Vinnan


Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 47

Vinnan - 01.05.1946, Blaðsíða 47
Alþýðan getur eng'uni Irimð lyrir sjálfstíoði íslands nema sjálfri sér Framh. af bls. 81. síðan brezka innrásin var gerð hér og halla tók undan fæti fyrir nazismanum í Evrópu og Asíu. En eins og quislingar allra landa voru þeir til sölu hverjum sem var og með auknum liðsstyrk álitlegs braskarahóps hafa þeir færzt mjög í aukana nú á síðari árum og gerzt spor- göngumenn lágkúrulegustu hvata, sem lítilsigldustu þjóðareinstaklingarnir eiga yfir að búa. Þessara manna og áhrifa þeirra gætir mest í stétt hinna svonefndu stríðsgróðamanna. Blað heildsalanna, Vísir, blað þeirra manna, sem gripið hafa upp ofsaleg- astan gróða á stríðsárunum, hefur haldið uppi linnu- lausum áróðri fyrir sölu íslenzkra landsréttinda um langt skeið. Svo óhjúpuð hefur ósvífni þessara manna verið, að þeir hafa fullum hálsi talað um það, að Is- land afhenti sjálfstæði sitt á „einu bretti“ og gerðist hluti af erlendri ríkjasamsteypu. Mesti glæframaður íslenzkra stjórnmála, Jónas frá Hriflu, hefur skipað sér í fremstu röð þeirra, sem efna vilja til slíkrar bál- farar á íslenzku sjálfstæði og menningarverðmætum, og þótt ýmsir aðrir stjórnmálaspekúlantar hyggi á feitt í erfi Islendinga, eru vonir þeirra lágmæltari að sinni. Heiðarlegir íslendingar spyrja að vonurn, hvaða rök liggi til slíkrar spillingar. Hvaða freistingar hafa orðið á leið þessara manna og brotið niður siðferðisþrek þeirra. Alþýðan, sem séð hefur gull stríðsáranna renna unr greipar peningavaldsins, þótt sjálf hafi hún aðeins notið ríflegri skerfs til hnífs og skeiðar, getur ekki fótað sig í sporum þessara manna, en af reynslu fortíðar flestra þjóða rennir hana grun í að ágirnd valdi ógæfu þeirra. 1 upphafi hernámsins brugðu íslenzkar peningasálir skjótt á leik til að þóknast hersetuliðsmönnum og selja þeim flest, sem nöfnum tjáir að nefna. Kappkostað var að skreyta söluvarning þennan fjöðrum þjóðareinkenna. Þannig voru uppfægðir danskir tveggeyringar negldir saman í armbönd og seldir sem þj óðargersemi. Ame- rískir vasaklútar voru skreyttir hvítabjörnum og auð- virðilegu fígúruverki, svo þeir mættu þóknast hug- myndum erlendrar fávizku um þjóð vora og menningu. Með hverjum degi varð prangið stórvaxnara og sam- starf erlendra og innlendra manna um gróðagæf við- skipti tók á sig ákveðnari form. Ágóði setuliðsviðskipta þótti naumast samboðinn virðingu þeirra, sem fram- sýnastir voru á fjárplógssviðinu. Þeir settu upþ bæki- stöðvar í erlendum stórborgum að fyrri tíma sið í trausti þess að verkalaun íslenzkrar alþýðu yrði örugg- ari og drýgri gróðalind heldur en erlendir málaliðs- menn. Það tóku að berast hingað sagnir af óhófi og gegndarlausri eyðslu íslenzkra kaupsýslumanna erlend- is, sem talin var nátengd fölsuðum „faktúrum“ og stolnum gróða. Um samábyrgð þessara manna og er- lends peningavalds um að ræna íslenzk heimili aukinni velmegun, liggj a engar skýrslur fyrir, en grunur manna er sá, að svo arðbær hafi skortur á þjóðhollustu ís- lenzkra manna reynzt á síðari árum, og svo áberandi hafi það hágengi freistað á æðri stöðum þjóðfélagsins, að erlendir gjaldeyrishafar þóttust hafa ástæðu til að gera sér vonir urn frekari viðskipti á þjóðlegum minja- gripum, sem gaman væri og gagnlegt að eiga. En það sem skýrslur sanna í þessu máli er það, að allmargir eigendur íslenzkra verzlunarútibúa erlendis liafa þegar fengið dóm fyrir „óleyfilega verzlunarálagn- ingu“, eins og það er kallað á lagamáli, þegar hinir dæmdu eru efnaðir menn. Þannig horfir niálum nú fyrir alþýðu þessa lands: Hún stendur andspænis fámennri peningastétt, sterkri í spillingu sinni, stétt sem hefur glatað hæfileikanum til að finna til eins og heiðarlegt fólk, stétt sem er þeirrar þjóðar, sem á hæst skráða mynt á hverjum tíma. Með peningavald sitt að vendi og dúsu í senn hefur hún hirt og lokkað pólitísk lítilmenni til samábyrgðar um áform sín og athafnir. Þeir hafa þegar sett óafmáanlegan blett á Alþingi íslendinga með veru sinni þar, og þeir munu ekki setja sig úr færi með að gera þessa helgustu stofn- un þjóðarinnar að mangarabúð fyrir sjálfstæði hennar og frelsi. Þessi öfl eru sjálfum sér samkvæm í því að vinna með kjafti og klóm gegn þróunaráformum ríkisstj órnarinnar í atvinnumálum, og er þegar orðið nokkuð ágengt. Þau hræðast ekkert meir en að vinnustéttirnar hafi einhverja íhlutun eða umráð yfir þeim tækjum, sem til landsins hafa verið tryggð, telja batnandi hag alþýðunnar og aukið vald réttilega boða minnkandi gróða og takmörk- un á valdi sínu. Þess vegna sér spilltasti hluti auðvalds- ins og þjónar þess nú hilla undir þær vonir til bjargar að selja íslenzk landsréttindi af höndum gegn stórfeng- legri ábata en það áður hafði dreymt um, greiddum í peningum og ótakmörkuðu valdi yfir fólkinu í landinu og samtökum þess. Stærsta verkefni, sem íslenzk alþýða hefur færzt í fang er að tryggja sjálfstæði þjóðar sinnar. Hún hefur þegar hafizt handa. Fyrsta opinbera yfirlýsing í her- stöðvamálinu kom frá allsherjarsamtökum hennar, mið- stjórnarfundi Alþýðusambands íslands 2. nóv. s.l. og birtist í desemberhefti Vinnunnar. Síðan hafa ýmsir menntamenn þjóðarinnar stofnað til kröftugra mótmæla í riti og ræðu, og fjöldi verkalýðsfélaga og annarra fé- lagssamtaka gert ályktanir um nauðsyn þess að standa fast á rétti hennar. En vér þurfum að gera meira, vér þurfum að hreinsa Alþingi íslendinga af öllum laun- ráða- og prangaralýð. Af fullri alvöru þarf alþýðan að krefjast þess af hverjum þeim manni, sem hyggst að VINNAN 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.