Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 41

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 41
Vörabílastöðin Þróttur flytur í ný húsakynni Vörubílstjórafélagið Þróttur flutti afgreiðslustöð sína í ný og glæsileg húsakynni við Rauðarárstíg og Skúla- götu, 10. marz s.l. Við það tækifæri bauð stjórn Þróttar tíðindamönnum útvarps og blaða ásamt fulltrúum frá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Al- þýðusambandinu, að skoða hin nýju húsakynni og kynnast því starfi, sem þar fer fram. Formaður félagsins, Einar Ogmundsson, hafði orð fyrir stjórninni og gat hann í ræðu sinni helztu orsak- anna til flutnings stöðvarinnar og áforma stjórnarinnar til aukins félags- og fræðslustarfs, en félagið hefur með hinum nýja húsakosti bætt mjög aðstöðu sína til slíkrar starfsemi. í tilefni af þessum tímamótum í starfssögu Þróttar, óskaði „Vinnan“ eftir því við formann félagsins, að hann leyfði birtingu á ræðu þeirri, er hann flutti 10. marz s.L, svo og ef hann vildi segja eitthvað um stéttar- samtök bifreiðarstjóra almennt. Varð hann góðfúslega við þessu og fer hér á eftir fyrrgreind ræða ásamt nokkrum hugleiðingum um samtök bifreiðastjóra. Árið 1931, þegar Vörubílastöðvarnar í Reykjavík voru sameinaðar, en þær voru þá 5 talsins, var það þá þegar öllum ljóst, að fyrir slíkan rekstur þyrfti rúmgott pláss, bæði fyrir bílstjórana og einnig fyrir tækin. Síðustu árin, þegar hinir atvinnulegu möguleikar or- sökuðu hina gífurlegu fjölgun innan okkar stéttar, varð það meiri nauðsyn að skipta um samastað, og nú upp á síðkastið knýjandi þörf. Sá staður, sem við höfum verið starfandi við til þessa, hefur að mörgu leyti verið óhent- ugur, léleg og óholl húsakynni, þægindalaus, og gatan einhver sú fjölfarnasta í miðbiki bæjarins geymslu- staður bifreiðanna. Það má því segja, að það geti fleiri glaðzt en félags- menn Þróttar yfir flutningi til þessa nýja staðar, eins og segja má með flutning bílstöðvanna úr miðbænum yfirleitt. En það er samt sem áður stórt atriði, sem við bílstjórarnir höfum gert okkur ljóst að getur verið okk- ur til baga í sambandi við flutning okkar hingað, og það er fjarlægðin frá okkar aðalvinnustað — höfninni. Frá þeim vinnustað höfum við' fjarlægzt allmjög, og er það máske það versta. Árið 1937 veitti bærinn Þrótti lóð undir rekstur sinn norðan lóðar Hreyfils að Sölvhólsgötu og hefði sá stað- ur að sjálfsögðu verið okkur mjög ákj ósanlegur. En því var ekki að heilsa að bærinn hefði aðstöðu til að standa við þá lóðarveitingu, og nú erum við hingað komnir og setjumst hér að og erum eftir atvikum ánægðir. Undanfarin ár, þegar hin mikla fjölgun fór að verða innan félagsins, urðu hin lélegu og ófullkomnu húsa- kynni fjötur á eðlilegu félagsstarfi, fjötur sem nú er ekki lengur til staðar og má óhikað segja að félagsmenn Hin nýju húsakynni Þróttar. — AríS 1945 veitti Reykjavíkurbœr Vörubílstjórajélaginu Þrótti lóS, sem liggur milli RauSarárstígs og Hringbrautar viS Skúlagötu. Lóð þessi er aS stœrð 3000 ferm. Stöðvarhúsið er að stœrð 160 ferm. og um 800 kúbikmetrar. HúsiS er byggt úr Vikurholsteini. — Aðalsalur hússins er 105 ferm.; auk þess er í hús- inu afgreiðsluherbergi og tvö skrifstofuherbergi. Kjallari er undir nokkrum hluta hússins og er þar miðstöð og geymsla. — Húsið er allt olíumálað og frágangur allur svo góður sem tök hafa verið á. — Byggingarframkvœmdir að byggingunni voru hafn- ar í aprílmánuSi 1945 og er byggingu hússins lok- ið fyrir nokkru. VINNAN 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.