Vinnan - 01.06.1946, Síða 5
6. tölublað
Júní 1946
4. árgangur
Reykjavík
VINNAN
Ritnefnd:
Björn Bjarnason
Helgi Guðlaugsson
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
INGÓLFUR IÓNSSON frá Prestsbakka:
ÍSLAND
/------------------------------------------------------n
EFNISYFIRLIT:
Þorsteinn Jósepsson: Skip við bryggju,
kápumynd
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: lsland,
kvœði
Af alþjóðavettvangi
Sjálfstœðið og kosningarnar
Til alþýðu allra landa
Eiríkur Ágústsson: Raufarhöfn
Tilraunir Noregskonunga að ná yfirráðum
á Islandi
Guðmundur Vigfússon: Frá verkalýðsfélög-
um úti um land
Juri Semjonoff: Auður jarðar
Þorsteinn Jósepsson: Myndaopna
Verndum hina stéttarlegu einingu
Alyktanir, sambandstíðindi,
kaupskýrslur o. fl.
\_________________________________________________/
HvaS er von, hvað er þrá, hvað er allt sem ég á,
mín ósk, mín harpa, mitt Ijóð,
el ég hikandi stend, ef ég hugvana só
míns heimalands fámennu þjóð,
bera erlendan svip um íslenzka fold
með ótta við byssur og stál,
að falla svo djúpt, að lúta svo lágt
er leiðigjarnt íslenzkri sál.
I sögu vors lands, við kúgun og kröm
í klafa hins erlenda valds —
er sviði og sár, er tregi og tár —
eru tötrar hins öreiga manns,
sem um strendur og dal. um heiðar og háls
gekk heimilisvana og fár,
og — að síðustu féll úr hungri og hor
og hundarnir sleiktu hans brár.
En — er þessi minning sígin í sæ
og sokkin í gleymskunnar djúp,
feðranna strit, þeirra langþráðu laun
að leysa þann framandi hjúp,
er reyfði vort land, í einokun, auðn
og allskonar þjáning og neyð, —
nú um strendur vors lands, við annes og ey
er alfaravegur og leið. —•
Já, margt er nú unnið, en margt er það samt,
sem má ekki íalla í dá,
meðan Island er til, meðan ilmreyrinn grær,
meðan öldurnar falla um sjá,
vor tunga jafn hrein í sælu og sorg,
í sumri hins starfandi manns,
það er heiður vors lands, það er sjálfra vor sæmd.
það er sigur hins islenzka manns.
Sjá! Landið er broshýrt og íagurt sem fyrr
með fossanna eilífa söng,
og enn er hin milda og kynlega kyrrð
um kveldin svo heiðblá og löng,
sumarið vefur hið fíngerða flos
úr íegurstu blómum um grund,
sól skín á jökul, á íirði og fjöll,
á flóa, víkur og sund.
Eg vildi, mitt land, að þú ættir hér enn
svo einhuga þjóðarsál,
að öruggt starfi og óttalaust
og elti ei glys nó prjál,
gefi ei erlendum aðkomulýð
sín óðul og helgustu vé,
en ali sín ljóð, og sitt brennandi blóð
og beygi aldrei sín kné.
VINNAN
127