Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 35

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 35
Hinir róttækari yfirleitt vildu skipulagslegan skilnað með flokknum og sambandinu, meS jafnaðarmanna- félögunum og verkalýSsfélögunum, og færðu það fram m. a. máli sínu til stuðnings, að hagsmunasamtök verka- lýðsins yrðu að vera óbundin stj órnmálaflokkum og þar yrSi að ríkja pólitískt skoSanafrelsi, til þess að þau gætu sameinað verkalýðinn sem stétt í hagsmunabarátt- unni, gegn stéttarandstæðingnum. Aftur á móti héldu hinir því fram, að með þessu yrði þeirri hættu boðið heim, að forystan fyrir stéttarsam- tökum alþýðunnar yrSi dregin úr höndum róttæku afl- anna og yfir í hendur andstæðinganna. Deila þessi um skipulagsmálin átti þó eftir, þegar fram liðu stundir, aS snúast um það, hvort búa skyldi stéttarsamtök verkalýðsins undir það að geta safnað alþýðunni sem stétt til baráttu fyrir vinnu og kaupi á tímum kreppunnar, sem skall yfir landið eftir 1930, eða hvort látið yrði njóta skriðs á sviði verkalýðsmálanna og hafin samvinna af hálfu sambandsins við borgara- lega flokka um þjóðarbúskapinn á tímum kreppunnar. Svo sem kunnugt er, var seinni kosturinn valinn. AlþýSusambandiS hélt áfram að vera, skipulagslega séð, stjórnmálaflokkur og samband verkalýðsfélaga. Þegar hér var komiS sögu, hafði verið hert það mikið á hinum flokkslegu kvöðum í lögum sambandsins, að hinir róttækari, kommúnistarnir, lentu utan þess, vegna stjórnmálaskoðana sinna, svokallaðir íhaldsverkamenn fundu sig ekki heldur aufúsugesti þar, einnig af pólit- ískum ástæðum. Hér skal það eigi vegið eða metið, hversu AlþýSu- sambandinu tókst sem flokki á tímabilinu frá 1930— 1940. — En sem verkalýðssambandi þótti því eigi tak- ast sem skyldi. Kom hér tvennt til, — að sambandið hafSi á þýS- ingarmiklum tímamótum valið sér leiS flokksins — sem höfuðverkefni — og þar með torveldað hinni vaxandi stétt launþega, með mismunandi stjórnmálaskoðanir, samleið, í baráttunni fyrir stéttarlegum hagsmunum. Þetta varð hemill á hinni faglegu baráttu sambandsins. Eigi að síður einkennist, lengst af, þetta tímabil frá 1930—1940, af harðvítugri stéttaátökum en áður þekkt- ust. Kommúnistar og róttækir sósíalistar skipuleggja baráttu verkalýðsins á grundvelli stéttarlegra hags- muna. Verkalýður með ólíkar stjórnmálaskoðanir rís upp gegn atvinnuleysi og launaskerðingu. Verkafólk inn- an og utan AlþýSusambandsins tekur höndum saman á vinnustöðvum og í félögum. Verkföll og atvinnuleys- isbarátta er háð um land allt. Og barátta þessi tekur á sig harðvítugri form en áður voru dæmi til á þessu landi. Nóvudeilan á Akureyri 1933, svokölluð BorSeyrar- deila á SiglufirSi og Akureyri 1934, kaupdeilurnar í Vestmannaeyjum á þessum árum, 9. nóvember í Rvík YINNAN og fleiri hliðstæðir atburðir frá þessu tímabili tala eigi aðeins sínu skýra máli um róttæka stéttarvakningu og vaxandi baráttuþrótt alþýðunnar, — þeir eru einnig, margir þeirra, aS öðrum þræði harmleikur innbyrðis- árekstra og bræðravíga innan verkalýðssamtakanna. ViS óskum þess sízt, að þessi saga endurtaki sig í stéttarsamtökum íslenzkrar alþýðu, — en frá þessum reynsluárum mun þó lengi stafa skærum geislum lær- dóms og hagnýtrar þekkingar á veg AlþýSusambands íslands. A þessum tímum atvinnuleysis og kreppu lærðu verkamenn meS ólíkar stjórnmálaskoðanir að styðja hver annan í sameiginlegri baráttu fyrir lífsafkomu sinni og sinna, og vísa á bug áreitni þeirra, er vildu nota flokkspólitísk ágreiningsefni til að rjúfa einingu þeirra um brýnustu hagsmunamálin. — Og þessi harðvítuga stéttabarátta, sem hófst fyrir al- vöru á krepputímunum, varð einnig í vaxandi mæli markvís barátta fyrir skipulagslegri stéttareiningu ís- lenzkrar alþýðu. HaustiS 1940, á 16. þingi AlþýSusambands Islands, er þeim sögulega áfanga náð, að lögum sambandsins er breytt þann veg, að skipulagslegur skilnaður verður með flokki og verkalýðsfélögum, — aS AlþýSusam- bandið verður að lögum frjálst samband verkalýðs- félaganna, þar sem skoðanafrelsi og lýðræðislegt jafn- rétti verkalýðsins er viðurkennt. ÁriS 1942 á 17. þingi sambandsins er hið nýja skipu- lag framkvæmt til hlítar. Hér með hefst nýtt tímabil vaxtar og sóknar í sögu sambandsins. Verkalýðurinn, sem áður var sundraður og klofinn milli andstæðra stj órnmálaflokka, sameinast nú á stétt- arlegum grundvelli innan AlþýSusambands Islands. -— Á þessu stutta tímabili frá því að skipulagsbreytingin gekk í gildi, til dagsins í dag, lætur nærri að meðlim- um sambandsins hafi fjölgað um 75 af hundraði. Á þessu stutta tímabili verða stór umskipti í hagsmuna- baráttu verkalýðsins: Átta stunda vinnudagurinn er skyndilega samnings- bundinn nær undantekningarlaust um allt land, — kaup og kjör verkafólks batna meir en nokkur dæmi þekkt- ust til áður, á jafn skömmum tíma. — HálfsmánaSar orlof með fullu kaupi er fyrst bundið samningum og síðar lögfest til handa öllum launþegum í landinu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og áhrifasvið hinnar sameinuSu alþýðu takmarkast ekki við kaup og kjör líðandi stundar. — í fyrsta skipti gerist íslenzk verkalýðshreyfing það þjóðfélagsafl, sem ekki verður gengið fram hjá, þegar stórmálum er ráðið til lykta og örlög þjóðarinnar ákveðin. KyrrstöSu- og afturhaldsöflum er vikið til hliðar og stefna nýsköpunar knúin fram til viðurkenningar. Framh. á bls. 104. 99 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.