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfiröi og Hásetafélagi Hafnarfjaröar. Þetta var stofn- þing Alþýöusambands íslands. Fyrsti forseti þess var Ottó Þorláksson, þá orðinn landskunnur fyrir brautryðjendastarf sitt í samtökum verkalýðsins, en fyrsti ritari þess Jón Baldvinsson, er varð forseti sambandsins frá næsta þingi, er haldið var seint á sama ári, og gegndi hann því starfi til dauöa- dags. Islenzk alþýða var nú sem örast að vakna til rót- tækrar stéttarvitundar og efna til samtaka um kaup sitt og kjör. — Með stofnun landssamtaka hófust tímamót stórhugar og sóknar með vinnandi stéttum, í félagsleg- um efnum. Um þessar rnundir stundi verkalýöur Evrópu undir fargi hinnar fyrri heimstyrjaldar og bjó sig undir reikn- ingsskil þau, á hendur stéttarandstæðingnum, er reynd voru og tókust í sumum ófriðarríkjunum. Tvímælalaust hefur verkalýður íslands, ekki aðeins af eigin kynnum við ástand heimsófriðarins — eins og það orkaöi þá á íslenzka hagsmuni — hneigst til rót- tækra skoðana, hann var einnig snortinn hinni alþjóð- legu vakningu verkalýðsins um og eftir styrjöldina og lærdómi hennar. Þetta gilti þó einkum um hina ungu og gunnreifu for- ystumenn, sem þá komu fram á sjónarsviðið og boðuðu verkalýðnum, ekki aðeins aukin stéttarsamtök í barátt- unni fýrir daglegum þörfum, heldur einnig völd vinn- andi fólks í landinu, ríki sósíalismans. Frá þessum tíma mun lengi bera hátt nafn Ólafs Friðrikssonar. Þessar sögulegu aðstæður áttu sinn þátt í því, að Alþýðusamband Islands geröist þegar í byrjun hvorttveggja í senn: skipuleggjari baráttunnar fyrir daglegum hagsmunum verkalýðsins og jafnframt barátt- unnar fyrir afnámi auðvaldskipulagsins, sósíalisman- um, — að Alþýðusamband og Alþýðuflokkur verða skipulagslega eitt. Þetta skipulagsform má einnig rekja til þess, að á morgni stéttarsamtaka verkalýðsins voru það fyrst og fremst menn með róttækar lífsskoöanir, sem byggðu þau upp og fylktu sér undir merki þeirra. -—- Mannfæð í forystuliði hinnar tvíþættu baráttu frumherjanna gerði og skipulagslega greiningu hinnar flokkspólitísku og faglegu baráttu varhugaverða. Á sínum fyrsta áratug fær sambandið eldvígslu sína. Félög þess heyja margar og harðar kaupdeilur við mikla örðugleika, vinna marga glæsilega sigra og öðlast herzlu reynslunnar. Á hinu pólitíska sviði gerist sambandið umsvifamikið og verður vel ágengt, miðaö við aðstæður þess og aldur. En á þessum fyrsta áratug í ævi sambandsins heldur hið unga stéttaþjóðfélag borgaranna áfram hröðum skrefum á þróunarleið sinni. Framleiðslutækni vex, auð- ur og atvinnuvöld færast á færri hendur. Á sama tíma stækkar óðfluga sá hluti þjóðarinnar, sem lifir eingöngu á handafli sínu og launavinnu. Hin pólitíska þróun til róttækra skoðana helzt ekki í hendur við fjölgun þeirra, sem raunverulega áttu heima í verkalýösfélögum og þurftu þess með vegna daglegra hagsmuna sinna. Þótti nú ýmsum, að sú hætta gæti verið framundan, að innan sambandsins gæti dregið til slíkra þrengsla, sökum hins flokkspólitíska eðlis þess, að hin vaxandi stétt launþega, með sínar margvíslegu stjórnmála- og lífsskoðanir, fengi þar ekki rúm. Urðu nú skiptar skoÖanir meðal forystumanna í sam- bandsfélögum og á sambandsþingum, um skipulagsmál sambandsins. 98 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.