Heimilispósturinn - 15.06.1950, Page 4

Heimilispósturinn - 15.06.1950, Page 4
„Ég hef gaman af að keppa.“ ViðtaJ við Kolbrúnu Ólafsdóttur sundkonu. Kolbrún Ölafsdóttir sund- Tcona er fœdd Reykvíkingur. Hún er aðeins 17 ára gömul, en á þó mörg met í sundi, auk þess sem hún tók þátt í Olym- píúleikunum í London 19J/8 þá aðeins 15 ára gömul. Met á hún í frá 50 til JfOO metra skrið- sundi og 50 og 100 metra bak- sundi. Fyrsta met sitt setti hún á Ármannsmóti 1947, þá að- eins llf ára gömul. Var það í 50 metra skriðsundi. Heimilis- pósturinn hefur átt stutt viðtal við ungfrú Kolbrúnu og fer það hér á eftir. — Þér hafið ekki verið göm- ul þegar þér byrjuðuð að keppa. — Ég var 12 ára. Ég byrj- aði að æfa haustið 1946 og tók þá strax í nóvember þátt í keppni. Það var á Ármanns- móti. Ég keppti þar í bringu- sundi, en annars hef ég iðkað mest skriðsund og baksund. — Svo fóruð þér á Olympíu- leikana. — Já, við fórum þrjár héð- an til að keppa þar í sundi. Hinar voru Anna Ólafsdóttir og Þórdís Árnadóttir. Þær kepptu báðar í 200 metra bringusundi, en ég í 100 metra skriðsundi. Þá Kolbrún Ólafsdóttir. meiddi ég mig í fæti og hef lít- ið getað æft síðan. Þó keppti ég í fyrra á í. R. móti og setti met í 50 metra skriðsundi. En ég get ekki æft núna og býst ekki við að geta keppt næsta vetur, en í sumar verða sennilega engin mót. Annars vona ég að þetta batni, því ég hef mikinn áhuga á sundi og hef gaman af að keppa. 2 HEIMILISPÖSTUfUNN 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.