Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 46

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 46
hún það mikið, að gömlu valdastéttirnar fóru að iðrast eftir, að þær höfðu látið undan kröfum lýðsins og látið Alfons konung sigla sinn sjó. I næstu kosningum þar á eftir sigraði íhaldsflokkur- inn og miðflokkarnir, sem í þetta skipti stóðu samein- aðir. Vinstri menn urðu að fara frá og íhaldsstjórn tók við völdum. Er sú stjórn alkunn fyrir það, þegar hún með blóði og járni bældi niður verkalýðshreyfingu Spánar 1934—1935. En samsteypa íhaldsins og miðflokkanna klofnaði og 1936 varð forsetinn Zamora að láta fara fram nýjar kosningar. I þetta sinn stóðu vinstri flokkarnir saman. Fyrir bragðið unnu þeir meirihluta í þinginu. Miðflokkarnir þurrkuðust að mestu út og íhaldsflokkarnir töpuðu drjúgum. Zamora forseti varð að fara frá. Azana, leið- togi vinstri-lýðveldissinna myndaði stjórn, með stuðn- ingi sósíalista og kommúnista. Azana var enginn bylt- ingamaður og heldur ekki ráðherrar hans. Takmark þeirra var aðeins að skipta stórjörðunum svo bændur fengju jarðnæði, aðskilja ríki og kirkju og svifta ka- þólsku kirkjuna stóreignum sínum. Enn fremur hækka kaup verkamanna og koma á tryggingarlöggjöf. Verka- lýðsflokkarnir sættu sig við þessa stjórn í bili. Enda þótt sósíalistar væru næst stærsti flokkur landsins, næst á eftir vinstri-lýðveldisflokknum voru þeir enn í mikl- um minnihluta og konnnúnistar voru aðeins lítill flokk- ur. Það var því engin von til þess, að þeir í bili treystu sér til að framkvæma sósíalisma á Spáni. En spánska afturhaldið treysti sér ekki til að beygja sig fyrir þingræðismeirihluta. Sumarið 1936 gerðu svæsnustu afturhaldsmenn Spánar uppreisn undir for- ystu Francos hershöfðingja. Hann fékk í lið með sér meirihluta hersins, mikinn hluta embættismannastéttar- innar, aðalinn og kaþólsku háklerkastéttina. Meðal ann- arra stétta var hann fylgislítill nema helzt í suður- og suðvesturhéruðum landsins. Meginhluti þjóðarinnar var honum andstæður. Ekki bara vinstri flokkarnir, heldur og miðflokkarnir að mestu leyti og meira að segja nokkur hluti hægri flokkanna. En Franco naut stuðnings ítalskra og þýzkra hjálparsveita og fékk auk þess sér til aðstoðar Mára, kynblendinga og jafnvel svertingja frá spönsku nýlendunum í Afríku. Lýðveldissinnar veittu viðnám. Það tókst að koma á samsteypustjórn allra vinstri flokka í landinu. Verka- menn og bændur Norður- og Austur-Spánar voru vopn- aðir. I þrjú ár geysaði borgarastyrjöldin. Franco sigr- aði endanlega 1939. Síðan hefur hann verið einræðis- herra Spánar. Leiðtogar spánska lýðveldisins fara flestir landílótta enn í dag. Sumir, t. d. Azana, eru dánir. Nú nýlega hef- ur verið mynduð spönsk útlagastjórn í Frakklandi. Stórveldin viðurkenna ekki Franco framar, vonandi veltist hann bráðum frá völdum. En það verður við ramman reip að draga á Spáni. Landið liggur í sárum eftir hina miklu borgarastyrjöld. Það er varla til sú fjölskylda á Spáni, sem ekki missti einhvern ættingja í borgarastyrjöldinni, sem alls kostaði hátt á aðra milljón mannslífa. Hálf milljón spánskra lýðveldissinna fer nú landflótta. Hundruð þúsunda sitja í fangelsum Francos. Meirihluti þjóðarinnar er andstæður Franco, en hann hefur herinn á sínu bandi. Herinn er vel fóðraður, meir en helmingur af tekjum ríkisins fer til hersins. Þó fer Franco að verða erfitt um vik, þegar önnur lönd neita honum um alla viðurkenningu. Þetta hafa spánsku yfir- stéttirnar líka séð, þær hafa því hugsað sér til hreyf- ings, að endurreisa konungdæmið á Spáni. Vart mun það stoða, því alþýðan spánska ann ekki konungdæm- inu, sem ekki er heldur von. Vart mun heldur stoða að setja nýja einræðisstjórn á Spáni. Það eina, sem spánska alþýðan getur sætt sig við er lýðveldi. En því verður tæplega komið á nema með borgara- styrj öld. Munur auðs og örbirgðar á Spáni er geysimikill. Stærsta vandamál Spánar er landbúnaðarmálið. Eins og áður er sagt er meirihluti spánsku bændanna ánauð- ugir leiguliðar, undirokaðir af stóreignamönnum aðals og hákirkju. Það er ekki hægt að leysa landbúnaðar- málið spánska, nema á þann hátt að svifta kirkjuna og aðalinn jarðeignunum. Slík breyting getur tæplega farið fram á friðsamlegan hátt. Auk þess munu mörg verkefni bíða þeirra, sem völd- in taka á Spáni, er dagar Francos eru taldir, t. d. þjóð- ernisvandamálið. Spánverjar eru raunverulega ekki ein þjóðarheild, heldur fjórar eða fimm innbyrðis náskyldar þjóðir. Að- alþjóðin eru Kastilíumenn, hinir eiginlegu Spánverjar, sem byggja miðbik og meginhluta landsins. Andalúzíu- menn í suðri, Katalóníumenn í austri, Galicíumenn í norðvestri. Asturíumenn í norðri eru allir Spánverjar, en hafa þó allir einhverja sérstöðu bæði að máli og menningu. Baskar við rætur Píreneufjalla vestanverðra eru alveg sérstök þjóð og alls ekki Spánverjar. Allir munu þessir þjóðflokkar heimta heimastjórn innan hins komandi spánska lýðveldis, þegar þar að kemur. Það eina, sem getur haldið Spáni saman undir lýðveldisstjórn er öflug verkalýðshreyfing. Þetta vita þeir, sem að vísu gjarnan vilja losna við Franco, en óttast samt sósíalisma og verkalýðshreyfingu meir en nokkuð annað. Þeir vilja gjarnan koma á konungdæmi, en það er varla hugsanlegt að slíkt geti hindrað eðlilega þróun til lengdar. Fyrr eða síðar yrðu slík stjórnar- völd að þoka fyrir lýðveldisstjórn, og spánskt lýðveldi hlýtur fyrr eða síðar að þróast í sósíalistiska átt. 110 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.