Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 42

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 42
Stjúrn Þrúttar og jramkvæmdastjóri — talið frá vinstri: Erlendur Jónss. meðstjórnandi, Vilmund- ur Vilhjálmsson framkv.stj., Einar Ogmundsson formaður, Sveinbjörn Guðlaugsson ritari, Pétur Guðfinnsson gjaldkeri og Jón Guðlaugsson vara- formaður. binda miklar vonir um margbreytilegra félagslíf við þær breyttu aðstæður, er skapast við þessi nýju húsakynni. Þó er eitt atriði meðal annars, sem ég tel nauðsynlegt að minnast hér á, og það er, að þó að Vörubílastöðin, sé ekki lengur þröskuldur í einni aðalumferðagötu bæj- arins er hún komin í sambýli við stórt íbúðahverfi, og þar af leiðandi einnig við stóran hóp barna á mis- jöfnum aldri, þótt ekki sé minnzt á að geymslupláss bíl- anna var áður leikvöllur þeirra. Þetta er atriði, sem ég tel rétt að allir aðilar geri sér ljóst, þótt ég á hinn bóg- inn kvíði á engann hátt sambúðinni við fólk í nálægum húsum. Þegar litið er yfir farinn veg, þá er að sjálfsögðu margs að minnast, mörg hafa verkefnin verið og að baki er afgreiðsla inargra þeirra. En framkvæmd eins þeirra nauðsynjamála, sem við höfum fengizt við, ber þó hæst og á ég þar við byggingu þessa nýja stöðvar- húss. Um leið og við flytjum starfsrekstur stöðvarinnar í þetta nýja hús, má segja að mörkuð séu tímamót í starfssögu Þróttar. — Vörubílstjórafélagið Þróttur er fyrsta Verkalýðsfélagið í Reykjavík, sem byggir yfir rekstur sinn. Þótt segja megi að nokkurs kvíða gæti með hversu fjarlægðin frá höfninni er orðin mikil, þá vonumst við til að mæta fullum skilningi viðskiptavina okkar á því að þessi tilfærsla var nauðsyn, svo brýn, að við óbreytt ástand var ekki lengur hægt að una, hvorki af bæjar- yfirvöldunum né félagsmönnum okkar. Það er því von okkar og trú, að þau góðu skilyrði, sem við komum til með að búa við hér, verði til þess, að allir aðilar geti notið góðs af, og ber þó fyrst að geta félagsmanna, sem þráð hafa annan samastað svo ár- um skiptir. Bygging þessa húss hefur verið reist fyrir fé úr Byggingarsjóði félagsins og er því sameign allra félagsmanna. Okkur þykir tilhlýða að vekja athygli á því, að þótt félagið hafi farið út í þessar framkvæmdir, hefur af- greiðslugjald félagsmanna ekki verið hækkað af þeim orsökum. Það má því segja, að þessi bygging sé sam- dreginn rekstrar-hagnaður félagsins frá stofnun þess. Um leið og við fáum hér meira svigrúm en við höf- um áður átt við að búa og með tilliti til þess mikla fjölda er nú skipar félag okkar, —- 320 félagsmanna —, er það mjög ákveðin ætlun okkar að fá til eigin afnota sem flest viðvíkjandi rekstri okkar, svo sem bensíndælu- stöð, þvottapláss og smurningsstöð og hafa staðið yfir samningar við olíufélögin þar að lútandi og stöðin fengið leyfi Bæjarráðs til starfsrekstursins. Við höfum að vísu ekki gert endanlega samþykkt um notkun húss- ins fyrir innanfélagsstarf okkar, en það sem við höfum hugsað okkur, eru skemmtifundir, kvikmyndasýningar, fræðslufundir, málfundir og eitt atriði, er við munum leggja mjög mikið upp úr, og það er alhliða fræðsla í umferðamálum. Við teljum það fyrst og fremst tilheyra og beinlínis vera skylda stéttarfélaga bifreiðastjóranna að gangast fyrir fræðslu meðlima sinna í umferðamál- um, og öllu því er að gagni má koma í því að skapa meira öryggi í umferðamálum okkar. Að sjálfsögðu óskum við eftir samvinnu sem flestra aðila að auknu öryggi í þessum málum, því hún er frumskilyrði þess, að eitthvað raunhæft sé hægt að gera. Það verður að segja þá sögu, eins og hún er, að samvinnunnar hefur ekki verið leitað, að minnsta kosti ekki til Þróttar. Við höfum áður átt tal við ykkur um þessi mál og þið vitið, hvaða afstöðu við tökum í þeim, en þess verður að krefjast að eftirleiðis sé tekið fullt tillit til þeirra til- lagna, sem stéttarfélög bifreiðastjóranna leggja fram. Bygging þessa húss hófst síðastliðið vor, byggingu þess hefur á köflum miðað hægt eins og gengur með margar byggingar hér, nú til dags, og ekki sízt þegar yfirstjórn byggingarinnar er í höndum manna, sem stunda sína aðalatvinnu á öðrum sviðum, eins og hér hefur átt sér stað. Þegar þessi bygging var ákveðin, ákvað stjórn félagsins að bjóða verkið út og kom eitt tilboð í húsið, sem félagsstjórnin ákvað að ganga ekki að, heldur sjá um það sjálf, því með því töldum við möguleika á að fá húsið ódýrara og vandaðra, og við 106 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.