Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Page 36

Vinnan - 01.05.1946, Page 36
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: Frá verkalýðsfélögum úti um land Ritstjóri Vinnunnar hefur farið þess á leit að ég léti ritinu í té, eftir því sem tilefni gæfist til, stutta frásögn af starfi verkálýðsfélaganna úti um land. Mér er vitan- lega bæði ljúft og skylt að verða við þessum tilmælum, og mun ég því framvegis skrifa í ritið stutta fréttapistla og geta í þeim um það markverðasta, sem um er að ræða í starfi félaganna. Verður þá heldur eigi komizt hjá því, að drepa lítilsháttar á atvinnumál hvers staðar, bæði ástandið eins og það er nú og þær horfur, sem virðast framundan í þeim málum. í ferð minni í marzmánuði s.l. milli sambandsfélag- anna í Húnavatnssýslum og Skagafjarðarsýslu varð ég þess greinilegar var en oft áður hve eindregnu fylgi ný- byggingarstefnan í atvinnumálum á að fagna hjá öllum almenningi. I hverju stéttarfélaginu eftir annað skipuðu umræðurnar um nýsköpun atvinnuveganna öndvegi. Og þetta er í sjálfu sér ekkert undarlegt. í sjávarþorpum beggja sýslnanna er atvinnuleysið enn landlægt allan veturinn. Þorri þeirra manna, sem bundnir eru við heimili, verða að byggja afkomu sína á sumaratvinn- unni, sem er mestmegnis vegavinna og brúagerð. Og til þess að drýgja tekjurnar þurfa verkamenn í þessum þorpum að vera öðrum þræði bændur. Þeir nota helg- arnar á sumrum til heyjaöflunar, þar sem þess er kostur. Hefur ákvæði vegavinnusamninganna um heimild til þess að vinna 48 stunda vinnuvikuna á 5 dögum létt stórum undir með verkamönnum í þessu efni. Þó er þessi smábúskapur mörgum erfiðleikum bundinn og myndi tvímælalaust að mestu leggjast niður væri um nokkurn veginn samfellda atvinnu að ræða, enda tekinn sem neyðarúrræði af flestra hálfu. Yngri mennirnir sækja að sjálfsögðu atvinnu sína til fjarlægra staða þar sem litla eða enga vinnu hefur verið að hafa heima fyrir að vetrinum. En þá verður þróunin í mörgum tilfellum sú, að þeir flytja sig til þeirra staða, sem hafa upp á stöðugri atvinnu að bjóða. Þannig verða þorpin árlega fyrir verulegri blóðtöku vegna þess- ara óhagstæðu skilyrða í atvinnumálunum. Það er fyrst nú, vegna áhrifa markvissrar og stórhuga nýbyggingar- stefnu í atvinnumálum landsmanna almennt, að hvar- vetna verður vart nýrra áforma um sköpun stöðugrar atvinnu og tilrauna til þess að reyna nýjar og djarfar leiðir til þess að leysa vandann. Hver útkoman verður á hverjum stað er hins vegar undir því komið, hve skil- yrðin eru hagstæð og að ötullega sé unnið að því að hrinda áhugamálunum áleiðis, bæði af hálfu hinna kjörnu sveitarstjórna og svo af félagssamtökum fólks- ins, og þá ekki sízt verkalýðsfélögunum. Frá Ifvanunstanga Verkalýðsfélagið „Hvöt“ á Hvammstanga minntist 20 ára afmælis síns 2. febrúar í vetur, en félagið var stofnað 16. jan. 1926. Stofnendurnir voru 8 verkamenn og eru 3 þeirra enn í félaginu og hafa verið það allan tímann. Af tilefni afmælisins voru þeir kjörnir heiðurs- félagar. Afmælisskemmtun félagsins var mjög fjölsótt og fór á allan hátt ánægjulega fram. Þeir Björn Kr. Guðmundsson, formaður Hvatar og Skúli Magnússon gjaldkeri félagsins fluttu ræður og margt fleira var til fróðleiks og skemmtunar. Voru allir þátttakendur hinir ánægðustu og var það mál manna á Hvammstanga að afmælishátíðin hefði tekizt með sérstökum ágætum. A sínum tíina varð verkalýðsfélagið „Hvöt“ að heyja harða baráttu fyrir samnings- og forgangsréttinum. Mun mörgum í minni Hvammstangadeilan árið 1931, en henni lauk með sigri félagsins og síðan hefur félagið verið sjálfsagður samningsaðili fyrir hönd verkafólks. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var aðal-samningsaðili af hálfu atvinnurekenda og er enn. Upphaflega setti „Hvöt“ taxta og var félagsmönnum óheimilt að vinna fyrir lægra kaup en hann kvað á um. Félagið var hins vegar mjög fámennt, og þáverandi kaupfélagsstjóri, Hannes Jónsson, svaraði setningu taxtans með því að útiloka félagsbundna menn algjörlega frá vinnu, en skammtaði hinum ófélagsbundnu verkamönnum og bændum hins vegar kaupið, sem greitt var. En þegar félagið hafði knúið fram samninga og fengið forgangs- rétt félaga sinna viðurkenndan, fjölgaði strax í félag- inu. Og nú átti enn að leika sama leikinn gagnvart brautryðjendum verkalýðsfélagsins. Enn skyldu þeir útilokaðir frá vinnu hjá kaupfélaginu. Varð félagið því að taka upp skiptingu á vinnunni, sem mestmegnis var skipaafgreiðsla og helzt sú tilhögun enn í dag. I verkalýðsfélaginu „Hvöt“ eru nú um 100 félagar, bæði karlar og konur. Þó eru fáar konur enn í félag- 100 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.